Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 18
arfulla og fátíða reynsla sem gerð- ist á millum okkar Haralds á þess- um kvöldstundum á Siglufirði. Þetta gerðist á óútskýranlegan hátt, að mestu án þess að orð kæmu til, ekki einu sinni „blístr- ið“ hans séra Jóns rrímuisar, — jú, einstaka lykilorð hjálpuðu t.il, en meginmálið var, að við stóðum fyr irvaralaust andlega naktir hvor gegn öðrum, á dularfullan hátt gagnsæir, og gátum fylgzt með innstu hugarhræringum hvor ann- ars. Meðvitað eða ómeðvitað mis- skildi Haraldur þetta, og dáði mig um langt skeið meira en ég hef átt að venjast á ævinni, en alveg að óverðskulduðu, því þessi ein- stæða reynsla okkar var ekki síð- ur fyrir hans tilverknað en minn. En hún gerði mér ljósa vissa þætti í innsta eðli hans, sem ég býst tæpast við að öðrum hafi orðið kunnir: Hann var allt frá æskuár- um haldin-n sárum harmi, var þunglyndur, og mjög tilfinninga- næmur. En allt þetta var djúpt og vandlega falið undir yfirborði eðli- legrar glaðværðar og léttrar lund- ar, sem ég held að hafi enzt hon- um til síðustu stundar, þótt ég hafi ekki persónulega nægan kunn- leika til að fullyrða það, því vegir okkar skildu skömmu síðar, og við hittumst a-ldrei upp frá því, þótt við að vísu hefðurn lengi óljóst veður hvor af öðrum. Hann var ágætur og fjölhæfur starfsmaður, og hefði getað rutt sér framabraut á mörgum verksviðum, ef hann hefði ek-ki verið með öllu ger- sneyddur metorðagirnd. Hann var svo hagorður að ég held að jafn- vel drauma-r hans hafi verið litað- ir rími og höfuðstöfum, en mér vitanlega flögraði það aldrei að honum að birta neitt af því, og má það einstakt heita nú á tím- um. Allir sem kynntust honum urðu málvinir hans, hann átti eng an óvildarmann. Að lokum má ekki láta þess ógetið að hann var gæddur yfi-rburða hæfileika til vín n-eyzlu (sem er sorglega sjaldgæf- ur meðal okkar fslendinga), og ég held að hann slægi þrjótur Bacc- hus hafi sýnt honum sína beztu hlið til hinztu stundar. Mér er engin hryggð í huga viö fráfalls fornvinar míns Harald- ar Hjálm-arssonar, þótt aldur hans yrði ekki hár. Ég held hann hafi dáið á heppilegum tíma. Mér er til efs að hann hefði þolað háa elli og hrörnun eins vel og samskipt- in vlð „söingdropana“, en það skemmtilega nafn hafa Skagfirð- ingar ge-fið dýrum veigum. Akureyri, 28. febrúar, 1970. Stefán Bjarman. t Nýlega fór fram jarðarför vinar míns og sveitunga Haraldar Hjálm- arssonar frá Kambi í Dcildardal. Jarðsett var að Hofi á Höfða strönd en þar fæddist Haraldur 20. desember 1909 og var hann því rúmlega 61 árs er dauða hans bar svo skyndilega að höndum. Harald ur var þriðja barn þeirra merkis hjóna Guðrúnar Magnúsdóttur hreppstjóra á Sleitustöðum og bændahöfðingjans Hjálmars Þor- gilssonar á Kambi. Hin systkin Har- aldar eru Steinunn gift Hjálmari bónda á Kambi sem látin er fyrir nálega 28 árum, Magnús sem fluít- ist ungur til Vesturheims með bú- setu í Dakota, ásamt móðurfölki sínu. Móður sína missti Haraldur tveggja ára gamall, fór hann þá I stutta dvöl að Ljótstöðum í sömu sveit en síðar að Kambi til föður síns og föðursystur Hólmfríðar, sem reyndist Haraldi sem bezta móðir með umhyggju og hlýleika. Enda bundust traust bönd þeirra á milli og talaði Haraldur um hana sem -sína elskulegustu konu. Er það trú mín að hlýja frú Hólm- fríðar hafi yljað Halla vinl mínum um hjartarætur þegar skórinn kreppti að. Haraldur gerðist Hólasveinn og tók búfræðipróf 1932. Lauk námi í Samvinnuskólanum nokkru síðar. Stundaði verziunar- störf á Siglufirði hjá Kjötbúð Siglu fjarðar. Starfsmaður Kaupféiags Skagfirðinga Sauðárkróki. Síðar deildarstjóri hjá Kron í Reykjavik, síðustu 5 ár ævi sinnar bókari hjá Útvegsbanka íslands í Reykjavík. Þrátt fyrir bændaskólanárn að Hólum fór hann aðrar leiðir en ættmenn hans höfðu fengizt við öld um saman. Meðalmennskan var honum ekki í blóð borin, enda gaf hann henni hornauga, jafnvel skop aðist að henni. Haraldur hafði notalega kímnigáfu sem einna bezt kom fram í skáldskap hans, sem var ósvikinn sem og hann sjálfur. Hann erfði þetta háíslenzka frá föð- ur sínum, hugdjarfur sannur og skemmtilegur. Og ekki má því gleyma að Haraldur var gáfaður og góður drengur. Það var eitt- hvað notalegt við að vera í návist hans. Haraldur var þjóðkunnur hag- yrðingur. Honum var óvenju Iétt um að varpa fram stökum, hvern ig sem á stóð, og virtisí ekkert hafa fyrir því, bráðsnjöllum og fyndnum. Það sem meira var, vís- ur hans komu fuJIburða úr fæð- ingu. Hann segir: Tölum fagurt tungumál teygjum stutta vöku. Lyftum glasi, lvftum sál Látum fjúka stöku. Fagrar ræður, fögur ljóð frjálsmanniegur andi, er eitt sem hæfir okkar þjóð og okkar kæra landi. Haraldur var samvinnumaður 1 húð og hár og yflrleitt tniki'.l og góður félagsmaður. Hann kveður: Samvinnunar bindumst böndum bjóðumst til að fórna. Vinnum rétt með hjarta og höndum heilann Iátum stjórna. Hann fór aJdrei dult með það hvað honum þótti gaman að sitja undir góðum veigum, rabbandi við vini sína og kunningja um mann- lífið eins og það var og eins og það er. Hann segir líka svo: Flaskan mörgum leggur lið læknar dýpstu sárin. Hópur maana heldui við hana gegnum árin. Og þegar bætt var í glasið, bætti hann sjálfur við. Ennþá get ég á mig treyst. Ölinu frá mér hrundið. En þetta er orðið, eins og þú veizt. erfiðleikum bundið. Ekki þurfti neinn að geta upp á því hvert Haraldur færi þegar komið var að sumarleyfi hans — í Skagafjörð var haldið, því hon- um þótti hann afar kær. Einu sinni sagði hann við mig: Ég held að enginn dalur á fslandi sé feg- urri en Deildardalur. Ég var gestur á heimili hans að Hátúni 4 hér í borg tæpum tveim 18 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.