Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 5
miðast hvorki við fjöll inó saö, jafnv'el ekki vetrarhrautir í yzti firrð, heidur andardráttinn <] brjósti guðs að verða þessi tær söngur á vörum lífsins, hafandi á valdi sínu tima og eilffðir. Ég sé þig, systir mín, og ég heyri þig taka undir þennan ómót- stæðilega söng, fagnandi bjarta —• meira að starfa guðs um geirn. Við sjáum þig öH, ástvinir Þín- ir á jörðu. Okkur verður þú ávallt ljós og líf. Maja. t Vatnalilja, svo hrein og heið, hvíslarðu á iðandi bárum: Til ljóss og frelsis allt finnur leið, þótt fætt sé í tárum, fætt í flóði af tárurn. Þessar Ijóðiínur komu mér ó- sjálfrátt í hug, er ég heyrði and- látsfregn vinkonu minnar, Ástríð- ar Skagan, er lézt á sjúkrahúsi í London einmitt í þann mund, er jólahátíðin var að ganga í garð. Erfitt fannst niér að trúa því, að hún, sem enn var í blóma lífsins, fojört og glæsileg, væri horfin af þessi tilverusviði. Mér varð hugsað til foreldra hennar og systur, sem á sjáifum jólunum fengu sorgina í heimsókn. Ég var þess þó fullviss, að kær- leikurinn, ásamt öruggri trúar- vissu, mundi lifa í hjörtum þeirra og gefa þeim styrk. Og minning- in um elskaða dóttur og systur verða þeim sem bjart Ijós og blómailmur. — Er leiðir okkar Ástríðar lágu fyrst saman, mun hún hafa verið um það bil 17 ára og langt kom- in með nám í Kvennaskóla Reykja- víkur. Við hjónin heimsóttum þá stundum foreldra hennar, þau frú Sigriði Jenný Gunnarsdóttur Skag an og sr. Jón Skagan og eldri syst- ur hennar, Maríu. En þau bjuggu há á Sólvallagötu 54, Reykjavík. Var heimili þeirra fagurt og srnekk legt og þekkt fyrir einstaka gest- risni og greiðvikni. Astríður var gædd yndisþokka ®sskunnar, með bjarta lokka, ával- ar kinnar og gáfuleg, spurul augu. kom fljótt í ljós við nánari kynni, að ský hafði dregið fyrir sólu á heiðbjörtum vorhimni æsk- hnnar. Þau skuggaský voru vafa- ÍSLENDINGAÞÆTTIR laust runnin frá álhyggjum vegna þungrar vanheilsu systur hennar bg móður. En vegna veikinda þeirra lagðist umsjón heimilisins um skeið að nokkru leyti á henn- ar ungu herðar. Sjálf var hún ekki heilsusterk, var ávallt höfuð- veil. Hún hafði sem barn fengið slæma mislinga og hlotið höfuð- meiðsli. Þá átti fjölskyldan heima á Bergþórshvoli í Landeyjum, en þar var faðir hennar, sr. Jón Skag- an, þjónandi prestur um úmlega 20 ára skeið. Þar, á þeim sögu- fræga stað, fæddist Ástríður og ólst upp til 11 ára aldurs. Var hún fjölskyldu sinni mjög hjartfólgin, -sannarlegur sólargeisli á heimilinu, elskulegt barn, fríð sýnum, glaðlynd og hjartáhrein. Snemma bar og á mjög góðum námsgáfum hjá henni, ásamt smekkvísi og ’listfengi. Haustið 1944 fluttist Ástríður með for- eldrum sínum til Reykjavíkur og stundaði nám af mikilli samvizku- semi og dugnaði, þótt hún væri heilsutæp. Má geta þess í því sam- bandi, að er hún lauk barnaprófi frá Melaskólanum í R.vik vorið 1947, hlaut hún hæstu einkunn af öllum í skólanum. Einnig fékk hún háa 1. einkunn, er hún nokkr- um árum s;ðar lauk prófi úr Kvennaskóla R.víkur. En um það leyti geklc hún eigi heil til skóg- ar eins og komizt er að orði. Og þess vegna hvarf hún til London rúmlega tvítug til þess að leita sér lækninga. Um hríð vann hún jafnframt á einkaheimili og á sjúkrahúsi þar í borg. Heilsa henn ar batnáði og lífsþrótturinn jókst. Ástríður vildi >af alhug rétta þreytt um og þjáðum hjálpandi hönd og margir eru fótsárir i mhljóna- borgunum. Ég hygg, að samúðareðli henn- ar hafi örvað hana til þeirrar ákvörðunar að læra fótaaðgerðir og innleggjasmíði við London School of Chiropaty. Þar stundaði hún nám árin 1957—‘60 og lauk þaðan prófi með lofsamlegum vitn isburði. Við þann sama skóla var hún síðar aukakennari í 6—7 ár. Er Ástríður -hafði lokið prófi, sótti hún um sjálfstætt starf á íótaað- gerðastofu, er var lýst laust til umsóknar hjá hinu hemiskunna fyrirtæki Harrods í London. Um- sækjendur voru margir, en hún, sem var eini útlendingurinn. hlaut starfið. Þar hafa vafalaust ráðið úrslitum ágætiseinkunnir hennar og meðmæli frá skólastjóra og kennurum, er hún nam hjá. Starf sitt stundaði hún af alúð og sam- vizkusemi eins og allt, sem hún fékkst við. Starfaði hún hjá Harr- ods samfleytt síðastliðin 9 ár og var vissulega vel metin af öllum, og eigi sízt sjúklingum sínum. Enn hverfur hugurinn aftur í tímann til ungu, bjartleitu stúlk- unnar á Sólvallagötu 54. Addý var hún kölluð af vinum sínum. Oft heimsótti hún okkur Grétar í Ingólfsstræti 22, og eitt sinn dvaldi hún á heimili okkai um hríð. Iíafði hún yndi af að hlýða á erindi og ræða um þau mál, sem fremur tilheyra anda en efni. Var þá oft spjallað og spurt um alla heima og geima. Hópur æskufólks var um þær mundir oft hjá okkur. Var þá stund um leikið á létta strengi. Addý var að eðlisfari glaðlynd, og gat séð broslegu hliðarnar, ef svo bar undir og hlegið hjartanlega. En stundum var sem lífið væri henni erfið ráðgáta. Hún og María syst- ir hennar hugsuðu og lásu mikið. Þær langaði til þess að skyggnast bak við yfirborð hlutanna og leita örlagarakanna. Þær hneigðust að andlegum viðhorfum, voru leitandi og spyrjandi og þráðu að fá skýr svör við lífsgátunni. Gáfur voru skarpar og báðar voru þær syst- ur rökvísar í hugsun. Hjá gáfuðu fólki, sem gætt er bæði innsæi og skilgreinandi hugs un, geta stundum orðið árekstrar hið innra. Og hafi það ungt að árum hlotið erfiða lífsreynslu er eðlilegt að það spyrji: Hvers vegna? Og til hvers er þetta allt? Og stund um finnst fólki, að það fái engin 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.