Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 17
 MINNING Vilhjálmur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hinn 14. desember s.l. andaðist í Landspítalanum ViHhjálmur Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Síld flrverksmiðja ríkisins, rúmlega fimmtugur að aldri. Hann Ihafði legið rúmfastur frá því í ágústmánuði sl. Ástvinir hans og vinir töldu að hann hefði verið heimtur úr helju — og batavon og heimferð til jólafagnaðar í faðmi fjölskyldunnar væri framundan — en það fór á annan veg. Lagt var af stað, en í aðra og lengri ferð. Skólabræður Vilhjálms og nánir samstarfsmenn hafa minnzt hans á verðugan hátt, engu að síður bið ég nú íslendingaþætt- ina fyrir fátæklega vinarkveðju og um að varðveita mynd hans, sem mun verða öllum þeim, er kynnt- ust honum minnisstæð fyrír margra hluta sakir. Vilhjálmur Guðmundsson fædd- ust 4. júní 1918, árið sem frelsis- draumur þjóðarinnar rættist. Allt frá aldamótunum hafði þjóð in verið að sækja fram á flestum sviðum Þjóðlífsins. Hún átti á þess- um árum forustumenn, sem ýmist hvöttu til dáða með orðsins brandl eða stóðu mitt í eldlínunni, þar sem ung þjóð barðist hetjubaráttu fyrir tilveru sinni og frelsi. í þessum hópi voru meðal ann- arra foreldrar Vilhjáhns, Guð- mundur Finnbogason, Landsbóka- vörður og kona hans, frú Laufey Vilhjálmsdóttir, bæði þjóðkunn. Heimili eirra var sannkallað menningarheimili og börn þeirra þóttu öðrum freniri sakir háttvísi og manndóms. Bernsku og æskuár Vlhjálms Guðmundssonar liðu eins og ljúf- ur draumur. Góðir foreldrar, syst- kini, gáfur og hreysti var uppi- staðan í lífi hans þessi ár, en ívafið dugnaður, skyldurækni, hógværð og glaðværð. Vilhjálmur Guðmundsson lýkur öllum prófum í skólum með ágæt- um. Hann heldur til Kaupmanna- hafnar á þritugsaldri og lærír efna verkfræði. Þann 11. apríl 1942 kvæntist hann Birnu Halldórsdótt- ur. Foreldrar hennar voru hjónin frú Sigríður Hallgrímsdóttir og Halldór Guðmundsson, útgerðamað ur í Siglufirði, er rak þar umfangs- mikinn atvinnurekstur og verzlun. Eftir heimkomuna frá Danmörku 1945, vann Vilhjálmur að efnarann sóknum við Háskóla íslands, en 1948 þegar ákveðið var af stjórn Síldarverksmiðja rikisins að ráða tæknilegan framkvæmdastjóra að verksmiðjunum varð hann fyrir valinu. Ég átti þá sæti í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins og næstu ár á eftir, kynntist ég Vilhjálmi því allnáið. Vilhjálmur Guðmundsson var sérstakur persónuleiki 0;g ógleym- anlegur þeim er þekktu hann. Þeg- ar ég hugsa um þessar fullyrðing- ar mínar og sterku liti í þeirri mynd, sem mig langar að draga upp af honum látnum, þá spyr ég sjálfan mig, hvað bar hæst í fasi hans og fari? Fyrst vil ég telja þann dugnað, fáguðu íramkomu og hógværð, sem honum var í blóð borin og bar snemrna á í lífi hans og áður er að vikið í sambandi við æskuheim- ili hans. Allir þessir kostir entust honum til hinzta dags og skyldu- ræknin var hans aðalsrnerki alla tíð. Það er erfitt að veita stóru fyr- irtæki forstöðu fyrir einn mann, hvað þá tvo. Þegar ákveðið var að fjölga um einn framkvæmdastjóra við Síldarverksmiðjur ríkisins, þá gætti nokkurs kvíða a.m.k. hjá mér, sökum þess, að mér var ljóst að rekstur fyrirtækisins færi^að öðr-' um þræði verulega eftir því hvern- ig samvinna tækist milli fram- kvæmdastj óranna. Það varð liapp Síldarverksmiðja ríkisins, að einlæg og góð sam- vinna tókst með hinum nýja tækni- lega framkvæmdastjóra og viðskipta framkvæmdastjóranum, sem fyrir var, Sigurði Jónssyni. Sú samvinna var til fyrirmyndar og þeir stýrðu siglingu þessa stór- fyrirtækis með sóma, þó að oft væri úfinn sjór og krappur. Þegar Vilhjálmur Guðmundsson tók við starfi sínu ýijá S.R.. blöstu ótal verkefni við. Á þessum árum vann hann að byggingum verk- smiðjanna á Seyðisfirði og Reyðar- firði, endurbótum á verksmiðjun- um sem fyrir voru í eigu S.R., svo og að byggingu og skipulagi Hraðfrystihúss S.R. og síldarniður- ísuðuverksmiðju ríkisins. Nokkru eftir að hann hóí störf hjá S.R. gerði hann áætlun um stöðvarbyggingu í þeim tilgangi að vinna kjarna og mjöl úr sildarsoði verksmiðjanna, er hafði áður runn- ið til sjávar engum til gagns ára- tugum saman. Síðar sá hann þessar áætlanir verða að veruleika. Haldið gæti ég áfram að telja hér upp ótal verkefni önnur, sem Vil- hjálmur vann í þágu S.R. á þessum árum en læt hér staðar numið. Vilhjálmur Guðmundsson var sam- vinnuþýður en þó ákveðinn for- stöðumaður umfangsmikilla frani- kvæmda. Hann átti til að bera rík- an viljastyrk og gat sýnt hörku • þegar þess þurfti með, en í enn ríkara mæli beitti hann þó lágni. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.