Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 12
MINNING STEINGRÍMUR BLÖNDAL Haustið 1967 innrituðust fleiri MA-stúdentar 1 Viðskiptafræði- deild Háskóla íslands en nokkru sinni áður. Einn þeirra var Stein- grímur Blöndal, ungur Siglfirðing- ur. Fáir þekktu þennan unga mann aðrir en samstúdentar hans, en ekki leið á löngu þar til nemend- ur og kennarar deildarinnar kynnt ust honum af prúðmannlegri fram- komu og skoðanafestu hans í þjóð- málum, sem hann helgaði krafta sína af einlægni. Þegar litið er til baka, vekur það furðu, hversu góðum námsárangri Steingrímur náði jafnframt því að stunda fjölþætt störf utan skól- ans. Steingrímur var einn þeirra manna, er vara við hverja raun, og því verður það ætíð óskiljan- legt, hvers vegna hann var kall- aður á brott, einmitt þegar mesti árangurinn af erfiði bans var að koma í ljós. Nemendur og kennarar Við- skiptafræðideildar minnast hans af heilum hug og votta um leið eigin- konu hans og syni, foreldrum o-g öðrum aðstandendum, dýpstu samúð. Kennarar og nemendur Við- skiptafræðideildar H.í. heimilisins, enda bæði regiusöm og traust og bar heimilið þess bezt vitni, ásamt fjórum yndisieg- um börnum, sem þau hjón eign uðust og öll eru mesta sóma fólk. Barnabörnin eru sjö, og var Ingi björg þeim jafn sönn amma, og hún var sínum börnum móðir. Síð- asti hátíðisdagurinn, sem hún naut með sinni fjölskyldu, var þegar yngsta barnabarnið var skirt, fyrsta barn einkasonarins, litli Guðmundur Stefán, sem var skírð- ur 19. október síðastliðinn. Elzta barn þeirra Ingibjargar og Tómas- ar er Kristín, gift Einari Kristjáns syni skólastjóra að Laugum í Dala- sýslu. Hún er handavinnukennari við skólann á Laugum, enda hag- leikskona eins og móðir hennar. Næst er Nanna, gift Skúla Páls- F. 19. 2. 1947. D. 13. 6. 1970. Þegar ungir menn deyja, verð- ur okkur fátt til huggunar. Næst- um ekkert. En þá, sem mennirnir geta virt, hljóta guðirnir að elska og nú er fallinn í valinn maður, sem við gátum virt. Þetta er fyrsta skarðið, sem dauðinn heggur í hópinn, sem út- skrifaðist úr MA vorið 1967. Fyrsta syni símaverkstjóra á Blönduósi. Bæði eru þau hjón leiklistarunn- endur og hafa oft leikið stór og vandasöm hlutverk, með föður hennar, svo sem mörgum er kunn ugt um. Þriðja dóttirin, Ásta, er í Reykjavík, kona Róberts Kristjóns- sonar framreiðslumanns. Yngstur systkinanna er Ragnar Ingi bifvéla virki á Blönduósi, kvæntur Önru Guðmundsdóttur frá Hoisósi. Ég vil senda 'þessum fjólskyld- urn og Tómasi, minar innilegustu samúðarkveðjur og bið guð og góð ar vættir að -st.yrkja þau i sorg- inni. Ingibjörgu minni óska ég far sællar heimkomu á iand eilífðar- innar, með þökk fyrir allar björtu og hlýju minningarnar . Ragnheiður Brynjólfsdóttir. skarðið, skarð, sem ekki verður auðfyllt. — Það var sundurleitur hópur og ó samstæður sem hóf nám í MA haustið 1963. 'í fyrstu voru þeir ekki margir, sem veittu eftirtekt þessum hógværa Siglfirð- ingi. Fljótt fór þó að bera á hæfi- leikum hans, og eins og verða vill með slíka menn, þá voru þeir fljót- lega nýttir. Og einmitt í hópi sem þessum, var mikil þörf fyrir mann eins og Steingrím. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir, en var laus við ofstæki. Að áhugamálum sínum vann hann með lagni og hógværð. Hann tróð ekki skoðunum sínum upp á fólk, en var samt einstak- lega laginn við að vinna menn á sitt mál. Við bekkjarsystkin hans líktum honum oft við hinn full- komna diplómat. Hvergi var mál- um bekkjarins betur borgið en í höndunum á Steingrími. Hvort sem þau mál voru stór eða Jítil, þá gat Steingrímur komið þeim á fram- færi við rétta aðila og til undan- tekninga heyrði ef hann ekki kom ok-kar málurn heilu-m í höfn. Slík- u-r maður eignast marga vini, enn fleiri samherja og fáa óvildar- menn. Þegar að því kom að við þurft- um að kjósa inspector schole úr ok-kar hópi, lék lítill vafi á því, hver bezt gæti skipað það emb- ætti. Steingrímur Blöndal hafði alla þá hæfileika, sem með þurfti. Skól- anum varð hann því góður inspec- tor: hélt góðu sambandi milli nem- enda og skólayfirvalda og varði réttindi okkar gagnvart s-kóla stjórn. Hann gerði sér einnig ljós- ar skyldur heildarinnar sem sínar og hélt huga okkar vakandi við þær. Okikur bekkjarsystkinum hans verður þó minnisstæðast það starf, sem hann vann í þágu bekkj- arins. Þessi hópur var svo ósam- stæður sem 100 manna hópur fram ast getur -verið, og reyndi því oft á Steingrím að halda honum sam- an. Þetta fórst honum þannig, að efast má um að betur hefði verið hægt að gera. í hugum ofckar margra er nafn Steingríms eins kon- 12 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.