Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 20
MINNING Þorlákur Stefánsson bóndi á Svalbarði Þorlákur Stefánsson fæddist á Efri Hólum í Núpssveit 28. ágúst 1892, og lézt á heimili sínu á Sval- barði í Þistilfirði 12. des. s.l. Foreldrar hans voru Stefán Þór- arinsson bóndi á Efri Hólum og. kona hans Guðrún Guðmunda Þor- láksdóttir ættuð úr Þistilfirði. Stef án lézt árið 1898 úr lungnabólgu, sem í þann tíð dró margan til dauða, fyrir aldur fram, aðeins 28 ára gamall, frá fimm ungum börn- um þeirra. Foreldrar Stefáns, Þór- arinn bóndi Benjamínsson og kona hans Vilborg Sigurðardóttir, (móð ursystir Magnúsar skálds, sem þjóðkunnur varð undir lröfundar- nafninu Örn Arnarson) fluttust um aldamótin með fólk sitt aust- ur að Laxárdal í Þistilfirði, en börn þeirra voru mörg og staðfest ust fjórir synir þeirra þar í sveit, í Laxárdal og Holti, og áttu þar heima til Hoka. Guðrún Guð- munda g i annað sinn, og þá Ólafi bróé... Stefáns, og bjuggu þau lengi í Laxárdal. Þar ólst Þor- lákur upp ásamt öðrum börnum Stefáns og Guðrúnar Guðmundu, en þau voru: Þórarinn, sem lézt á barnsaldri, Vilborg hjúkrunar- kona, Hólmfríður, sem giftist Ólafi Hjartarsyni bónda á Ytra- Álandi og Stefanía, sem nam barna hjúkrun erlendis og hefur lengi stundað hjúkrunarstörf syðra. en hún er nú ein á lífi þeirra syst- kyna. Fjölmennt var á æskuheim- ili Þorláks í Laxárdal og systkina- hópurinn stækkaði, því að móðir hans og stjúpfaðir áttu saman finnn börn, Þóru, Kjartan, Þórar- in og Ófeig, sem eiga heima í Reykjavík og Eggert, í Laxárdai. Átti Þorlákur þar heima fram til þritugs, og vann þar að búi og eignaðist sjálfur bústofn, er stund- ir liðu. Ekki var hann talinn þrek- maður umfram það, sem almennt gerðist, en útsjónarsamur og vannst vel það er hann hafði með höndum eða umsjón með og snyrtimenni í allri búskaparum- gengni. Það hafði móðir hans á orði, hve hann hefði sem elzti bróðir á lífi, verið nærgætinn við systkini sín, og mat hún það mik- ils. Hann fór ungur í bændaskól- ann á Hólum og útskrifaðist það- an vorið 1910. Það sumar stund- aði hann einnig verklegt nám í gróðrarstöð Ræktunarfélags Norð- urlands á Akureyri. Árið 1922 hóf Þorlákur búskap á Ytra Álandi í Þistilfirði og kvænf ist tveim árum síðar Þuríði Vil- hjálmsdóttur frá Ytri Brekkum á Langanesi, mikilhæfri konu, sem varð honum traustur lífsförunaut- ur, og sambúð þeirra með ágæt- um. Þuríður var áður gift Jóni Erlingi Friðrikssyni á Syðri Bakka í Kelduhverfi en missti hann eftir stutta sambúð. Dóttir þeirra, Sig- ríður, var þá enn barn að aldri, er Þuríður giftist aftur, og óist upp eftir það á heimili móður sinn ar og stjúpföður. Þau hjón Þor- lákur og Þuríður eignuðust sam- an fimm syni, sem allir eru nú fulltíða menn. Þeir eru: Mignús húsgagnasmíðameistari í Kópa- vogi, Jón Erlingur tryggingafræð- ingur í Reykjavík, Sigtryggur bóndi og hreppstjóri á.Svalbarði Stefán Þórarinn búv.verkfr. og kennari við Kennaraskólann og Vil hjálmur verkfræðingur hjá Álfé- laginu í Straumsvík. Eftir sex ára búskap á Ytra Álandi fluttist Þor- lákur þaðan áð Svalbarði, sem þá var prestssetursjörð, en þáverandi sóknarprestur sr. Páll H. Jónsson, sem kominn var á efri ár, ákvað um það leyti að setjast að á Rauf- arhöfn, og var prestsetur síðar flutt þangað með lögum • Fékk Þorlákur þá fasta ábúð á jörðinni og keypti hana löngu síðar. Reisti hann þar íbúðarhús úr steinsteypu árið 1937 og hófst handa um aðr- ar umbætur á jörðinni og kom þeim vel á veg, en sonur hans hef ur í seinni tíð lialdið áfram þeim umbótum af miklum dugnaði. Svalbarð er víðlend kostajörð, eins og prestsetursjarðir margar og hef- ur hka verið vel setin, í tíð þeirra feðga. Þorlákur mun hafa komið þangað með gott bú frá Ytra Á- landi, en á Svalbarði gerðist hann einn af fjárflestu bændum héraðs- ins og var efnamaður talinn. Hef- ur þó líklega lagt talsvert í skóla- kostnað, því að þrir synir hans luku háskólaprófi og öll fengu börn þeirra hjóna skólamenntun meiri eða minni, utan héraðs. Eftir að hann kom í Svalbarð gerðist hann áhrifamaður í sveitarmálum, var kosinn í hreppsnefnd árið 1928 og átti þar sæti í 32 ár, en var odd- viti Svalbarðshrepps á árunum 1938—58. Ýmsum öðrum trúnað- arstörfum gegndi 'hann í héraði um lengri eða skemmri tíma. Var m. a í stjórn Pöntunarfélags Þistil- fjarðar og eftir sameiningu félag- anna, i stjórn Kaupf. Langnesinga 1930—47. í stjórn Búnaðarfél. Þist ilfjarðar um áratugi og formaður þess um skeið. Póstafgreiðslumaður 1928 og síðan. Skólanefndarmaður lengi. Formaður lestrarfélags, veiðifélags og fóðurbirgðafélags 20 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.