Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 19
skap á þeim tíma. Magnús og Ein- arlina eignuðust 7 börn. Þau voru: Anna, Einar, Árrnann, Sigurður, Gunnar, Hulda og Hrefna. En þá dró upp hið dekksta ský, er skyggt getur á lífsbamingju og framtíðarhorfur ungs manns og föður margra barna. Ævi húsfreyj- unnar var skyndilega lokið. Hún lézt árið 1926, skömmu eftir fæð- ingu sjöunda barns þeirra hjóna. Veit ég að fá spor hefur Magnús tekið á ævi sinni, þyngri en þau, er hann bar það barn burt af heim- ili sínu, en hún ólst upp annars staðar. En úrræðin voru ekki mörg eins og á stóð, og velferð barnsins var þyngri á metunum en vilji hans sjálfs. Á þeim tímum örbirgð ar og allsleysis, hjá öllum þorra manna, lá varla annað fyrir manni með mörg móðurlaus börn en að skipta þeim milli hjálpfúsra ná- granna til umönnunar. Bæði mér og öðrurn kann að vera það lítt skiljanlegt að hann skyldi ekki hverfa að því ráði. Svo miklu auð- veldara hefði það verið. En ekki er ólíklegt að þrautseigja ætt- menna hans hafi verið honum i blóð borin. Og þrátt fyrir ótrúlega örðugleika tókst honum að halda heimilinu saman. Engan þarf að undra þó að fráfall þessarar ungu móður og húsfreyju hafi skilið eft- ir óafmáanleg spor í lífi hans sjálfs og barna hans. Árið 1933 kvæntist hann í annað sinn. Seinni kona hans var frænd- kona hans, Jóhanna Jónsdóttir frá Minni-VöHum í sömu sveit. Eftir það var tilvera heimilisins á Leiru- bakka ekki'í hættu. Traustari eig- ínkona held ég að sé vandfundin. Til hans endadægurs setti hún velferð og vilja hans ofar sínum eigin. Þau eignuðust þrjú börn: Svavar, Jónu og Jón. Hin síðari ár sá yngsti sonur Þeirra, Jón um búið á Leirubakka og gerði þannig föður sínum kleift að halda búi sínu á þeirri jörð, þar sem hann hóf búskap fyrir 56 ár- um. Skin og skúrir hafa skipzt á í lífi Magnúsar, eins og flestra oranna. Þegar hefur verið minnzt á hans þungu raun, sem missir konu hans var frá mörgum ungum börn um. Tveimur börnum sínum hefur hann séð á bak í blóma aldurs síns. Gunnar, sonur hans, dó um íermingaraldur og Hulda dóttir hans lézt, fyrir fáum árum, frá fljórum börnum. Baráttan við erfið ÍSLENDINGAÞÆTTIR lífskjör framan af ævi, tók þung- an skatt af hans annars óvenju mikla líkamsþrótti og heilsu hans fór hmignandi hin síðari ár. Fram- færsla svo mannmargs heimilis hef ur verið allt annað en auðvelt við- fangsefni, öll hin fyrri búskaparár hans. En nýir tímar og fjárhags- leiga hagstæðari, breyttu búskapar- háttum hans eins og flestra ann- arra landsmanna. Magnús tók vél- ar og framfarir í búskaparháttum í sína þjónustu og bætti jörð sína mjög og mun túnið þar gefa af sér í góðu meðal ári, um 1500 hesta af töðu ef talið er samkvæmt gömlum mælikvarða. Synir hans studdu hann við endurbætur jarð- arinnar og með þeirra aðstoð byggði hann myndarlega vatnsafis- stöð í landareign sinni og gerði með því eldsneytisöflun til heimil- is síns óþarfa með öllu. Hann hafði mikla ánægju af að umgangast bú- fé sitt og vildi búa vel að því. þó að síðari árin yrði hann vegna van- heilsu að draga sig í hlé frá bú- störfum. En hugur hans var bund inn því verkefni, jafnvel eftir að kraftar hans þrutu. Síðustu mán- uði ævi sinnar lá hann rúmfastur og mjög þjáður. Hann fékk síð- ustu ósk sína uppfyllta að enda ævi sína á heimili sínu og æsku- stöðvum. Eins og að líkum lætur með föður tíu barna, kunni hann því vel að börn væru á heimili hans, löngu eftir að hans eigín börn voru vaxin úr grasi. Var auð- séð, þótt ekki hefði hann um það mörg orð, að það var honum til mikillar ánægju, hvað börn hans öll héldu sambandi sinu við æsku- heimilið. Barnabörn hans voru þar einnig tíðir gestir um lengri og skemmri tíma. Sonarsonur hans Gunnar Einarsson, ólst upp hjá honum og Jóhönnu konu hans, og er mér kunnugt um að hanrt var þeim ekki síður kær em þeirra éigin börn. Magnús var hófsamur og reglu- samur allt sitt líf, neytti hvorki víns né tóbaks en gat þó glaðzt með glöðum. Hann mat það mikils og taldi það til gæfu sinnar að börn hans skyldu taka þessa af- stöðu hans til eftirbreytni, -ásamt ráðvendni og heiðarleika, sem voru honum sjálfsagðir eiginleikar. Hanm naut almennrar velvildar og virðingar sveitunga sinna og ann- arra er til hans þekktu, enda minn- ist ég þess ekki að hafa heyrt hann mæla illt orð um nokkurn mann. Að mínu áliti var hann flestum sáttari við guð og menn. Að líkams atgervi var hann óvenjuvel gerður maður. Eins og vinnu var háttað á hans yngri árum kom sér vel að vera afkastamikill og mun hann hafa verið það í bezta lagi. Hef ég heyrt þess getið að sláttu- maður hafi hann verið svo af bar. Heyrt hef ég einnig kunnuga minnast þess, að þegar mikið lá við, en ekki þótti fært vegna veðurs eða illfærra vatnsfalla, var leitað til Magnúsar á Leirubakka. Ef hann fékkst til ferðar, þótt hættu- Ieg væri, var því treyst að vel tíiundi takast. Vegna þreks hans, áræðis og rólegrar yfirvegunar báru menn traust til hans. Per- sónuleiki hans var þannig, traust- vekjandi án yfirlætis, jafnvel eftir að hann var hættur að takast á við þau tröllauknu náttúruöfl, sem hann fyrr á árum hafði boðið byrg- in, svo sem stórfljót og öræfi Lamd mannaafréttis að ógleymdum Veiði vötnum, þangað sem hann og aðr- ir sveitungar hans sóttu björg í bú við frumstæð og erfið skilyrði. Mundu það teljast mannraunir með ólíkindum í dag. En ennþá heiilar ósnortinn hrikaleiki þessara öræfa, komu menn þangað og fcrð ir þær, sem þangað hafa verið farnar, eru ógleymanlegar þeim, sem tóku þátt í þeim og er svo enn. Mig langar að taka hér upp ummæli Hallgríms Jónassonar kennara, sem hann viðhafði um Magnús tengdaföður minn, er hann hélt erindi í útvarp, um eina slíka ferð, sem hann tók sjálfur þátt í fyrir nokkrum árum. Hann sagði: „Einkum fannst mér Magnús á Leirubakka bera yfir sér þennan augljósa virðuleik, ekki tilbúinn eða tilgerðalegan, sem gerir menn skoplega, heldur eiginlegan, lát- lausan, óafvitaðan og hlýlegan og fer það jafnan bezt“. Þegar ég litast um at hlaðmu á Leirubakka, verður mér ósjálfrátt hugsað til þess, hvort persónuleiki þeirra, sem ala allan aldur sinn í nágrenni við þá náttúrufegurð, sem mætir þar augum, muni ekki mót- ast að einhverju leyti af stórbrotn- um hreinleik umhverfisins. Hvert fjallið öðru fegurra. raðar sér í kring um þessa sveit. Mér finnst varla þurfa nema að rétta út hendi til að snerta Heklu, svo nálæg sýn- ist hún vera. Rétt við túnfótinn sér 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.