Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 10
Guðni Jón Þorleifsson frá Botni Súgandafirði Guðni Jón Þorleifsson fyrrum bóndi í Súgandafirði andaðist á 83. aldursári. Vart er bægt að segja að andlát hans hafi komið á óvart. Hann hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða en alltaf héld- um við samt í vonina um að krafta- verkið myndi gerast, og við mætt- um enn á ný fá að sjá hann á sumri komanda, ylja okkur við hans hlýlega viðmót og gleðjast yfir hinni góðlátlegu gamansemi, sem hann ætíð hafði á takteinum. Guðni Jón Þorleifsson fæddist að Gilsbrekku í Súg. 25. okt. 1887 og var sonur Gunnjónu Einarsdótt ur og Þorleifs .Sigurðssonar, er síðar bjuggu á Norður- eyri við Súgandafjörð. Árið 1914 kvæntist Guðni eftirlifandi konu sinni Albertínu Jóhannesdótt ur frá Kvíanesi í Súgandafirði. Þau bjuggu fyrst að Kvíanesi en síðar í Botni i Súgandafirði til haustsins 1945 er þau fluttu til Suðureyrar. Þau höfðu þó ætíð nokkurn bú- stofn og fluttu sig inn í Botn á sumrum og heyjuðu þar. Ásamt búskapnum stundaði Guðni veiði- skap og dró þannig mikla björg í bú. Mun vart hafa af veitt, því að ellefu urðu þau börnin þeirra hjóna. Yngsta dóttirin, Solveig Dal rós dó 5 ára gömul og elzti son- urinn, Sigurður fórst með togaran- um Júlí árið 1959. Níu eru á lifi og er samheldni þeirra systkin- anna sérstaklega mikil. Vart mun hafa það sumar liðið að þau hafi ekki öll hitzt í sínum föðurgarði í Guðbjörg Helgadóttir og Þorsteinn Jóhannsson í síðasta blaði íelendinga- þátta birtist minningargrein um hjónin Guðbjörgu Helgadótt ur og Þorstein Jóharusson 1 Stykkishólmi. Fyrir mistö'k urðu myndir af þeim hjónum viðskila við grwinina, og birtast þær hér. ur þá oft verið þröngt á þingi og gleði í garði og hafa þessar sum- arheimsóknir verið gömlu hjónun- um til mikillar gleði. Mikið var hann afi mér góður þegar ég var lítil telpa í Botni. Hann smíðaði handa mér litla hrifu og ég rölti með hana á eft- ir honum út um öll tún. Eitthvað þóttist ég vera að hjálpa til við raksturinn en ekki var hann ánægður með vinnubrögðin. Þótti stelpan hroðvirk. Enda var vaiid- virkni hans sjálfs svo mikil að við var brugðið. Ekki var síður ævin- týralegt að fara með honum yfir 1 skóg að tína aðalbláber og ýmsar aðrar skemmtilegar endurminniníí ar á ég tengdar honum afa min- um í Botni. Það er erfitt að hugsá sér sumardvöl í Botni án hans. * sumar verður þar enginn lengur sem gengur hljóðlátlega um og lit" ur eftir því að allir hlutir sén nákvæmlega eins og þeir eiga að vera. Hvernig fara nú liænurnar að verpa skammlaust og fiskurinrt að síga, eins og fiskar eiga að gerá vestur þar, þegar hann vantar, sertl af innilegri nærfærinni ást bón<£ ans á landinu næstum hjálpaW grasinu í Botni til að gróa. Blessuð sé minning hans. Sigríður Jóhannesd. 10 ÍSLENDINGAÞÆT Tl*

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.