Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Side 12

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Side 12
Hólmfríður R. Þ. Jónsdóttir Þann 25. marz síðast liðinn and- aðist á sjúkrahúsinu í Keflavík Hglmfríður Þ. R. Jónsdöitir, að- eins 39 ára að aldri. Útför hennar var gerð frá Kefla víkurkirkju 3. apríl, að viðstöddu miklu fjölmenni. Ilafði hún um langt skeið háð harða baráttu við sjúkdóm þann sem dró hana til dauða. Veikindi sín bar hún með mikilli hugprýði og æðraðist ekki. Hólmfríður fæddist að Svana- vatni við Stokkseyri 22. maí 1931. Foreldrar hennar voru hjónin Mar grét Sigurðardóttir og Jón Jóns- son og eru þau bæði komin af góð um og merkum ættum austur þar. Verður það ekki rakið nánar hér. hann þrekmenni, bæði líkam- lega og andlega, skapmikill og ógefinn fyrir að láta sinn hlut. Það sýndi sig bezt í veikindum hans og þjáningum, síðustu æviárin, að kjarkur hans og karlmennska var í ríkum mæli Ég set Karl hiklaust á bekk með mestu drengskapar- mönnum sem ég hef kynnzt. Nú hefur Karl vinur minn þegar lokið hinzta stökkinu og jafnframt þvi stærsta. Atrennan að því var honum bæði þung og löng, en hon- um fataðist samt ekki á fluginu fremur en áður. Með ótvíræðum sérkennum hins þrekprúða mannkostamannsins, lyfti hann sér hátt yfir þverslá hinna óumflýjan- legu örlaga, og ég er sannfærður um, að hann hafi komíð mjúklega niður hinum megin. Þetta minnir mig á frægan vitnisburð um hólmgöngumann, sem féll við mikinn orðstír, síðasta var ei höggið hans hinum parið minna. Þökk sé Karli Guðmundssyni fyr- ir samfylgdina, samstarfið og ali- ar minningarnar í því sambandi. Guðlaugur Jónsson. Hólmfríður var yngst af fjórum börnum þeirra hjóna og eina dótt- irin, en elzta son sinn misstu þau tæpra sex ára Fyrstu fimm ár æv- innar ólst hún upp með foreldrum sínum að Svanavatni, en þá slitu þau hjónin samvistir. Þær mæðgur fluttust þá til Stokkseyrar og þar var hún með móður sinni, þar til móðir hennar giftist seinni manni sínum Haraldi Briem og ólst hún upp hjá þeim á Stokkseyri og flutt ist seinna með þeim til Reykjavík ur. Fimmtán ára að aldri fór hún á skóla að Laugarvatni og lauk þaðan landsprófi. Eftir það vann hún ýmis störf, þar til hún giftist eftirlifandi manni sínum, Sveiní Jónssyni er um árabil var bæjar- stjóri í Keflavík og hafa þau átt þar heima síðan. Þau eignuðust þrjú börn: Margréti, Ara Þorkeí og Jón. Áður en Hólmfríður gift- ist eignaðist hún son, er hlaut nafnið Hólmþór Ragnar. Fyrstu tvö æviár hans fól liún drenginn í umsjá móður sinnar og stjúpföð- ur. Naut hann þar mikils ástríkis, eins og að líkum lætur. Hólmfríður og móðir hennar voru mjög samrýmdar og milli þeirra var alla tíð innilegt kær- leiks- og trúnaðarsamband. Stjúp- faðir hennar var henni líka sem góður faðir. Bræðrum sínum var hún ástrík systir og þegar hún eignaðist lítinn bróður lét hún sér mjög annt um hann „litla bróður sinn“ og vildi allt fyrir hann gera. Hún var góð kona, drenglynd, vinföst og hjartahlý og það var sem henni fylgdi hressandi and- blær, hvar sem hún fór. Hún var líka dugleg og hagsýn. Manni sín- um reyndist hún hinn ágætasti lífsförunautur og hans önnur hönd við hans margþættu störf. Hún var fyrirmyndar húsmóðir og börn um sínum góð og ástrík móðir, sem á allan hátt bar hag þeirra fyrir brjósti. Föður sínum, sem um mörg undanfarin ár hefur ver ið til heimilis hjá dóttur sinni og tengdasyni var hún ástrík dóítir. Öllum vildi hún gott gera og hvers manns vanda leysa. Það er bjart yfir minningu hennar. Við kveðjum hana með orðum skáldsins: „Flýt þér, vinur, í fegra heim, krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim“. Þ. B. t 12 ÍSLENDINGAÞÆTTiR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.