Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 31

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 31
SJÖTUGUR: ÍSLEIFUR SVEINSSON trésmíðameistari, Hvolsvelli Síðla hausts árið 1942 fluttu þau hjónin Ingibjörg Kristjánsdóttir og ísleifur Sveinsson frá Miðkoti í Fljótshlíð út í Hvolsvallarkaup- tún og hófu þar byggingu á snotru íbúðarhúsi einu af þeim fyrstu, sem þar risu af grunni. Húsinu var af húsráðendum ekki gefið nafn eins og þá var aigeng venja í þorpum og kauptúnum, en barnabörnin, sem strax fóru að venja kornur sína í nýja húsið, nefndu það Ömmubæ og við þá nafngift situr enn í dag. Ingibjörg og ísleifur byrjuðu á næsta vori að pæla landið um- hverfis húsið sitt og gróðursetja trjá og blúmagróður og við þann starfa hafa þau hjónin unað mörg lörng vorkvöld á undanförnum ár- um, svo að langt er síðan að lim- rík tré og litfríð blóm fóru að Prýða garðinn þeirra. ísleifur Sveinsson varð sjötugur 18. júní. — Foreldrar hans eru Sveinn Jóns son frá Lambalæk og Margrét Guðnadóttir frá Hallgeirseyjar- hjáleigu. Hjónin Sveinn og Mar- grét hófu búskap að Skíðabakka í Austur-Landeyjahreppi, þar sem ísleifur fæddist aldamótaárið, en fluttu eftir fárra ára búskap að Miðkoti í Fljótshlíð og bjuggu þar til ársins 1922. Sveinn Jónsson var snillmgssmiður og stundaði smíð- ar með búskapnum. Árið 1923 gift ust þau Ingibjörg og fsleifur og tóku við búsforráðum. Miðkot í Fljótshlíð er engin kostajörð, til þess er hún of land Þröng. Hún er í miðri Fljótshíð ú bökkum Þverár. Hagar jarðarinn ar eru sunnan Þverár á svonefnd- Ulí> Aurum. Oft var erfitt að kom- ast yfir ána á búskaparárum ís- ’eifs, en hann var afbragðs vatna- ^aaður og átti trausta hesta og víl- aði ekki fyrir sér ófrýnilega ála og var iðulega fenginn sem fylgdar- Piaður yfir Þverá. Hjónunum í Miðkoti varð sex ®annvænlegra barna auðið, sem öll lifa og eru löngu farin úr föð Prgarði og er hópur barnaharn- anna orðinn stór. Áður en Ingi jorg giftist, eignaðist hún eina ÍSLENDINGAÞÆTTIR dóttur, sem- ólst upp með hálf systkinum sínum og reyndist ís leifur henni eins og faðir getur bezt reynzt barni sínu. Heunilið í Miðkoti var stórt þvi auk sjö barna voru í heimilinu tvær gaml ar konur, sem fylgdu þeim hjón um út í Hvolsvöll. Margrét Guðnadóttir, móðir ís leifs, stórmerkileg skapfestu og tryggðarkona og Kristín Krist mundsdóttir, en með þeim heið urskonum hafði gegnum gömul tengsl skapazt óbilandi vinátta. Þau Ingibjörg og ísleifur bjuggu á allan máta svo að þessum eftir minnilegu konum, að aðdáunar vert var. ísleifur Sveinsson er mikill hag leiksmaður, en hann er ekki ein ungis snilldarsmiður, heldur er hann og úrræðagóður með af brigðum og sér oft úrræði þar sem öðrum sýnast lokuð sund. Hann gengur glaður að störfum sín Fratmbald af bls. 32. hópur sem átt hefur sinn þátt í að setja svip á umhverfið og heim- ilisbraginn. Ekki mun ofsagt. að börnin öll séu mannkosta fólk, sem bera í dag móður sinni fagurt vitni. 75 ára getur hún með stolti litið til baka yfir farinn veg. Hún hefur sigrazt á öllum erfiðleiKum. Maður hennar fatlaðist snemma á ævinni vegna bilunar í mjöðmum. Gefur að skilja að ekki hefur það sízt komið til kasta Guðrúnar að fylla það skarð, er með því varð í afkastahring heimilisins. Mér er margt í huga er ég lít til baka og hugsa til þess hve oft ég hefi fengið hjartanlegar og ánægjulegar móttökur á Mýra- heimilinu, hve tryggð þeirra hjóna og barna þeirra við mig hefur alla tíma verið sönn og innileg. Ég finn að mörg orð þar um, henta hvað sízt, svo yfirlætislaust hefur allt verið unnið á Mýrum. Þeim mun nær hefur það hjarta manns náð. Ég minnist með þakklátum um og hefur glöggt auga fyrir því kímilega i veröldinni, en fer vel með og skapar gott andrúmsloft þar sem hann vinnur. En°inn smiðisgripur hans er fullgerður fyrr, e-n á honum er næmt fegurð arskyn og listfengur bragur, vand virkni hans er viðbrugðið. Hann miklast aldrei af verkum sínum og gengur hljóðlega á vegum til verunnar, en einlægni hans og mannkostir dyljast engum, sem honum hafa kynnzt. Hann er gott að eiga að vini. Eiginkonu sinni er hann umhyggjusamur eins og ungur brúðgumi. Greiðasamur er ísleifur með afbrigðum og höfum við grannamir notið þar af góðum handtökum hans. Til eru þeir, sem eins og eldast ekki, þótt árin færist yfir, þeir eiga slík lífsviðhorf, hug os hiarta lag. fsleifur Sveinsson frá Mið koti er í hópi þessara vormanna. P,E. huga alls i orði og verki sem ég hefi notið. Ég sé vel að góðir ná- grannar eru eitt það dýrmætasta, sem maður eignast á lífsleiðinni, því hvers fær sá notið. sem ekkí á friðinn? Ég sendi vinkonu minni Guð- rúnu á Mýrum hjartans innileg- ustu hamingjuóskir á 75 ára af- mælinu og þakka góð kvnni fyrr og síðar. Nú er fuglinn að setjast upp. það var kannsiki engin tilvilj- un að Guðrún fæddist 17 mai þeg- ar allt líf er að vakna af vetrar- dvala. Hún er sannur fulltrúi hins gróandi lífs og hún hefur aldrei brugðizt þvi. Hún er enn keik og létt í spori og enginn fer þess dulirm af henn- ar fundi, að þar fer óvenjulega glæsileg íslenzk kona. Þeir, sem til þekkja, vrta að eins mun hún falla og hún hefur staðið, þegai sú stund rennur upp, heiðarleg, velviljuð og sönn. Jónína Jónsdóttir. z\ Guðrún Sigríður Jónsdóttir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.