Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 9
Búskap hófu þau að Reyni í Innri-Akranesshreppi, og bjuggu í>au þar eitt ár, og fluttust þá að Lambhaga. Hann var oddviti sveitar sinnar um árabil, og nafði svo fagra rithönd að rómað var. Prágangur allur á sveitarreikning- um og öðrum skjölum hreppsins til fyrirmyndar talin. Þau hjónin Gísli og Þóra eign- uðust 8 mannvænleg börn. Margrét var næstelzt af sín- um systkinum, hún fæddist 27. apríl 1909. Þegar hún var 17 ára varð hún fyrir þeirri þungu raun, að systir hennar sem var tveimur árum yngri lézt. Systurmissinn tók hún mjög nærri sér, því þær voru mjög samrýndar í leik og starfi. Um tvítugsaldur fór hún að stunda vinnu á Akranesi og dvald- ist þar langtímum, þar til hún flutt ist til Reykjavíkur árið 1938, og þar vann hún að mestu sitt ævi- starf. Margrét aflaði sér réttinda sem útlærð saumakona og stundaði þessa iðn meðan kraftar entust, fyrst hjá fyrirtækjum i borginni, og síðar tók hún verkefnin heim til sín og vann að þeim þar. Mestan hluta ævi sinnar var hún mjög heilsuveil, og leitaði sér lækninga við sjúkdómi sínum, með- al annars í Enslandi og Danmörku. Það var okkur vinum hennar undrunarefni hverju hún gat af- kastað þrátt fyrir heilsuleysi. Til marks um hvað hún var einbeitt og ákveðin, að hverju sem hún gekk, má geta þess, að hún lagði í það þrekvirki ásamt systur sinni að kaupa sér íbúð að Bergstaða- stræti 50. Þar átti hún heima æ síðan, eða þar til hún að síðustu varð að fara á sjúkrahús, og dvelj- ast þar unz yfir lauk. Margrét var fríð sýnum og bjart yfir svip hennar. Þótt á seinni ár- um bæri útlit hennar þess vott, að hún gekk ekki heil til skógar. þá mátti alltaf lesa út úr svip henn- ar heiðrfkju hugans. Gísli yngri í Lambhaga, elns og hann var oftast ballaður fæddist 18. aprfl 1910. Eins og þá var títt, fór hann strax og hann hafði getu til, að vinna fyrir sér. Okkar kynni hóf- Ust fyrir alvöru, þegar við unn- um við sama bát á Akranesi i uokkur ár. Síðan skildu leiðir þótt feunningsskapur okkar héldist æ — c ÍSLENDINGAÞÆTTIR síðan. Eftir að hann hætti að vera háseti á fiskibátum, þá vann hann algenga verkamannavinnu og lengst af hjá H.B. og Co á Akra- nesi. Árið 1958 urðu þáttaskil í lífi hans. Þá gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Hólmfríði Björgvinsdóttur frá Krossanesi í Þistilfirði, sem er hin ágætasta kona. Hún minnir mig mjög á móð ur Gísla og þeirra systkina, með sínu hægláta fasi og prúðu fram- komu. Þau hjónin eignuðust fjögur mannvænleg börn, sem heita: Rún ar, Þóra, Gísli og Ómar Björgvin. Gísli og kona hans fluttu til Reykjavíkur vorið 1965. Þau keyptu sér þar íbúð, og hann stundaði byggingavinnu, frá því hann kom til Reykjavíkur, þar til að hann úr starfi sínu var skyndi- lega burt kallaður „meira að starfa guðs um geim“. Það var sama hver var vinnu- veitandi Gísla, þeir sáu fljótt að þar fór rnaður, sem af trúmennsku rækti sitt starf, og þeir gátu fylli- lega treyst, og sú vinna sem hann tók að sér, var unnin fljótt og unnin vel. Meðan Gísli átti heima á Akra- nesi, en þangað flutti hann sitt lögbeimfli nálægt áramótum 1947 —48, var hann í öllum sínum frístundum að sumrírm upp í Lambhaga. Þetta sýnir bezt þau tengsli sem bundu hann jörðinni, þótt aldrei legði hann í það, að hefja þar búskap. Þau systkinin Margrét og Gísli voru frekar hlédræg og þó eink- um hún, en í fámennum hópi nutu þau sín betur, þá gátu oft flogið hnittin svör og setningar, því að þau höfðu bæði góða greind svo sem þau áttu kyn til, og því gæti ég trúað, að Gísli hafi verið lík- ur föður sínum í því, að meta að verðleikum gamlan fróðleik, en faðir þeirra var duglegur að halda slíku til haga. Magga, eins og þú varst ævinlega kölluð í vina hópi, og Gísli, ég þakka ykkur báðum innilega fyrir samverustundirnar á lífsleiðinni, það er hverjum manni hollt og hef- ur göfgandi áhrif, að kynnast manneskjum eins og þið voruð. Öllum ástvinum og systkinum ykk ar votta ég mína dýpstu samúð. 22. desemiber 1969. JM„ f

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.