Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 10
KJARTAN KARLSSON FRÁ DJÚPAVOGI Rúlandstindur er eitthvert prúð ast fjall við sjó á Austurlandi og þótt víðar sé leitaö. Fram af hon- um er nokkurt undirlendi. Þar er Búlandshreppur og þar er Djúpi- vogur, fámennt kauptún, nyrzt og fremst á nesinu. — Þar var Kjait- an borinn og barnfæddur og þar gekk hann raunar flest sín ævi- spor. Það eru gamlar sögur og alkunn ar, að vöxtur og viðgangur hinna fá mennu byggðarlaga hefur á tíma- bilum ráðizt af athöfnum einstakra dugmikilla fésýslumanna. Um daga Kjartans varð önnur saga á Djúpavogi og þó þessum lík að nokkru. Þá var það fólkið sjálft, sem sótti fram til batnandi lífs- kjara, í hagsmunafélögum sin- um og undir merkjirm sveitarfé lagsins, og náði merkilegum ár- angri. Þáttur Kjartans í þessari baráttu varð kjarninn í ævistarfi hans. Og tengsl hans við Þorpið met ég líkt og bóndans við bú- jörð sína, þau bresta trauðla þótt atvikin beini mönnum inn á ný at- hafnasvið. Kjartan Karlsson fæddist 7. marz 1912. Ilann var sonur Karis Steingrímssonar, skipstjóra og síð- ar fiskimatsmanns, og konu hans, Bjargar Árnadóttur. Þau voru bæði ættuð þaðan úr plássinu og nágrenni. Systkini Kjartans voru þrettán. í æsku vandist Kjartan öllum venjulegum störfum eins og þau gerðust í austfirzku sjávar- þorpi. Hann fór snemma á sjóinn og stundaði m.a. róðra austur á fjörðum nokkur sumur, Seyðis- firði, Norðfirði o? Mjóafirðí og reri vetrarvertíð frá Hornafirði. Árið 1933 fór Kjartan til náms að Héraðsskólánum á Laugarvatni og útskrifaðist þaðan vorið 1935. Hann var enn vjð sjóróðra þau sum ur, en réðist starfsmaðuir til Kaup- félags Berufjarðar 1936. Hann vann svo við kaupfélagið óslitiíJ fram til ársins 1967, fyrst sem búð- armaður og svo gjaidkeri frá 1947. Samhliða iiafði hann lengsf af með höndum afgreiðslu skipanna, erfitt starf og erilsarat, ekki sizr fy.-r, á meðan öll skip þurfti að afgre’ða úti á legu. Kjartan gegndi mörgum opin- berum störfum á Djúpavogi. Hann var m.a. hreppstjóri um skeið, var lengi forroaður skólanefndar og átti sæti í skattanefnd. Veiga- mest voru þó störf hans í hrepps- nefnd, en Kjartan var oddviti Bú- landshrepps í rúm 20 ár, eða Irá 1945—1966. Á þessum árum bar margt til tíðinda í fámennu byggðariagi und- ir Búlandstindi og skulu nefnd nokkur atriði, sem hreppsfélagið átti hlut að og mér kom-a nú í hug: aiast upp stór hópur barna. Ein- hvers staðar hef ég lesið þessi orð: „Hver maður er skyldugur að elska sín eigin börn, en að elska börn annarra er dyggð“. Þessa dyggð átti Helgi Guðmundsson í ríkum mæli. Hann fagnaði hverjum nýj- um frænda og i'rænku sem guðs- gjöf .Var gersamlega óþreytandi að sinna þeim, hlúa að og hjúkra. Hugga og gleðja og setja niður deilur ef upp komu. Það var eins og þessi aldni vinnuþreytti maður hefði nú loks hlotið þá lífsfyll- ingu, sem hann hafði þráð, því að hann virtist alsæll í félagsskap hinna smávöxnu ættmenna sinna. Það gefur auga leið, að einyrkju- hjónum, sem starfa þrotlaust að stóru búi, gefst ekki ávailt tími til að sinna kvöðum stórs hóps barna og því var það svo dýrmætt að eiga hann Stóra-Helga að, sem alltaf var reíðubúinn. StórijHelgi var hann nefndur innan fjölskyld- unnar til aðgreiiningar frá öðrum allmikið lágvaxnari. Það var messudagur að Sval- barði. Hin kirkjulega athöfn var hafin og hver bekkur setinn. í miðri kirkjunni til hægri sat fólk- ið frá Hallanda og þurfti á öll- um bekknum að halda, ef ég man rétt. Þó sat Stóri-Helgi með tvö börnin á hnjám sér. Hin sátu hon- um til beggja hliða hljóð og stillt og björt í augum og svipur hins aldna bónda var svo heiðu-r og fagur að mig brestur orð að lýsa. Þessi sýn í kirkjunni: Helgi og börnin, verkaði svo á hug minn, að ég veitti litla athygli ræðu og söng og þó mun hvoru tveggja hafa verið með ágætum og það var hún sem fyrst og fremst olli því, að ég rita þessar lí-nur, þótt lítt sé til fær, af djúpri virðingu fyrir hinum látna og heilli þökk. Helgi Guðmundsson lézt i Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri eft- ir nokkurra vikna legu þar. Sr. Bolli Gústafsson gat þess í útfar- arræðunni að á hverjum degi bana legunnar, hefði hans verið vitjað frá Halla-nda. Slík umhyggja er athyglisverð og til eflirbreytni. Þrátt fy-rir góða hjúkrun og að- hlynningu, munu margir geta sagt með Þorsteini Erlingssyni: Langur er dagur og dauflegur þar. sem dauðinn og læknarnir bua Sem betur fer • er fjölskyldan að Hallanda vel sett og áð öliu sjálfbjarga og hún mun haida áfram að rækta sinn garð eins og ekkert hafi í skorizt, þó hygg ég, að hún hafi við fráfall Heiga Guðmundssonar misst meira en min fátækleg orð fá lýst. Þvi skal hér staðar numið. Við sveitungaar Helga og samferðamenn, sem eftir stöndum og höldum enn um sina áfram að uppskera og sá við skin og skúr, eigum á bak að sjá góð- um bónda og hugljúfum félaga, sem öllum reyndist svo traustur, að jöfn voru talin orð hans liand- sölum annarra manna. Hans er gott að minn-ast. Jón Bjarnason. 10 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.