Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 8
Jósep Hjálmar Jónsson, bóndi á Skógum í Vopnafirði Fæddur 15. ágúst 1901. Dáinn 11. nóvember 1969. Jósep fæddist að Skógum, sonur hjónanna Sigríðar Jósepsdóttur og Jóns Jónssonar sem bjuggu í Skóg- um allan sinn búskap. Sigríður var ættuð úr Vopna- firði, en Jón Skaftfellingur að ætt. Sagt var um Sigríði að hún væri sérstaklega myndvirk. Sneið hún og saumaði allan fatnað bæði peysu föt og annað, ekki einasta fyrir heimilið, heldur og oft fyrir aðra. Þótti hún bæði mikilvirk og vel- virk. Hafð'i hún þó ekki lært hanrt- yrðir nema í foreldrahúsum, eins og þá var títt með flestar ungar stúlkur. Jón var einnig mjög hagur mað- ur. Hann var bæði timbur- og járn smiður, og sérstakt snyrtimenni í allri umgengni. Hestamaður og hafði yndi af hestum. Sat hann hesta rnjög vel, og minnist ég þess, hvað mér fannst hann ridd- aralegur þegar hann var kominn á hestbak. Þau hjón eignuðust 3 börn sem upp komust: Jóna Kristín, býr að Ytra-Núpi ásamt börnum sínum, ekkja eftir Þorgeir Þorsteinsson, sem var Fljótsdœlingur. Sigríður Aðalborgj ógift, var alltaf ráðskona hjá bróður sínum. Jósep Hjálmar, er var yngstur Þeirra systkina. 1907 fór frændfólk Sigríðar til Ameríku og höfðu þau hjónin Sig- ríður og Jón þá ákveðið að fara Hka. Seldu þau bú sitt og voru flutt ofan í Vopnafjörð. En á með- an þau biðu þar skips veiktist Jó- 6ep svo þau hættu við ferðina. Fluttu þau aftur í Skóga og bjuggu þar allan sinn búskap eftir það. Var fyrirhyggja, nýtni og hirðUr eemi sérstakt einkenni á þeirra heimili, ásamt rausn yið gesti og gangandi. í hörðum árum þegar viða var Iknappt um hey var aEtaf sagt að Jón væri vel byrgur fyrir sig, og var þá fremur veitandi en Þiggj- andi. Jósep byrjaði búskap 1929, þá hætti faðir hans, en hann dvaldi hjá Jósep það sem hann átti eítir ólifað. Jósep var sérstáklega mynd- og mikilvifkur smiður, bæði á tré og járn. Einnig var hann söðlasmiður og var það eina iðnin sem hann lærði, hitt kom eins og af sjálfu sér. Verklagnin og hagsýnin virtist honum meðfædd. Hann var mjög greiðugur og var oft leitað til hans eins og gefur að skilja með svo afkastamikinn og hagan mann sem hann var. Hann stundaði söðlasmíði í ígripum á vetrum, og luku allir lofsorði á verk hans. Annars var búskapurinn alltaf aðalstarfið, þvi hann var bóndi af lífi og sál. Alltaf var hann stál- byrgur með hey, og fór vel með skepnur sínar, sérstaklega á seinni árum, enda með allra hæstu bænd- um með afurðir eftir hverja á. Hann var með afbrigðum fjárglögg ur og markglöggur og réttarstjóri á Fellsrétt í fjölda ára. Tvílyft vandáð íbúðarhús hyggði hann á jörð sinni og sömuleiðis gripahús. Hann hafði einnig mik- inn áhuga fyrir rœktun og var fljótur að tileinka sér vélar þegar þær komu til sögunnar. Jósep var fjölda ára 1 stjórn Búnaðarfélags Vopnafjarðar. Einn- ig var hann formaður Fóðurbirgða félags Vopnafjarðar í mörg ár. Hvatti hann bændur til að setja vel á, og sýndi þeim áþreifanlega með fordæmi sínu hvers virði það er að vera ætíð birgur af heyjum. Fyrir nokkrum árum varð hann fyrir því slysi að lærbrotna er hest ur datt með hann, og var hann alltaf haltur eftir það. Einnig sótti mjög á hann brjóstveiki á seinni árum, svo hann átti erfitt um störf. En áhuginn var svo mikill að hann vann samt alltaf, og varð að síð- ustu bráðkvaddur við störf sín. í þessum veikindum sýndi hann alitaf sömu karlmenrrskuna, og gerði að gamni sínu livenær sem færi gafst, svo maður áleit að þetta heilsuleysi hans væri ekki eins al- varlegt og raun varð á. Jósep kvæntist aldrei, en bjó alltaf eins og áður segir með Sig- ríði systur sinni, sem reyndist hon- um mjög vel, og átti áreiðanlega sinn þátt í rausn heimilisins. og því, hve þeirra búskap farnaðist vel. Þau ólu upp tvö fósturbörn: Jón Þorgeirsson, systurson þei’-ra, sem nú er bóndi í Skógum. kvæntur Jónínu Björgvinsdóttur frá Ás- laugsstöðum. Þau eiga 3 börn. Teódóra Hallgrímsdóttir. Gift og búsett á Skagaströnd. Reyndust þau þeim sem beztu foreldrar. Jósep var jarðaður að Hóii 21. nóv., að viðstöddu fjölmenni. Að síðustu þakka ég fyrir ánægjulegt samstarf, og bið guð að blessa þig og alla ættingja þína. Traustur bústólpi er til brautar genginn. Blessuð sé minning hans. Friðrik Sigurjónsson. 8 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.