Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Page 1

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Page 1
9. TÖLUBL. — 3. ÁRG. LAUGARDAGUR 20. júnl 1970 BENEDIKT BJÖRNSSON, bóndi í Sandfellshaga í Öxnafirði. Benedikt Björnsson bóndi í Sand fellshaga í Öxarfirði lézt á sjúkra- húsi í Reykjavík 26. marz s.l., 73 ára 'gamall. Hann var jarðsungian frá Skinnastaðakirkju 2. apríl. Hann fæddist á Halldórsstaða- parti í Reykjadal, 3. des. 1896. Foreldrar hans voru Björn bóndi þar — síðar í Glaumbæ og víðar — (dáinn 1930), Björnsson bónda í Presthvammi, Björnssonar bónda í Hólum, Einarssonar og kona vqr)S Sigurveig (dáin 1931) Jónsdóttir trésmiðs Pálssonar prófasts (þjóð- fundarmanns 1851) í Hörgsdal á Síðu, Pálssonar. Stóðu þannig að Benedikt ættir norðan og sunnai fjalla. Foreldrar hans áttu við þröngan hag að búa og skorti jarð- næði, voru við búskap eða í hús- mennsku á ýmsum stöðum í Reykja dal, Aðaldal og á Tjörnesi, og fóru börn þeirra að heiman til að vinna fyrir sér, er kraftar leyfðu. Tveir bræður Benedikts, sem voru eldri en hann, gerðust bændu.r í Öxar- firði, Karl í Hafrafellstungu og Jón í Ærlækjarseli, en þau Björn og Sigurveig fluttust austur í Hafrafellstungu árið 1913 og dvöld ust þar til æviloka. Fór Benedikt einnig austur sama ár, þá milli fermingar og tvítugs og var næsta áratU'ginn eða rúmlega það 1 vist- um á nokkrum bæjum í Öxavfirði, en einnig í Aðaldal. Undir lok vinnumiennskunnar var hann tvo vetur við nám í bændaskólanuim á Hvanineyri. — Hefði eflaust þegið lengri skólagöngu og fyrr, ef þess hefði verið kostur .Námsþra ung- nienna var víða mikil í þann tíð, on hvorki stóðu þá til boða styrk i'r_né námslán á þann hátt, sem nú 'gerist. Árið 1924 þegar hann var 27 ára> og nýorðinn búfræðingur, festi hann ráð sitt og gekk að eiga Friðbjörgu Jónsdóttur, er síð- ast var á Snart'astöðU'm í Núpa- sveit MagnúiS'Sonar, góða konu og dugmikla, sem nú lifir hann, og reyndist honum traustur förunaut- ur og styrk stoð. Hún nam ljós- móðurfræði og hefur lengi stund- að Ijósmóðurstörf. Jón faðir Frið- bjargar var bróðir Guðmundar, sem varð og er þjóðkunnur undir höfundarnafninu Jón Trausti. Þau hjón eignuðust tvo sonu, ÞorgL’s lækni á Vífilsstöðum, sem var við framhaldsnám erlendis, og kvænt- ist þar danskri konu, Emmu Reer- slev, prestsdóttur frá Norður Jót- landi, og Björn bónda í Sandfells- haga, sem kvæntur er Jónínu Ásfu Björnsdóttur frá Kópaskeri, Krist- jánssonar. Þau Friðbjörg og Bene- dikt tóku til fósturs og ólu upp Silju Kristjánsdóttur, sem nú á heima í Kópavogi, gift Brynjólfi Brynjólfssyni borgfirzkum manni, og Svein Árnason, sem enn er ungur að aldri heima hjá fóstur- móður sinni í Sandfellshaga. Vorið 1924 hófu þau Beneclikt og Friðbjörg búskap á hálfri jörð- inni Grásíðu í Kelduhverfi, sem hann tók á leigu, en fluttust fjór- um árum síðar að Víðihóli á Hóls- fjöllum og keyptu þá jörð hálfa. Minntist Benedikt þess síðast nú í vetur, hve nágrannar hans þar efra hefðu tekið vel á móti honum og fólki hans og fúslega rétt fram hjálparhönd, er b.yrjunarerfiffleik- ar steðjuðu að, en þau hjónin reyndust lika án efa góðir liðs- menn í hinni fámennu og strjálu byggð. Bjuggu þau í 10 ár, 1928— 1938, og munu hafa aukið þav efni sín. Þar stundaði Benedikt m.a. grenjavinnslu á vorin, og minntist þaðan margra bjartra nátta, er hann vakti við þá iðju umvafinn kyrrð og tign hins ósnortna öræfa- lands. Á Hólssandi við Jökulsá á heimleið til Fjalla ortl hann m.a. þessar hringhendur: „Strjálast gróður, stækkar svið streymir móða að unni tekur hljóða heiðin við hrekkur ljóð af munni. Drottna þá hin duldu mögn draumabláu sala, heyra má í heiðaþögn hvernig stráin tala“. Árið 1938 seldi hann hluta sinn í Víðihóli, keypti háifan SandfelLs haga í Öxarfirði og bjó þar síðan til æviloka, en í Sandfellshaga hef- ur lengi verið tvíbýli. SandfeMsr hagi er næsti bær undir Öxar- fjarðarheiði að vestan og þar með i þjóðleið, enda löngum gestkvæmt þar, og gott að koma. Standa bæ- irnir nokkuð hátt og staðarlegt heim að líta. Mikið var þar um MINNING

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.