Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 18
MINNING MAGNÚS SIGURÐSSON BÓNDI, LEIRUBAKKA Sól hefur sezt í síðasta sinn yfir Landsveit, fyrir mannlegum sjón- um Magnúsar Sigurðssonar bónda á Leirubakka. Hann fæddist að Leirubakka þ. 15. október 1888. Hann iézt þar þann 28. des. s.l. á 82. aldursári. Hann var til grafar borinn að Skarði í Landsveit. Frá vöggu til grafar hafa spor hans legið, undantekningarlítið, um þessa fögru sveit, sem líf hans og starf var tengt órjúfanlegum bönd um. Ein af annarri slitna þær rætur, er tengja íislenzkt þjóðlíf við gamla og gróna menningu liðinna alda. Magnús Sigurðsson var sannur fulltrúi sinnar kynslóðar, þeirra, sem af þöglu þolgæði barðist við óblíð náttúruöfl og erfið lífsskil- yrði án þess að láta sér til hugar koma að gefast upp eða flýja af hólmi. í fari hans var að finna beztu einkenni þess fólks, sem byggði þetta harðbýla land á Iiðn- um öldum og skilaði þjóðinni ósundraðri kynslóð fram af kyn- slóð til þeirra, sem nú byggja Iand ið. Með honum er horfinn einn minna beztu vina. Að hann var tengdafaðir minn, réði þar ekki öðru urn, en að vegna þess lágu leiðir okkar saman. Og ef til vill hefur það einnig orðið til þess að ég reyndi að gera mér gleggri grein fyrir lífssögu hans, en henni hef ég kynnzt að mestu leyti af hans eigin, og þó meira af annarra sögn, þar sem fundum okkar bar ekki saman fyrr en á efri árum hans. Saga hans er um margt lík flestra þeirra er lifðu þá tvenna fíma, sem yfir landslýð gengu, frá siðari hluta fyrri aldar og til okk- ar daga. En bakgrunnur ævi hans er, fyrir mér, með nokkuð sérstök- um blæ. Er þar hvort tveggja um- hverfið, þar sem hann ól ailan ald- ur sinn og ætt hans og uppruni. Magnús átti til óvenju kjarnmik- ils fólks að telja. Faðir hans Sig- 18 urður Magnússon bóndi að Leiru bakka, var einn af 21 barni hjón- anna Magnúsar Jónssonar og Sig- ríðar Guðmundsdóttur, sem lengst af bjuggu í Skarfanesi. í íslenzk- um Sagnaþáttum (1. h.), hefur Guðni Jónsson magister gert betri grein fyrir persónueinkennum þeirra en ég væri fær um að gera. En bæði af því, sem þar segir og því er aðrir kunnugir hafa sagt um þau, má auðveldlega ráða að sú lífsbarátta er þau háðu, hefur ekki verið neinum heiglum hent. Það er fagurt land þar sem leifar gamla bæjarins á Skarfanesi standa nú, en ómjúkum höndum hafa vetrarhörkur hlotið að fara um búendur þar. Þó var annar vágestur ennþá áleitnari, sem eyddi landkostum þar, ekki 'síður aðra árstíma, en það var sandfok- ið. Undan því urðu þau hjón Sig- ríður og Magnús að færa bæ sinn tvívegis. Og sýnir það betur en orð, að ekki hafa þau látið smá- muni vaxa sér í augum. Þrátt fyr- ir erfið lífskjör komu þau til manns, sínum stóra barnahópi, þeim sem sjúkdómar náðu ekki að granda^þegar í bernsku. Þetta dug- mkila fólk dreifðist víða um land og hefur getið sér gott orð fyrir dugnað og sjálfsbjargarviðleitni. Magnúsar og Sigríðar í Skarfanesi hef ég ekki heyrt getið nema að góðu, hvar sem á þau hefur verið minnzt. Maginús var af kunnugum talinn hinn vandaðasti og bezti maður. Og forvitnilegt hefði mér þótt að kynnast Sigríði í Skarfa- nesi, svo oft sem ég hef heyrt hennar getið vegna sterkrar skap- gerðar hennar og Ieiftrandi greind ar og orðfimi. Sigurður sonur þeirra gerðist bóndi að Leirubakka. Hefur hann trúlega verið minnugur þess hvað foreldrar hans urðu að berjast hörðum höndum fyrir tilveru sinni og barna sinna. Hef ég heyrt til þess tekið hvað búskapur hans ein kenndist af forsjálni og fyrir- hyggju, enda var efnahagur hans góður alla tíð. Ekki mun ofmælt að hann hafi verið talinn góður maður og gegn af öllum, sem þekktu hann. Kona hans var Anna Magnúsdóttir frá Landakoti á Mið- nesi. Þau eignuðust fimm börn, fjórar dætur, Sólveigu,.. Magneu, Sigrúnu og Kristínu, sem allar eru látnar og einn son Magnús bónda á Leirubakka, sem nú er einnig látinn. Eins og ég gat um í uppbafi þessara hugleiðinga minna, fædd- ist Magnús að Leirubakka. Þar olst hann upp í föðurhúsum og hóf búskap þar árið 1913, ásamt konu sinni Einarlínu Einarsdóttur, þá kornungri. Foreldrar hennar, Ein- ar Jónsson og Guðrún Guðmunds- dóttir, bjuggu að Holti í Álftaveri. Að sögn kunnugra var Einarlína óvenju tápmikil og dugnaði henn- ar viðbrugðið. Mun það hafa kom- ið sér vel, þar sem aðstæður voru allar hinar erfiðustu. Ötulleiki og jafnlyndi húsfreyjunnar hljóta að hafa verið ómetanleg stoð dugmikl um manni, sem var að byrja bú- ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.