Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 21
95 ÁRA: BENED1KT KRISTJÁNSSON FRÁ SN/ERINGSSTÖÐUM Benedikt Kristjánsson er einn af þeim mönnum sem getiS verður um í búnaðarsögu landsins. Hann ihefur víða komið við sögu og kom- ið víða við á sinni löngu ævi, og óvallt sýnt mikinn hörkudugnað og mikið þrek, og ávallt reynzt bezt, þegar mest hefur á hann reynt. Hann fæddist að Snæringsstöð- um í Húnavatnssýslu hinn 16. des. órið 1874, og er sonarsonur Kristj- óns ríka í Stóradal. Er sú ætt al- kunn. Ungur fluttist Benedikt norð ur að Grenjaðarstað til föðurbróð- ur síns, séra Benedikts Kristjáns- sonar og fékk þar ágætt upp- eldi, enda Þurfti hann að hafa nægi legt verkefni með höndum, því að þrekið var mikið og áhuginn brennandi. Um tvítugt fór hann í búnaðarskólann í Ólafsdal, og lauk þar námi tveim árum síðar með miklu lofi. Eftir það fór hann aftur heim að Grenjaðarstað og varð nú ráðsmaður á stórbúi frænda síns, og var það verkefni við hans hæfi. Þarna var fjöldi fólks í heimili og mikil umsvif. Þarna fékk hann þá eldskírn, sem kom honum að góðu haldi í líf- inu. Vorið 1899 brá hann á það ráð að flytja til Noregs, til að stunda jþar framhaldsnám í búfræði. En að því loknu gerðist hann ráðs- maður á stórbúum hjá frændum um skeið og átti sæti í sáttanefnd. Kom hann því allvíða við sögu. Hann hafði ákveðnar skoðanir, og var fastur fyrir og öruggur stuðn- ingsmaður þess, er hann hugði til þess fallið að efla landbúnaðinn og sveitabyggð í landinu. Þegar Þorlákur var rúmlega hálffimmtugur að aldri kenndi hann meins, sem leiddi það af sér, að hann varð að gmga undir hol- skurð á LandsspÞalanum í Reykja- vík. Bar sú aðgerð árangur en þó fylgdu henni slík vanheilindi, að eftir það gekk hann varla heili til skógar og var trúlega oítar en ®ienn almennt vissu illa haldinn ®f þeim sökum. Talaði fátt um, en Sekk að störfum cftir þetta um ára ÍSLENDINGAÞÆTTIR okkar þar. í allt var hann sjö ár á Noregsgrund. Einhvern tima á árinu 1905 til- kynnti Jónas Eiríksson, skólastj. á Eiðum, stjórnarnefnd skólans, að hann óskaði að losna við skóla- stjórnina og búið á næsta vori (1906) eftir 18 ára gifturíkt starf. Hann var talinn góður skólastjóri, en átti við margvíslega erfiðleika að stríða. Skólinn var alltaf fátæk- ur af öllum þeim gögnum, sem skólum þurfa að til- heyra, og var því rekinn meira af vilja en mætti, fyrir frábæran áhuga nokkurra Austfirðinga. Þar var fremstur í flokki séra Magnús í Vallanési, sem fjöldamörg ár var aðalmaðurinn í skóianefndinni. Magnús þótti jafnan nokkuð ráð- víkur, eins og miklum hæfuleika- mönnum er títt, en reynslan hef- ur sannað, að ráð hans gáfust oft ast vel. Nú kom það í hlut sr. Magnúsar að ráða nýjan skóla- stjóra. Um Þessar mundir var Jón- as Kristjánsson, sem siðar varð einn af frægustu læknum landsins, héraðslæknir á Fljótsdalshéraði, og varð þegar afar vinsæll. Er fund- um þeirra Jónasar og Magnúsar bar saman eitt sinn umræddan vetur. barst það í tal þeirra á milli, að skólastjóra vantaði að Eið- um, og sennilega hefur Magnús leitað ráða hjá Jónasi í þessu máli. tugi og svo lengi sem kraftar leyfðu. Kom þar fram kjarkur hans og óhlífisemi við sjálfan sig. Oftar þurfti hann að leita lækna syðra og síðustu árin var hann mjög farinn að heilsu. Hann lifði rúmlega sjö ár hins áttunda tugar Með Þorláki á Svalbarði er til moldar genginn svipmikill at- hafnamaður úr tímamótakyn- slóð bændastéttar, og dagsverk hans var mikið. Ég minnist hans með þökk m.a. fyrir tryggð hans við sameiginleg áhugamál okkar, og ég minnist Þess, að gott var að koma til Þeirra Þorláks og Þur íðar á Sval'barði og eiga þar vin- um að mæta. G.G. Jónas sagði þá Magnúsi, að bróðir hans væri úti í Noregi, er Benedikt héti, og hvaðst þegar hafa skrifað honum, og sagt honum frá því, að skólastjóra vantaði að Eiðum. Þetta þótti Magnúsi góð tíðindi. Varð niðurstaðan sú, að annað hvort Magnús eða Jónas komu þvl i kring með bréfaskrifum, að Bene dikt gekk inn á að ráða sig að skól- anum til eins árs til að byrja með, hvað sem um semdist síðar. — Þeg ar þetta var afráðið, hélt Benedikt af stað frá Noregi, og lagði leið sína til Kaupmannahafnar, því að þaðan gat hann fengið skipsferð til íslands. Varð sú ferð Benedikt ærið minnisstæð, því að með skip- inu tóku sér far margir af helztu höfðingjum þessa lands. Þeirra á meðal Hannes ráðherra Hafstein og Guðmundur landlæknir, og ýms ir fleiri. Benedikt var þá aðeins 31 árs, afburða glæsimenni og hef ur því sómt sér vel í hópi þess- ara höfðingja. Hann tók land á Seyðisfirði, og hélt þaðan til Eiða. Nú verður að hafa það í huga, að þetta vor (1906) var eitt hið altra versta sem komið hefur hér á þess- ari öld. Það gerði nefnilega góða tíð á útmánuðum, og var komið gróðurbragð fyrir sauðfé þegar ósköpin dundu yfir. Allt land fór í bólakaf og ófært var um alla jörð, enda oft stórhríðar svo dög- um skipti. Féð þoldi ekki hin vondu hey frá óþurrkasumrinu 1905 og fóðurbætir hvergi til Þetta hafði þær afleiðingar, að í flestum eða öllum sveitum norð- an- og austanlands, féll sauðfé í svo stórum stfl, að annað eins hrun hefur aldrei orðið síðan misl- ingavorið 1882. Ástandið á Eiðum var vitanlega ekkert betra en ann- ars staðar. Og hef ég það fyrir satt, að nýja skólastjóranum hafi hrosið hugur við að taka við stað og búi eins og nú var ástatt. En kjarkur Benedikts var mikill og hann lét ekki bugast. En ekki er ólíklegt, að honum hafi flogið i hug, að hverfa frá öllu saman. En það var ekki líkt honum að hopa á hæl, úr því út í vandann var komið. Hann tók svo við skóla og búj og skilaði öllu af sér með mikilli prýði eftir árið. En svo er að sjá, samkvæmt Eiðasögu, að Bergur Helgason, bróðir Lárusar alþm. á Klaustri, sem taka átti við af Benedikt, hafi ekki verið kom- inn á staðinn, þegar Benedikt var laus. Mun þá sr. Magnús hafa 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.