Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 18
MINNING Hallvarður Einar Árnason fyrrverandí stýrimaður Mér kom margt í hug, er mér barst andlátsfregn Hallvarðs E. Árnasonar, sem andaðist þ. 20. jan. s. 1. Mér var hugsað til sveitarinnar fögru — minnar eigin sveitar — þaðan sem hann var einnig upp- runninn — og óteljandi minningar frá áratuga kynnum við hann og heimili hans stigu fram. Hallvarður var fæddur að Kallabúðum í Reyk- hólasveit á Þorláksmessu veturinn 1895. Bjuggu þá foreldrar hans þar, þau Árni GunnTaugsson og Kristín Hallvarðsdóttir. Munu þau hafa átt samstöðu með flestu fá- tæku alþýðufólki í þann tíð að því leyti, að þau áttu margt barna — 9 alls — en fátt af fénaði til lífs- bjargar. Litlar sögur fóru víst af þessari fátæku fjölskyldu við fjörð inn, þar til sá, er grisjar skóg mannlífsins, gekk þar um garða og felldi að foldu hið hreggbarða stór- tré — hið einasta — fyrirvinnuna, sístritandi einyrkjann. Eftir stóð ekkjan með allan hópinn sinn. Auð- vitað sundraðist þessi hópur. Hvað var um annað að tala í þá daga. ' Og þótt Hallvarður litli, þá um 8 ára gamall, færi á gott heimili til góðs fólks, féll ekki úr gildi gamTa ' orðtakið „fár sem faðir. enginn sem móðir,“ a.mk. þegar í hlut átti kona eins og Kristín Hallvarðsdótt- ir móðir hans. Aldrei man ég til að ég sæi hana, enda barn að aldri, : er hún dó, en víst heyrði ég henn- ar getið og alltaf á einn veg, að mannkostum, gTaðsinni og geðspekt, sem konu, er ávallt kom fram tU góðs og birti af, hvar sem fór. HaTlvarður litli var svo lán- samur að fá aftur að vera samvist- um við móður sina nokkur ár eftir ferminguna á heimili systur sinn- * ar, sem þá var gift héraðslæknin- um, Oddi Jónssyni. Bjuggu þau á i Miðhúsum, nýrri bújörð úti á Reykjanesinu austanverðu. Þar var skammt milli fjalls og fjöru og sund mörg og eyjar fyrir landi með eggveri og æðardún og öðr- um, góðum sjávarnytjum. Hefur dvölin á Miðhúsum eflaust orðið 18 Hallvarði mikilvægur þroskatimi, ekki einungis líkamlegur heldur og andlegur. Því að opinn unglings- hugurinn hefur tæpast komizt hjá þvi að taka á móti áhrifum frá sín- um gáfaða og fjölfróða mági, Oddi lækni, sem virtist þeirri gáfu gæddur, að vera sífellt — sjálfrátt og ósjálfrátt — að skemmta og fræða þá, sem hann umgekkst, einkum börn og unglinga. Ekki fékk sveitin lengi að njóta starfsorku Hallvarðs, þessa þroska mikla, unga manns. Mun útþrá og íramalöngun snemma hafa brunn- ið honum í blóði, sem öðrum, vel gefnum ungmennum fyrr og síðar, þótt ólíkt væri þá færri kosta völ. En slíkt tafði ekki Hallvarð til lengdar. Innan við tvitugt hélt hann af stað úr heimabyggðinni út í heiminn — til Reykjavíkur, eins og fleiri, sem þá mun hafa verið áþekk að stærð og mannfjölda og Akureyri er nú. Hugði hann fyrst á iðnnám þar — smíðar. En lítið mun skotsilfrið hafa verið frá upp hafi, svo að bráðlega varð hann þar frá að hverfa. Var þá brugðið á það ráð að fara á sjóinn, sem vissu- lega þótti verðugt tápmiklum ungl- ingum. Og sjórinn varð hans aðalstarfssvið upp frá því næstu 30 árin, — öU manndómsárin að segja má. Hann brá sér reyndar snemma á þessum árum á stýri- mannaskólann og lauk þar skip- stjóraprófi. Var síðan á togurum, ýmist fyrsti eða annar stýrimaður, í hálfan þriðja áratug, einnig þau árin, sem stríðið stóð yfir. En nú var nóg komið og hin stöðuga á- raun farin að segja til sín. Og um það leyti, sem stríðinu lauk, hafði Hallvarður alveg kvatt sjóinn og snúið sér að öðrum störfum á föstu landi. Seinustu 20 árin var hann fastur starfsmaður hjá Landssíman um. Va>r þá þegar nokkuð farið að alla undan fæti, hvað heilsu og mestu starfsorku snerti, einkum seinni árin. En svo var hann lán- samur að vera kallaður í hinztu förina svo að segja beint úr starfi og komast því hjá langri og erfiðri bið í biðsal elli og athafnaleysis, sem því miður bíður svo margra- Sú hlið á lífi Hallvarðs, er að sjónum vissi, er mér í sjálfu sér lítt kunn, nema hvað kynni mín af honum að öðru láta mig renna grun í, hversu hann muni hafa staðið í og lagt sig fram í ábyrgðar- starfi á þeim viðsjálu og haettu- sömu slóðum. Hér er heldur ekki ætlunin að gera ævisögu Hallvarðs mikil skil, enda hún hið ytra á- þekk lífsskeiði hundruðum annarra sona sveita o.g sævar, hvað um segja svipað og sagt var í sögunm, sem öll gerðist á sjúkrahúsi „Her gerist aldrei neitt,“ má vera af Þvl’ að við vitum oft svo lítið, hvar og hvenær stærstu og merkustu sög- urnar gerast. Samt ætla ég það flestum ljóst» sem að þvi leiða huga, að sjómað- urinn, sem um 30 ára-skeið hefor sótt björg í greipar ægis og sigtt um sollin höf, hafi þó í allan máta lifað nokkra sögu, hvort sem huu er í letur færð eða ekki. Svo he - ur eflaust verið um Hallvarð Árn son. En jafnvel að þessu fr ” ÍSLENDINGAÞÆTTlK

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.