Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 15
MINNING Sigurður Kristjánsson, Hrísdal Fæddur 5. október 1888. Dáinn 19. september 1969. 27. september einn bjartasta dag óþurrkasumarsins var saman kominn mikill mannfjöldi a3 Hrís- dal í Miklholtshreppi. Tilefnið var að kveðja látinn héraðshöld Sig- urð Kristjánsson bónda þar, vin- sælan og vinamargan, þekktan Snæfelling. Jarðarför hans fór fram frá Fáskrúðarbakkakirkju sem varla rúmaði þann stóra hóp, sem vildi kveðja hinn aldna heið- ursmann hinztu kveðju. Haustlitir sveitarinnar minntu á fallvaltleikann og gerði þessa at- höfn áhrifaríkari. Slík bústaða- skipti teljast ávallt til tíðinda vandamönnum og sveitungum jafn vel þó þau komi ei á óvart. Sigurður fæddist á Hjarðarfelli á Snæfellsnesi og ólst þar upp til fullorðinsára, en þar hefur föður ætt hans búið nær óSlitið í 170 ár. Kristján faðir hans bjó þar til dauðadags góðu búi. Hann dó 1894 aðeins 41 árs gamall. Kristján var sonur Guðmundar bónda á Mið- hrauni í Miklaholtshreppi Þórðar- sonar á Hjarðarfelli Jónssonar. Þórður fæddist á Hömrum í Eyr- arsveit og flutti um 1800 að Hjarð- arfelli, bjó þar yfir 40 ár og kom upp stórum barnahópi. Er hann forfaðir fjölmennra ættbálka um Snæfellsnes og víða um land, svo og vestan hafs. Móðir Sigurðar var Elin Árna- dóttir frá Stafholti Magnússonar frá Bjargarsteini Jónssonar kunn- rar borgfirzkrar ættar. Elín missti ung föður sinn og ólst upp á því merka heimili Gfímsstöðum á Mýr- um til fullorðinsára. Flutti hún þá að Laxáfbakka í Miklaholtshreppi, sló sliöku við. Minningar um hann eru allar á sama veg og þær er gott að eiga. Ástvinum hans votta ég samúð mlína og minna. Björn Haraldsson. þar sem móðir hennar var ráðs- kona hjá Guðmundi Guðmunds syni. Hennar beið þó annað og meira hlutverk en heimasætudvöl þar. Eins og fyrr var sagt bjó Kristj- án Guðmundsson á Hjarðarfelii. Fyrri kona hans var Sigríður Jóns- dóttir frá Eiðhúsum Hreggviðsson ar. Voru þau hjón að öðrum og þriðja að frændsemi. 1886 höfðu þau eignast 5 börn og voru 4 þeirra á lífi. 3. ágúst það ár var fyrsti örlaga og sorgardagur 1 lífi þessarar fjölskyldu og hefur síra Árni Þórarinsson lýst honum eft- irminnilega í æviþáttum sínum, skráðum af Þorbergi Þórðarsyni. Þann dag andaðist Sigríður af barnsförum hálffertug að aldri, og dó barnið líka. Elín Árnadóttir tók heimilið að sér sem ráðskona, og stuttu síðar giftust þau Kristján. Hjónaband þeirra var farsælt en stutt, aðeins 6 ár, því Kristján andaðist 2. febrú ar 1894 eins og áður er sagt. Höfðu þá bætzt 3 börn í hópinn. Hafði Elínu verið vandi á hönd- um er hún tók að sér stórt heim- ili Kristjáns, var hann öllu meiri nú, er hún var orðin ekkja með 3 börn og 4 stjúpbörn. Þetta voru erfið ár en fjölskyldan var sam- hent og Guðrún systir hennar veitti henni mikla hjálp. Til Elín- ar réðst sem ráðsmaður Erlendur Erlendsson frá Fáskrúðarbakka. Þau giftust síðar og eignuðust 3 börn, sem öll komust upp. Sorg- lega fljótt kom þó skapadægur þeirra hjóna, því Elín andaðist 1901. Tók þá Guðrún við uppeld- ishlutverki systur sinnar þar til Erlendur andaðist 1906. Varð hann úti á Kerlingarskarði í mannskaða- byl, ásamt landpósti sem hann var að fylgja til Stykkishólms. Guð- bjartur elzti sonur Kristjáns tók nú við föðurleifð sinni, og forsjá þess stóra systkinahóps, sem á stuttum tíma hafði misst tvenna foreldra sína. Öll komust þau börn upp og urðu atorku og mann- kostafólk. Foreldramissirinn gerði þau samheldnari þar sem þau eldri gerðust uppalendur þeirra yngri, og lagði Sigurður þar sitt af mörkum. Bernska hans og upp- vaxtarár voru vissulega óvenjuleg og áfallasöm. Þó var síður en svo að hann væri kalinn á hjarta upp- eldislega séð. Samhugur og sam- hjálp fjölskyldunnar reyndist honum gott veganesti og þau gagn kvæmu tengsl frændrækni og vin- áttuhafa verið sterkir eðlisþættir þessara systkina alla tíð. Hálfsystkini Sigurðar sam- feðra voru: Guðbjartur kvæntur Guðbröndu Guðbrandsdóttur úr Ólafsvík. Hann bjó á Hjarðarfelli til dauðadags. Meðal barna hans er Gunnar form. stéttarsambands bænda, sem nú býr þar ásamt sonum sínum. Teodór dó ungur. Alexander drukknaði tvítugur í Ólafsvík. Teó- dóra gift Þorkeli Guðbrandssyni Ólafsvík síðar 1 Reykjavík d. 1962 Stefán vegaverkstjóri Ólafsvík, kvæntur Svanborgu Jónsdóttur d. 1968. Alsystkini Sigurðar voru: Þórð- ur bóndi á Eiðhúsum og síðar á Miðhrauni kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Hann dó í janú- ÍSLENDINGAÞÆTTIR ' 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.