Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 12
I MINNING HÁLFDÁN HELGASON, BIFREIÐASTJÓRI Á B.S.R. Fæddur 8. jóní 1916. Dáinn 8. desember 1969. Hve sæl, ó hve sæl, er hver leikandi lund! En lofaðu engan dag, fyrir sólarlagsstund. (M.J.) Þessar ljóðlínur urðu mér ofar- lega í huga, þegar mér barst til eyrna andlátsfregn starfsbróð- ur míns Hálfdáns Helgasonar. Hann sem glaður og hress hafði umgengizt starfsfélaga sína kvöld- ið áður, auðnaðist ekki með nýj- um degi að hefja dagsverk á með- al okkar. Hann var kallaður burt frá ást- vinum og samstarfsnrönnum, kall- aður til nýrra starfa og æðra lífs. Sláttumaðurinn mikli hefur ver- ið þunghöggur í hóp bifreiðastjór- anna á B.S.R. Á síðastliðnum fimm tán mánuðum hafa þrír legið í valnum, allt menn á bezta aldri. En það þýðir ekki að deila við dómárann mikla. Hálfdán fæddist á Litla-Kollabæ í Fljótshlíð, 8. júní, 1916. Ungur fluttist hann að Deild í sömu sveit og ólst þar upp. Fram til ársins 1941 vann hann við öll algeng störf í heimasveit sinni, en eftir það fluttist hann til Reykjavíkur og hóf akstur á B.S.R. og vann þar til hinztu stundar. Um svipað leyti og hann flutt- ist til Reykjavíkur hóf hann bú- skap með konu sinni Dagbjörtu | Jóhannesdóttur, eignuðust þau fimm börn, það elzta er gift en ; yngsta fimm ára að aldri. Einnig ól hann upp eina stjúpdóttur. Leiðir okkar Hálfdáns lágu fyrst saman fyrir nær tuttugu og tveim J árum, en frá þeim tíma höf- ' um við starfað saman á B.S.R. | Kynni mín af þessum heiðurs- manni hafa öll verið á eirnn veg. Milli okkar var góð vinátta sem enginn skuggi féll á. Hann var traustur og góður samferðamaður, hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmáí um og félagsmálum, fylgdi skoð- unum sínum vel úr garði, án þess að kveða upp harða dóma í garð þeirra sem hann deildi við. Hann var eðlisgreindur, sann- gjarn, athugull og hógvær og brást ekki því trausti, sem honum var sýnt. Dulur var hann að eðlisfári og hlédrægur. Kvartaði ekki þótt móti blési, hann var ekki heilsu- hraustur og gekk ekki alltaf heill tii skógar. Bjartar minningar um góðan dreng er veganesti sem aldrei þrýt ur. Hálfdán var mjög handlag- inn maður og hefði getað orðið góður smiður í einhverri iðngrein ef hann hefði getað helgað sig slíku starfi, en slíkt lá ekki laust fyrir á uppvaxtarárum hans. Mik- inn áhuga hafði Hálfdán á knatt- spyrnu og einnig á öðru íþrótta- Mfi, enda var hann tíður áhorf- andi á vellinum. Hann gladdist innilega af sigr- um en kunni Mka að tapa. Hálfdán var góður söngmaður og naut þess að taka lagið í góðvinahópi. Á vængjum ljóðs og lags sveif hug- ur hans í æðra veldi. Þegar stofnaður var karlakór B. S.R. fyrir nokkrum árum var hann sjálfkjörinn einn af stofnendum hans. í kórnum sýndi hann mikla árverkni og áhuga og er hans nú saknað sárt af söngfélögum. Þar er skarð fyrir skildi, sem vandfyllt mun verða. Hálfdán hafði gaman af að ferð- ast og skoða landið á fögrum sum- ardegi. Tvisvar lágu leiðir okkar saman í hópferðum. Eitt atriði úr annarri ferðinni er mér sérstak- lega minnisstætt, en sú ferð var farin inn í Þórsmörk. Hópurinn hafði gengið upp á hæðarbrúnina ofan við Húsadalinn, litast þar um góða stund en haldið siðan til baka. Við urðum síðastir við Hálf- dán og dvöldum lengur á brún- inni. Þá sá ég þennan félaga minn í alveg nýju Ijósi, nú varð honum létt um mál. Hann fór að útskýra fyrir mér allan fjallahringinn hvert sem litið var, hverja gnípu, hvern tind, hvern hnjúk og hvert fell, hér þekkti hann allt, því að nú var hann kominn á heimaslóðir. Svipur hans var allur svo hýr og bjartur, hversdagsgríman féll til hliðar, hér fékk innri maðurinn mál. Við krupum niður og hann fór mjúkum og mildum höndum um blómin og gróðurinn. Mörkin hefur upp á mikið að bjóða, ilm- andi blágresi, angandi birki, þar sem þrösturinn hoppar grein af grein, sæll og glaður í þessari ís- lenzku paradís. Tveir fullorðnir menn, urðu aft- ur litlir drengir, gagnteknir af feg urð náttúrunnar, gróskunni og gróðrinum, en síðan var haldið niður í Húsadalinn aftur og sam- einast hópnum á ný. Morguninn 12 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.