Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 21
KRISTÍN ÁRNADÓTTIR HÚSFREYJA FRÁ BORG í SKRIÐDAL „Þá eik í stormi hrynur háa, því hamrabeltin greina i'rá. En þegar fjólan fellur bláa iþað fallið enginn heyra má. Ein ilmur horfinn innir fyrst, hvers urtu byggðin hefir misst“. Mér flugu í hug bessar hend- ingar, þá er mér barst frengin um andlát Kristínar Árnadóttur, hús- freyju frá Borg í Skriðdal. — Sú fregn mun ekki hafa valdið miklu hugarróti út í frá. Kristín heitin var ekki í tölu þeirra, er vekja mikla athygli á sér utan þess sam- félags, þar sem lífsstarfið fer fram. En fyrir heimilið, sem hún stýrði og sveitina sína var hún mikils virði. Lífsferill hennar var með þeim hætti, að allir þeir, sem voru náið tengdir henni, eða áttu lang- varandi samvistir við hana, bera i brjósti mikinn söknuð eftir hana. Þeir finna sárlega til þess, að líf- ið í sveitinni hefur misst nokkuð af ilmi sínum við fráfall hennar. Hinir ytri atburðir í lífi Kristín- ar heitinnar eru ekki efni í mikla sögu. — Hún fæddist 30. apríl 1887 að Þvottá, í Álftafirði. For- eldrar hennar voru merkishjónin Árni Antoníusarson og Sigríð- ur Björnsdóttir, búendur að Þvott- á. Ólst Kristín þarna upp í stórum hópi mannvænlegra^ systkina, sem nú eru flest látin. Árið 1911 gift- ist hún myndarmanninum Bjarna Björnssyni, bónda frá Vaði í Skrið- dal, og bjuggu þau á Hryggstekk fyrstu hjúskaparárin, en árið 1916 festu þau kaup á jörðinni Borg og fluttust þangað. Bjuggu þau þar myndarbúi allt fram til hausts- ins 1940, er Bjarni lézt. — Þeim varð auðið 7 mannvænlegra sona. Eru sex á lífi og stunda fimm þeirra búskap í Skriðdalnum, en einn er starfandi læknir við Lands- spítalann í Reykjavík. Eftir fráfall mánns síns hélt Kristín um langt árabll áfram bú- skap á Borg með aðstoð sona sinna. Stofnuðu sumir þeirra, er fram liðu stundir, nýbýli í Borgarlandi og dvaldi Kristín síðustu elliárin, eft- lr að hún lét af búskap, á einu þessara býla, Birkihlíð, í skjóli Björns sonar síns og tengdadótt- urinnar Huldu, sem Kristín hafði ævinlega svo mlklar mætur á. — Kristín andaðist 18. október s. 1. og var jörðuð í grafreitnum að Borg 1. vetrardag. Hinir ytri atburðir í lifi Kristín- ar á Borg eru, svo sem ég gat um fyrr, ekki neitt óvenjulegt frásagn- arefni. Þeir eru sagan af einni af þessum þrautseigu, trúföstu og þjónustusömu húsmæðrum, sem ís- lenzk bændastétt átti svo mikið af í byrjun þessarar aldar, þegar þjóðin var að brjótast upp úr biá- fátækt og frarn til þess að verð'a bjargálna — sagan af hinni ást- riku eiginkonu og umhyggjusömu móður, sem ævinlega var reiðu- búin til að fórna hverju þvl er hún mátti, til að hlúa að og gleðja þá, sem lífið hafði falið henni að elska og annast. Allur heimilisbragur á Borg var, undir hússtjórn Kristfn- ar, eins og bezt varð á kosið í þá daga og heimiliö æfinlega i fremstu röð heimila í dalnum um íslenzka gestrisni, er féll í skaut jafnt háum sem lágum, er bar að garði. En í fari Kristínar á Borg var ýmislegt umfram það sern almennt gerist. Hún var frábærlega greind kona — og hún var hugsandi kona — þ.e. hún var ein af þeim, er hafa yndi af því að velta fyrir sér mikilvægum andlegum við- fangsefnum og lesa góðar bækur þar að iútandi. — Borg var æfin- lega meðal þeirra heimila í öaln- um, sem ég hlakkaði sérstaklega til að heimsækja á niínum húsvitj- unarferðum. Það var ekki hvað sízt vegna þess, hve ég hugði jafn- an gott til að ræða við Kristínu. Hjartahlýja hennar og hið ástúð- lega viðmót var líka með þeim hætti, að unaður var að njóta. — Ég held að þarna hafi verið náið samband á milli —djúphyggju hennar og hins ástúðlega viðmóts. Ilún gerði sér mikið far um að brjóta heilann um ýmsar gátur mannlífsins, t. d. leyndardóminn um hamingjuna. Hún hafði gert sér ljóst, að hamingjan á sína höf- uðuppskrettu í huga mannsins, og hún hafði þar af leiðandi löngum lagt sig mjög fram um, að ástunda hugrækt. — Þegar okk- ur vannst tóm til, ræddum við iðu lega um þessi efni — ræddum m.a. um það, hve mörgum hættir við að láta sér sjást yfir hina einföldu aðferð til að skapa sér og öðrum hamingjuvænlegt samlif — hina afar einföldu og kostnaðarlausu aðferð, að vera bara ofurlítlð vel- viljaðir hver í annars garð og að auðsýna hver öðrum liæversku og fSLENDINGAÞÆTTIR 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.