Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 29

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 29
Banm fæddist á Gautastöðum í Stíflu og voru foreldrar hans merk ishjónin Sigríður Pétuxsdóttir Jónssonar bónda á Sléttu í Fljót- um og Jón Jónsson Guðmundsson- ar bónda á Gautastöðum í Stíflu. Er nánar frá þeim sagt í Skagfirzk um æviskrám, II. bindi, bls. 165— 66. Jón fluttist með foreldrum sín- um fyrst að Illugastöðum í Aust- ur-Fljótum og siðan, eða árið 1893, að Brúmastöðum. Átti hann þar heima öll sín unglingsár og fram til þrítugs aldurs. Hann kvæntist Sigurlínu Hjálm arsdóttur Jónssonar í Stóra Holti árið 1906, og hófu ungu hjónin þá búskap á Brúnastöðum ásamt með foreldrum Jóns. Duldist víst engum, sem til þekkti, að þessi ungi bóndi ætti eftir að láta mikið að sér kveða í bændastétt sveitarinmar. Hann var búinn ýmsum þeim kostum, er Prýða mega góðan búamdmann, ðugmikill athafnamaður, fram- sýnn og stórhuga. en þó hið bezta for?iáii og gætinn. Fljótlega mun honum því hafa bótt of þröngt um sig í sambýl- 'hu við foreldra sína. Árið 1910 keypti hann hálflendu T»ngu í Stíflu, og síðar iörðina °ba ásamt tveim nágrannajörð- u>u, er hann lagði undir óðal sitt. m hann síðan í Tungu í aldar- briðjung, eða unz hann sá sig ueyddan til að selja Siglufjarðar- baupstað iörðina vegna fyrirhug- aðrar virkjunar Skeiðsfoss, en sú íramkvæmd var dauðadómur yfir Tungn 0g fleiri jörðum, trúlega alln bvggð { Stiflu áður en langt urn líður. Elutti Jón nú til Sigluíjarðar og hefur átt þar heima siðan, eða frá Því 1043. Tunga var ein hir. bezta heyskap arjorð, sem ég hef auguni litið og audmikiii að sama skapi. Suðvest- r ira bænum inn í hálendið ligg- T^^gudalur, víðáttumikill og g*3 ær afrétt. Má með sanni segja, bónuaman hafi farið stórhugur Gei-ynS ,og kostir jarðarinnar. áru 1St{ ^°n snem®a á búskapar- einn ^ num miki11 Þóndi, ef til vill ari öiri GStÍ Þóndi í Fljótum á þess- hæHi ’ 5'm k- Þangað til búskapar tækn'^ 0reyllust með nýrri vél- ráði 'n0'! nautSriParækt hófst að og ro- ?• ,kann jörð sína nokkuð 1Sl a henni stórt steinhús, •SLENDINGAÞÆTTIR sem nú hefur verið rifið að viðum og að velli lagt. Ég veit, að öllum þeim, sem muna hið glæsilega höfuðból, er nú raun mikil þangað heim að líta. En þar var löngum fjölmenn- asta heimili sveitarinnar, sjálfsagt um tveir tugir manna, en flest sumur enn fleira. Myndarskap var þar við brugðið og rausn mikil, enda gestum og gangandi vel fagn að. Jón í Tungu lét sig félagsmál miklu varða og á hann hlóðust flest opinber störf, sem um er að ræða í hverju sveitarfélagi. Hann var lengi í hreppsnefnd og oddviti í 10 ár. Sýslunefndarmaður var hann 18 ár og hreppstjóri 1938— 43. Auk þess gegndi hann fjölda annarra starfa fyrir sveit sína og hið opinbera, þótt hér verði eigi frekar rakið. Fjarri er það mér að bera oflof á Jón í Tungu, en ekkert skrum er það, að hann væri sjálfkjörinn sveitarhöfðingi Fljótamanna. Ollu því ekki stjórnmálaskoðanir hans, þar fór hann sínar leiðir. Annað réði þar úrslitum. Allir vissu, að hann var maður óáleitinn og rétt- sýnn, traustur, er á reyndi, og virðulegur fulltrúi sveitar sinnar hvar sem var. En þegar horft tr yfir langa ævi Jóns í Tungu af sjónarhóli minn- inganna og brugðið upp myndum af lífi hans og starfi, hlýtur alltaf að vanta sterkan drátt í þá heild- armynd, sem við drögum af hon- um, sé ekki minnst jafnframt kon unnar hans, hennar frú Sigurlínu. Þau hafa verið samhuga og sam taka frá því að leiðir þeirra lágu saman fyrir 64 árum. Bæði eru þau höfðingleg í sjón og raun. vin- mörg og vinföst, og víst gerðu þau bæði saman garðinn frægan með höfðingsskap sín-um og látlausri reisn. En í hlut húsfreyjunnar féll það fyrst og fremst að stjórna sín- um stóra bæ og umsvifamikla heimili þeirra í Tungu og það gerði hún af þeim myndarbrag, sem kunnugir giey-ma seint. Þau hjó-nin eignuðust f-jögur börn. Elzta barnið misstu þau á 1. ári, hin náðu fullorðinsaldri. Si-g- ríður, kenna-ri í Reykjaví-k, Ólöf gift Eiríki Guðmunds-syni, verk- stjóra í Eópavogi, og Hilmar, sem kvæntist Magneu Þorláksdóttur, en hann lézt af slysförum fyrir 16 árum. Áður en Jón kvæn-tist eign- aðist han-n eina dóttur, Dagbjörtu, h-ú-smæðra-kennara, gifta séra Kristni Stefánssyni. Þá eru fóstur- börn Tunguhjónanna fjögur: Guð- mundur Jóhannsson, fulltrúi, Sel- fossi, Sigríður Hjálm-arsdóttir, hús freyja á Sauðárkróki, hálfsyst- ir frú Sigurlínu, Vilhjálmur Hjálm arsson, iðnaðar-maður, Reykjavík, hálfbróðir Sigurlínu, og Guðbjörn Hallgrímsson, vélsmiður, Hafnar- firði. Enn fleiri börn og ungling- ar vo-ru í Tungu lengri eða skemmri tíma og nokkur árum saman. Sýnir máski fátt betur hví- líka rausn inni við hjartað Tungu hjónin áttu, e-n barnel-ska þeirra og sú viðleitni að koma öllum þess um hópi til nok-kurs þroska. Ýmis atvik valda því, að dæt- ur Jóns, tengdasynir og fleira tengdafólk getur ekki dvalizt með honum á þessum merkisdegi í lífi hans. Hins mun hann þó sa-kna meir, að konan, sem hefur st-aðið bak við hann og verið honum i blíðu og stríðu hans mesin styrk- ur í lífinu, dvelst nú í Revkiavík og er í bili undir læknishendi. En þó að vík s-kilji vini og fjörð- ur frændur flýgur hugur okkar allra norður yfir fjöllin og flytur þér hlýjar þakkir og bless-unarósk- ir. Kristinn Stefánsson Jón E. Benediktsson Framhald ai bls. 2 Völlum hjá systur sinni og Lúðvík og þaðan fór hanu ekki aftur. Nú á seinni árum átti hann bara tvo hesta og það er ábyggi- legt, að honum hefur þótt mjög vænt um þá. Jón var hrókur alls fagnaðar, þegar maður var með honum, enda var hann gleðimaður. Jón var frekar heilsulítill seinni árin eins og mar-gir, sem hafa unnið mikið. Mér fannst, þegar ég var með Jóni, að hann væri einhver Ijós- beri, sem lýsti mér. Það er gott að vera með svoleiðis mönnum. Þá líður manni vel. Nú ertu horf- inn. Sætið þitt er autt og tómt en lífið bíður þín handan við móðuna mi'klu. Þar muntu glaður ganga, kæri vinur. Ég þakka þér gleði- stundirnar, sem ‘við áttum saman. Far þú í friði, friður guðs þér fylgi. Ég votta systkinum hans dýpstu samúð mína. Sig. M. J. 29

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.