Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 10
MINNING Björg Soffía Jónsdóttir FYRRUM HÚSFREYJA Á BREIÐ ’ „Hvað er Hel —? ' öllum ldkn, sem lifa vel, engill, sem til ijóssins leiðir, ljósmóðir, sem hvílu reiðir, sólarbros, er birta él, heitir Hel.“ M.J. 1 Björg Soffía Jónsdóttir var fædd á Hóli í Tungusveit 23. nóv- ember 1897, en andaðist í Sjúkra- i húsi Skagfirðinga á Sauðárkróki ' 1. janúar 1970 og var til grafar borin í Goðdalakirkjugarði 10. ’ sama mánaðar að viðstöddu fjöl- ' menni. Hún var dóttir hjónanna Margrétar Björnsdóttur og Jóns Jcfnssonar. Þau Hólshjón voru bæði af merkum skagfirzkum ætt- um, kusm að ráðdeild, dugnaði og forsjálni, héldu velli í harðæri, •þegar sumir gáfust upp og leituðu burt til að sjá sér og sínum far- borða. Árið 1917 giftist Björg Guð- mundi Eiríkssyni í Sölvanesi, val- inkunnum sæmdarmanni. Þau höfðu byrjað þar búskap 1915 og , bjuggu þar til 1919, að þau fluttu i að Litladalskoti, og þar bjuggu ' þau í 5 ár. Þaðan fóru þau búferl- ! um að Breið 1924 og tjölduðu ekki • til einnar nætur, því þar bjuggu 1 þau í 37 ár. ' Þegar aldur færðist yfir þau ’ Breiðarhjón, Björgu og Guðmund, drógu þau saman seglin, fækkuðu ■ bústofni og fluttu að Breiðargerði og bjuggu þar síðan. Þaðan lagði Björg upp í síðustu ferðina, fyrst til stuttrar dvalar í sjúkrahúsi og þaðan í kirkjugarðinn, þar sem hún nú hvílir meðal margra ' fr^jnda og vina. Þau Björg og Guðmundur eign- uðust tvö börn, Jórunni, húsfreyju í Steintúni, og Jón, bónda á Breið. Auk þess ólu þau upp að nokkru tvö fósturbörn, Ester Guðmunds- dóttur, frænku Bjargar, og Sigurð ! Kristjánsson, bróðurson Guðmund • ar. Foreldrar mínir byrjuðu búskap á Sveinsstöðum 1904. Hóll er næsti ■ bær fyrir sunnan Sveinsstaði og ' er stutt bæjarleið á milli, mæid 10 1 skrefum, en svo var einnig í öðr- um skilningi, því góð vinátta var í milli hemilanna og hefur svo verið til þessa. Stutt er líka að Breið, sem er litlu sunnar en Hóll. Þar bjó Björg lengst og var því nær alla ævi í næsta nágrenni við Sveinsstaði. Þess er nú gott að minnast, er leiðir skilja. Björg á Breið var kona vel greind. Bókhneigð var hún, las mikið bækur og blöð og fylgdist því vel með því, sem var að ger- ast. Hún var alin upp á góðu og traustu heimili, þar sem hinar fornu dyggðir, dugnaður, fyr- irhyggja, hagsýni og hófsemi, — sem bezt höfðu dugað þjóðinni í aldanna rás — voru í hávegum hafðar. Þær hinar fornu dyggðir fylgdu Björgu á Breið til æviloka. Björg var prúð í framgöngu, hlédræg og frekar sein til kynna, en vinföst svo af bar. Hún hafði ríka samúð með þeim, sem stóðu höllum fæti í Hfsbaráttunni. Um Margréti á Hóli, móður hennar, segir í Skagfirzkum æviskrám: „Raungóð var hún og vék þeim, sem erfitt áttu.“ Þetta hygg ég engu síður bafi átt við Björgu dóttur hennar. Eins og áður er getið, var Björg lengst ævi sinnar í næsta nágrenni við Sveinsstaði. Góð vinátta tókst með móður minni og henní, og vel er mér kunriugt ,að sú vinátta var móður minni mjög mikils virði og entist meðán báðar lifðu. Ég, sem. þessar línur rita, átti því láni að fagna að njóta alla tíð velvildar og vináttu þeirra Breiðarhjóna, og þess er skylt að minnast og ljúft að þakka. Gestrisnl var mikil á heimili þeirra hjóna, jafnan gott með þeim að vera og blanda við þau geði. Björg var heimakær og gerði ekki víðreist um dagana. Heimi'ið var henni allt. Þar var hennar starfs vettvangur og þar vann hún verk sín af trúmennsku og óþrotlegri umhyggju fyrir eiginmanni og börnum. Hún átti við vanheilsu að stríða hin seinni ár og varð þess vegna að dvelja í sjúkrahúsi um tíma nokkrum sinnum. Mér er í minni, er ég eitt sinn heimsótti hana í sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Hún kunni vel að meta dýrmæta læknishjálp og ágæta hjúkrun, en samt var það efst í huga hennar að komast sem fyrst heim. Heima undi hún sér ávallt bezt. Björg var mikil trúkona, trúði á guðlega forsjón og handleiðslu. Hún unni landi sínu, héraði og heimabyggð. Að erfð og uppeldi var hún ósvikin dóttir hinnar skag- firzku byggðar. Með þessum fáu og fátæklegu orðum vil ég votta hinni látnu sæmdarkonu virðingu og þökk fyrir trausta vináttu á liðnum tíma. Þá vil ég og fyrir hönd okkar hjónanna færa eftir- lifandi manni hennar, börnum þeirra og venzlafólki öllu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þó að mannvit og snilli rísi nú hátt, nær það ekki nema að landamærum lífs og dauða. Þegar þangað kemur, er gott að trúa með séra Matthíasi, að dauðinn sé „öll- um líkn, sem lifa vel“ Sé svo, er ég viss um, að hin burtsofnaða vinkona mín verður leidd — af góðum englum — til ljóssins á landinu ókunna hinum megin við gröf og dauða. Guð gefi henni mú raun lofi betri. Sigurður Egilsson, frá Sveinsstöðum. ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.