Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 2
beinann. Var það fúslega sam- þykkt af samferðarfólki mínu, en ekki leyndi það sér, að sumir höfðu litla trú á, að greiðsla yrði þegin. Ég man ekki hvort ein- hverjir sögðu það, en ég las það a.m.k. út úr svip þeirra, að nú réð- ist fararstjórinn í það, sem aldrei mundi takast. Sennilega hefir þessi þögla van- trú ferðafélaga minna orðið til þess, að ég varð ákveðinn í því að fá Jón bónda til að taka við grnðslu fyrii næturgreiðanr Tók ég því Jón á eintal á bak við bæ áður en hópurinn kvaddi, og rétti að honum greiðslu fyrir beinann. Hann tók því víðs fjarri að hirða fé þetta, en eitthvert kapp var komið í mig að gefast ekki upp, og hvort sem við Jón þjörkuðum um þetta lengur eða skemur, varð endirinn sá, að ég rak féð í hönd honum, þótt ég findi að Jóni voru þessir aurar ekki kærkomnir. Á heimleiðinni létu ferðafélagar mínir í ljós undrun sína yfir snilli minni að koma fé þessu í hendur Jóni, sem aldrei hafði viljað taka við gjaldi fyrir greiða. Ég þóttist góður af þessari frammistöðu, a.m.k. á yfirborð- inu, en sigur minn varð ekki lang- *er. Stuttu síðar fékk ég bréf frá Jóni og allt féð með. Þetta bréf varð kjörgripur á heimili mínu, og þar sem ég tel mig ekki færan um að lýsa Jóni Aðalsteini Stefánssyni, þeim fjöl- hæfa og litríka manni, ætla ég að láta hann gera það sjálfan, með því að birta þetta bréf hans. Möðrudal 11.8. 1940 Heiðraði vin. Með sorg í hjarta sit ég hér og sakna frelsis míns. En hvað er að tala um það. Til hvers er að vera maður? TU hvers er að vera glað- ur? Yfir gestaheimsókn göfgra manna. Sem gjörsamlega risnu banna. Þó áður hafi jeg af þeim hlotið óteljandi gæði. Þá má efeki launa það í næði. Nú eru aurar öllum allt og er því lífið stundum kalt. Nú er gest- risnin á bónda bæ borin út á feald- an sæ. Kotungslund i köllumt þarf að vera, kærleiksverk má enginn mað ur gjera. Contant borgun á öllu þarf að vera. Nú verð jeg 1 naestu ferð, að narta saman auramergð. Og borga allt sem maginn þarfn- ast. Sem áður hef jeg þegið upp á krít. Og með aðdáun jeg á þá tíma lít. Þegar allir gjörðu allt fyrir alla, og ekki verið með aura að svalla. Það hefir sína galla. Seðlarnir í lófum brenna og sam- stundis í glötun renna, og gleðja hvorki Guð né menn. Þó góðir teljist stundum enn. Gaman er að syngja og hlæja, og gremju og ólund frá sér bæja. Þá góðir gestir að garði bera, gam- an er í þeim solli að vera. Jeg er gamall maður og gleraugnalaus. Við gáskann er jeg aldrei laus. Nema þegar sorgin svellur og sinn- isveikin að mér fellur. Illa er þessi miði merktur, málískunni og bleki svertur. Á Burstafelli borðað hef jeg oft og aldrei farið þaðan með tóman hvoft. í Krossavík jeg kom í fyrra og þáði greiða sem ekki var end- urgoldinn. Og í skólann hef jeg oft komið og er fólkinu þar mjög kunnugur. Guðm. Stefánss. veitti mér oft í fyrra endurgjaldslaust. Og Árni læknir hefur gefið mér það sem hverjum manni er dírast sem er hreystin í stað heilsuleysis. Svo hefur hann um undanfarin 20 ár veitt mér ótalsinnum. Og svo ert þú nú sjálfur þú bauðst Vern- harði frænda hjá þér að vera í viku eða meira en við erum sem eitt og svo gjörðurðu það strax það sem ég bað þig um daginn. Þessu á jeg öllu gleyma, því krefst jeg að út sé strifeaður fæðiskosnað- ur fararinnar, annars fer jeg aðra leið að rétta minn hlut. Eysteinn vill spara pappírinn, sem annað út lent. Jeg er honum trúr. Fyrir- gefðu þetta krass. Þinn einl. Jón A. Stefánsson. Til skýringar skal þess getið, að í seinnihluta bréfsins minnist Jón á ferðafélaga mína, ýmist með nafni eða sem húsráðendur á bæj- um. Bréfið er þétt skrifað og spáss í\ir nýttar til ýtrasta. Aurar þeir er Jón endursendi með bréfinu, voru lagðir á sérstak- an reikning í kaupfélagi á Vopna- firði, og fyrir rás örlaganna varð löngu síðar hægt að nota þá í sam- ræmi við upphaflegan tilgang, en það er önnur saga. Meðan ég var kaupfélagsstjóri á Vopnafirði átti Jón þar aðalvið- skipti sín. Kynntist ég honum þá náið, og átti ég oft eftir að reyna að lífsviðhorf hans, sem koma fram í bréfinu, voru honum ekki skrautfjaðrir einar. Hann var allt- af hreinn og beinn og taldi sig ekki þurfa að krjúpa neinum. Sjálfstraust hans var óvenjulegt. Hann sagði oft, að maður gæti allt sem maður vildi reyna. Ókunnug- um þótti stundum slíkt tal Jóns bera vott um yfirlæti, en við nán- ari kynni hvarf slík hugsun í skuggann, því að Jón var svo fjöl- hæfur, að maður fór að trúa því að hann gæti allt sem hann vildi gera. Auk þess var persónuleg reisn Jóns slík, að hann gat leyft sér að segja um sjálfan sig þá hluti, sem aðrir höfðu hvorki þrek eða þor til að láta fjúka. Jón vildi reyna margt. Hann lærði söðlasmíði og var hag- ur á margskonar smíðar. Má þar nefna ýmsa muni, er hann skar út í hárri elli og gaf vinum sínum. Hann hefði einhverja kennslu fengið í tónfræð um, og var tónlist hans líf og yndi, hvort sem var í glöðum hóp, er hann lék á orgelið sitt og söng við raust með gestum sínum, eða í kyrrð og ró í kirkju sinni. Eigum við hjónin ógleymanlega minningu um Jón, er hann lék og söng þar uppáhaldssálm sinn „Mikli Drott- inn, dýrð sé þér“. Á efri árum sínum fékkst hann nokkuð við að mála, málaði m.a. altaristöfluna 1 kirkju sina. Þótt málverfe hans væru gerð án nokk- urrar tilsagnar og sjálfsagt langt frá því að uppfylla einföldustu kröfur lærðra manna í þeim efn- um, kom hann mönnum þar á óvart, eins og í svo mörgu öðru, aldrei verður það sagt um mynd- ir Jóns, að höfundur þeirra reyndi að stæla aðra, svo sterk eru hans persónulegu einkenni í þeim efn- um sem öðrum. Ég held að nafnið, Jón í Möðru- dal, hafi verið stórt nafn í huga flestra Vopnfirðinga, og það var alltaf upplyfting í önn hversdags- lífsins, er Jón í Möðrudal kom í heimsókn. Við Anna minnumst nú með þakklæti þeirra stunda, er við áttum sem gestir Jóns í Möðru- dal, og sem gestgjafar hans, er hann kom til okkar í heimsókn. Þessi fjölhæfi maður og tilfinn- ríka barn öræfanna mun seint líða 2 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.