Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 6
MINNING HEIÐAR ÁRNASON, bóndi Ölvaldsstöðum, Mýrasýslu Fæddur 5. des. 1927. Dáinn 14. apríl 1970. Hve sæl, ó, live sæl er hver leikandi lund, en lofaðu engann dag fyrir sólarlags stund. Svo örstutt er bil milli blíðu og éls, og brugðizt getur lánið frá morgni til kvelds. Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund. Og lukkan hún er eilíf þótt hverfi um fltuind. Matt. Jochumss. Kæri mágur minn. Stundum koma fyrir þær stund- ir í lífinu, að okkur eru veitt svo þung högg, að ekki muni vera hægt að rísa undir þeim, eða standa uppréttur. Þannig mun það hafa verið fyrir konu þinni, börnum, tengdafólki þínu, systkin- um, frændfólki og vinum, er þú lézt af slysförum svo snögglega. Nú renna minningarnar um þig fram í hugann, glaðan, prúð- an og umhyggjusaman, um konu þína o g böm. Ég man, þegar þú og Anna systir mín giftuzt í desember 1959, en þá var litla dóttir yikkar skírð, Jónina Ouðrún. Þá var drengurinn ykkar, Þorvaldur, tveggja ára. Þetta voru hamingjudagar eins og öil ykkar samvistarár, sem ekki urðu nema þrettán. Alltaf var jafn gaman að hcim- sækja ykkur. Á heimili ykkar ríkti ávallt gleði og ánægja og þú sást ævinlega broslegu hliðina á honum marga góða s'tmferðina. Einnig mörg spor til beitarhús- anna, er við vorum nágrannar, og styttum okkur oft stundirnar sam- an. H.II. flestu. Oft urðu glettnar vísur til, bæði af litlu sem stóru tilefni, hjá þér. Og nú eru börnin þín farin að kveða hvort annað í kútinn, svo ljóðelskan lifir líka hjá þeim. En minnisstæðastur verður þú mér, þegar við vorum að reka féð á fjall á vorin. Það voru ógleym- anlegar stundir. Glöggskyggni þín á fé var frábær og varst þú af þeim sökum mjög eftirsótcur í réttir og fjallleitir. Þegar rekið er á fjall úr Borgarhreppi er farið fram hjá eyðibýlinu Grísatungu þar sem þú sleizt barnsskónum og foreldrar þínir voru síðustu ábú- endur þar. Þar er friðsælt að staldra við á kyrru vorkvöldi, heyra niðinn í fjallalækjum og hlusta á vorblæinn leika um hlið- arnar. Þessi staður mun hafa ver- ið þér mjög kær, því þangað fórstu með konu þína og börn, þegar tími og tækifæri buðust. Kæri Heiðar. Við hjónin, börn- in okkar og tengdafólk þökikum þér allt Iiðið og biðjum þér allrar blessunar á nýjum stað. Ég veit, að við eigum öll eftir að hittast Ég læt hér fylgja með vísur, sem drengurinn þinn samdi, daginn eftir að þú lézt. Hann nefnir þær: SONARKVEÐJA. fsland hefur marga misst, þó að séu nýtir. Oft þeir beztu fara fyrst lífið hnút á hnýtir. Erfiðlega reyndist mér vegi guðs að skilja, þó varla meír en öðrum er, i gjörðir hans og vilja. Þorvaldur Heiðarsson. Við munum ætíð minnast þín Heiðar. Elín Guðmundsdóttir. t Örfá kveðjuorð. Þegar sú harmafregn barst okk- ur, vinum hjónanna, Önnu og Heiðars á Ölvaldsstöðum, að Heið- ar væri dáinn, varð hugur okkar hljóður um stund. Bkki hafði okk- ur grunað, eT við heimsóttum fjöl skylduna s.l. sumar, og áttum þar ánægjulega samverustund, að jiað yrði kveðjustundin með Heiðari, er þá var hlýr í lund, ræðinn og gam- ansamur, eins og jafnan áður. Er Jómmundur Heiðar, en svo hét hann fullu nafni, lézt, var hann aðeins 42 ára. Hann fæddist 5. des. 1927 í Stóruskógum, nýbýli frá Miðskógum í Stafholtstungum, sonur hjónanna Jónínu G. Jóns- dóttur og Árna Guðmundsson- ar bónda, er þar bjuggu. Ólst Heiðar upp, eins og önnur sveita- börn og fór vissulega svo fljótt, sem kraftar leyfðu, að vinna hin algengu sveitastörf. Búskamir áttl síðar hug hans allan, en hann stundaði þá atvinnugrein alla 6 iSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.