Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 1
ISLEXDIIirOAÞJGTTIB Timans 2. TÖLUBL. — 3. ÁRG. FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR NR. 34 JÓNAS JÓHANNSSON, BÓNDI í ÖXNEY ' Fæddur 21. júlí 1891 — Dáinn 1. janúar 1970 Þar fór sá síðasti, varð mér að orði, þegar ég heyrði, að Jónas bóndi Jóhannsson í Öxney væri genginn af þessum heimi. Ekki var þó síðasti eyjabóndinn að kveðja, nokkrir sitja „úti enn með öngul, net og vað“. Heldur komu mér í hug „eyjajarlarnir“, sem ég að vísu sá aldrei, en heyrði lýst og margt talað um í bernsku. Mér kom Jónas þannig fyrir sjónir, að hann væri einn af þeim — sá síð- asti. Ekki voru kynni okkar Jónasar ýkja mikil, enda ætla ég mér ekki þann hlut að skrifa ævisögu hans. Samt skal þess aðeins getið, að hann var fæddur í Öxney og átti þar heima til dauðadags. Víð- förull mun hann ekki hafa verið öðrum bændum fremur, en þó var ævi hans viðburðarík og víst að sumu leyti ströng, en á því kunna aðrir betri skil. Þetta eiga aðeins að vera örfá kveðjuorð. Þótt báðir værum við Jónas eyja menn, áttum við a'ldrei heima í sama hreppi og vorum aldrei ná- grannar. Á manndómsárum okk- ar var löng leið milli Suðureyja og Vestureyja á Breiðafirði, og vísast er hún ekki styttri í dag. Sá ég því Jónas ekki fyrr en ég var kominn yfir miðjan aldur, orð- inn samsýslungi hans — Snæfell- ingur. En hann vakti brátt athygli oiína, þessi gervilegi maður. Hár og þrekinn, fríður sýnum og yfir- bragðsmikill, svo hvarvetna þar se-m hann fór, var eftir honum tek- ið. — Kona hans var E'lín Guð- mundsdóttir frá Munaðarhóli, en bún lézt 1928. Og gaman va1: að sækja Jónas heim í Öxney. Þar skorti ekki gest risni né umræðueíni við hæfi þess er að garði bar. Og þannig stýrði Jónas ræðúnni, að hann blandaði ævinlega saman gamm og aivöru, svo oftast var unun á að hlýða. — Síðast heimsótti ég Jónas í sum- ar, ásamt nokkrum gömlum grönn um hans. Átti hann þá einn heima í eyjunni, en bjó þá dagana með ' tveimur ungmennum, sem mig minnir að væru barnabörn hans. ' Hann var glaður og reifur að , vanda, og ekki stóð á góðum veit- , ingum og annarri gestrisni. En þó sýndist mór elli kerling vera að ’ nálgast hann hröðum skrefum, enda árin nokkuð mörg að baki. , Honum var nokkuð þungt um and- MINNING

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.