Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Qupperneq 3

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Qupperneq 3
arfjörður á, skull vera til. Og sf fegurð fer vaxandi. Mennirnir breyta auðn í fagrar lendur. Fén aður er vel með farinn og frjáls legur. Eftir eina eða tvær aldir mun stórskógurinn þekja hlíðai dalanna og kuldanæðingur kaldrf vordaga verða að þyt í toppi trjánna. Hér sem annars staðai eru það ræktunarmennirnir, sen lyfta grettistakinu. Á Varmalæk hefur síðan árið 1884 verið unnið að ræktun og hvers konar jarðarbótum, en það ár hófu foreldrar Sigurðar, Jakofc og Herdís búskap sinn. Fátæk voru þau í fyrstu og unnu hörð um höndum. En framsýni og fá gætur dugnaður til allra verka gerði þau fljótt vel efnuð. Hjálp- uðu þar og til fimm ágæt börn, fjórir synir og ein dóttir. Áhugi á ræktun hefur um langan aldur fylgt ættum Sigurðar. Má á' það minna 1 því sambandi, að fjöl- margir af beztu bændum Borgar- fjarðar eru frændur hans. Margir af þeim hafa verið fjárgæzlu- menn meiri en í meðallagi. Hitt tel ég þó miklu meira virði, að þar er mikill drengskapur ríkj andi í ættum. Hefi ég veitt því at- hygli í mörg ár og er enginr stundardómur. Upp af sveitum Borgarfjarðai rísa tignarlegir jöklar og há fjöll Víðlendar grasi-vaxnar heiðar en líka auðnir og eyðisandar Þarna hafa frá ómunatíð verið furðuheimar fegurðar og fágæt beitilönd. Nú þykir ýmsum sem gróðurlendur þessar fari halloka og séu 1 hættu staddar vegna of- beitar. Og það var maður af ætt Sigurðar á Varmalæk, sem ég vissi fyrstan benda á, að sjálf- sagi væri að rækta heiðalöndin og gera þau kjarnmeiri en þau hefðu áður verið. Segja má, að Varmalækur sé í miðju Borgarfjarðarhéraði. Er það landnámsjörð. Byggði þar fyrstur Óleifur hjalti. Gerði hann svo að ráði Skalla-Gríms. Varma- lækur. kemur viða við sögur og þar hafa búið margir merkir menn. Til dæmis Glúmur og Hall- gerður, eins og lesa má í Njáls sögu. Löngu síðar Torfi í Ólafs- dal og kona hans. En þau mann- anna verk, er þessa jörð prýða í dag, eru svo að segja öll ein- göngu unnin af sömu fjölskyld- unni, þeirri, sem þar er enn 1 dag. Nú eru þar tvö býli. Heitir nýbýlið Hellur. Reist við heitar lindir alllangt frá gamla bænum Á Varmaiæk hefur lengi verið stór býli. Nú byggist sá búskapur á ræktun að sið hins nýja tíma. Má fullyrða, að þar hefur aldrei verið stærra bú síðan land byggð- ist. • Sigurður Jakobsson fæddist á Varmalæk 7. mgí 1888. Þegar fað- ir hans dó, tók hann ásamt bróð- ur sínum við bústjórn með móð- ur sinni. Var til þess vitnað og þótti sérstök fyrirmynd, hve mjög þessi systkini voru samrýnd og ást- úðlegt með þeim. Þegar Herdís hætti búskap, bjuggu þeir bræður Sigurður og Jón félagsbúi um allmörg ár. Nú búa á jörðinni tveir bróðursynir Sigurðar, Jakob og Pétur. Sigurð- ur kvæntist ekki. Oft verður það hlutskipti þeirra manna að verða einmana, þegar árin færast yfir. Svo var ekki með Sigurð. Enda var hann óvenju barngóður mað- ur. Ætla ég, að hann hafi ekki upnað bróðursonum sínum minna en þó að þeir væru hans eigin börn. Og aldrei vissi ég eða sá annað en að Sigurður á Varmalæk skildi barnssálina betur en aðrir menn Man ég það vel, hve hann var mér góður, þegar ég var lítill drengur. Sigurður var hæglátur maður og prúður. Hverjum manni vinfast ari og einlægari. Vitur og ráðholl- ur og nutu þess margir. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum Borg- arfjarðar og var oddviti Andakíls- hrepps svo lengi sem ég man. Eng- inn var hann málskrafsmaður á mannfundum, en fastur fyrir og trúr sannfæringu sinni. Hann vsr gott að eiga að vini. Vetrarnóttin er heið og stjörn- um stráð. Á andvökunóttu hefi ég hugsað um vini mína. Sumir segja, að sálir mannanna fari til annarra hnatta og dvelji þar að jarðlífi loknu. Hvort svo er, eða ekki læt ég mig litlu skipta. Hitt skiptir miklu máli, hvort vinir dvelja í nánd hvern við annan eftir dauð- ann. Þætti mér vænt um, að aldrei yrði lengra á milli mín og vina minna á Varmalæk en verið hefur í þessu lífi. 7. marz 1958. Björn J. Blöndal. GUÐRÚN - Framhald af bls. 14 árvatns, Árvatns og Polls á björt- um morgnum, lognkyrr vorkvöld, álftakliðinn, silungsveiðar í vötn- um og kílum með frændsystkin- unum, um hvíta auðn vetrarins, — og um glaðværðina á heimilinu. Þar heyrðist aldrei önugt orð: hver virtist keppast við annan um að leita að einhverjum sólskinsbletti í tilverunni til að hittast á og gleðjast saman. Þar voru lesnar og sagðar sögur, farið með ljóð og vís ur ortar, því að Guðrún og öll börnin voru ágætlega hagmælt. Og ekki sízt er húsmóðirin í fersku minni, grönn, kvik og létt í hrevf- ingum og fasi, síkát og iífsglöð, hvað sem ytri aðstæðum leið. Vak-. andi umhyggja hennar og elsku- semi náði jafnt til heimaalningsins á túninu, kýrinnar í fjósinu og kindanna í haganum sem til bond- ans, barnanna og gestsins. Hún var allra vinur og öllum góð. Lífsfjör hennar og jafnlyndi var ein sönnun þess, að lífshamingjan á ekki rætur í auði og veraldargengi, heldur í því skapferli og hjartalagi, sem gerir mönnum kleift að njóta til fulls þess, sem þeim hlotnast, öf- unda engan og taka mótlæti æðrii- laust. Slíkri skaphöfn var Guðrún á Heiðarseli gædd. Því álít ég, að hún hafi verið mikil gæfumann- eskja. Hún var líka góð kona, sem alltaf var að gefa, en krafðist einskis 1 staðinn. Nú hefur hún fengið hvíld eftir langan og starf- saman ævidag. Ef mönnum veitist í dauðanum einhver umbun fyrir trúmennsku og hollustu við lífið á jörðinni, mun sú hvíld verða henni góð. Benedikt Sigurðsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.