Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 20
MINNING Elín Ellingsen Mánudaginn 12. jan. 1970 var gerð frá Dómkirkjunni útför frú Elinar Sigríðar Ellingsen, Miklu- braut 9 hér í borg, en hún lézt aðfaranótt 6. jan. s.l. Maðurinn með ljáinn vægir engu, hann hefur nú, enn einu sinni, sýnt mátt sinn, svo skyndi- lega og ótvírætt, að við sem ennþá biðum eftir ferjunni, eigum erfitt með að sætta okkur við miskunn- arleysið. Frú Elin fæddist í Reykjavík þann 7. apríl 1909, dóttir hjón- anna Haraldar Níelssonar prófess ors og fyrri konu hans Bergljót- ar Sigurðardóttur, alþm. og pró- fasts í Stykkishólmi. Hún hlaut í vöggugjöf góðar gáfur, gjörvileik í dimmbláa hraunrona, en ef litið er lengra, sér á haf út og Vest- mannaeyjar hillir uppi, ef veður- skilyrði leyfa. Túnið er slétt og gróðurinn teygir sig lengra, þangað sem sandurinn ógnaði áður að leggja landið í auðn. í golunni blaktir melgresið á uppgrónum sandhólunum milli Leirubakka og Stóra-Klofa. Mig undrar ekki þótt -Magnús tengdafaðir minn, vildi njóta hins eilífa friðar í si-nni fögru og kæru Landsveit. Víða má sjá í Landsveit, garða og veggi hlaðna úr grjóti. Hleðsl- ur þessar eru Iistavel gerðar og í mínum augum verðugt minnis- merki þeifra sem hlóðu á meðan þær standa. Magnúsi á Leirubakka þótti takast mörgum betur að hlaða úr íslenzku grjóti. Er það, að *nín- 20 og glæsilega reisn, sem síðan fylgdu henni ævilangt. Þann 6. janúar 1934 gekk hún að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Erling Ellingsen verkfræðing, og eignuðust þau einn son barna, Har- ald viðskiptafræðing. Árið 1951 stofnuðu þau hjónin ásamt fleirum hlutafélagið Trygg- ingu, og við, sem með þessum lín- um viljum votta frú Elínu virð- ingu okkar, gerðumst starfsfólk þess félags og áttum því láni að fagna að kynnast þessari mikil- hæfu og indælu konu, lífsauðgun, sem enginn okkar hefði nú viljað án vera. Frú Elín fylgdist af lífi og sál með störfum manns síns og gengi félagsins í heild og þá ekki hvað sízt með högum okkar starfs- fólksins, sem hún lét sig jafnan miklu skipta, gladdist við hvern sigur, en stóð jafnframt með út- rétta hjálparhönd, ef þurfa þótti, og vildi hvers manns vanda leysa. Fyrir það ber okkur i dag að þakka af heilum hug. Við biðjum um styrk til handa eiginmanni, syni, tengdadóttur, barnabörnum, öllum ættingjum og vinum. Frú Elínu kveðjum við með þakklæti og 'virðingu. Blessuð sé minning hennar. Vinir. um dómi, táknrænt fyrir mat hans og trú á land sitt og gæði þess. Ég get ekki stillt mig um að enda þessi kveðjuoið mín til hans með nokkrum Ijóðlínum úr því gull fallega og rammíslenzka kvæði Jóns Helgasonar, „Áfangar“: Séð hef ég skrautleg suðræn blóm sólvermd í hlýjurn garði, áburð og ljós og aðra virkt enginn til þeirra sparði, mér var þó löngum meir í hug melgrasskúfurinn harði, runninn upp þar sem Kaldakvísl kemur úr Vonarskarði. Þ. Á. Ath. Er grein þessi birtist í Morgunblaðinu þ. 10. des., var ekki getið Kristínar, yngstu systur Magnúsar. Sigrúfl Þorleifsdóttir Um aldamót síðustu Álftaver lá sem indælis „vin“ millum sanda. Því fjarlægðin veldur að f jöllin svo blá í fegurstu hillingum standa. Þar störfuðu bændur, og starfa þar enn þar starfa í einingu konur og menn. Hún Sigrún í Hraungerði saumaði flík þótt sár væri höndin og lúin, hún annaðist börnin af rósemi rík í raun var Það greindin og trúin sem gaf henni rósemi, gaf henni þrótt sem gaf henni stirk marga andvökunótt. Hún barðist sem hetja þó bilur og fönn í bæjardyr skaflinum þristi, frá verkunum þungu hún vék ekki spönn þótt varhretin gróðurinn nísti. Með kostgæfni batt hún um barnanna sár ef bólgan var þrálát en fóturinn smár. En oft báru dagarnir unað og tign er ísland á gullklæðum stendur. Þá gekk hún frá beði á gróðurinn skygn það gaf henni sólbrúnar hendur. Með Halldóri bar hún þá heyið I garð og bamingja beggja þeim sigurinn varð. í lágrelsta bænum var lífið svo glatt við lestur á sögum og kvæðum, þar ein var að spinna og öinnur sem vatt þvi unglingar níðast á klæðum. Guð blessi þá móður er bar hér að garði, hún bjó hér með sóma og hópinn sinn varði. Einar J. Eyjólfsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.