Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 4
víöa af þeirri reisn, seii hálendis- manngerðin ein getur skapað. Þegar ég lat um ferðir Sven Hed in úr Kasmír á Indlandi yfir 400 metra hásléttu niður í Tíbet 1907, ferð, sem hann fór í forboði allra þeirra ríkisstjórna, sem málið náði til, varð mér ljóst, að hann hitti fyrir á „Þaki himinsins“ hjarð- menn, er voru svipaðir að allri gerð og háfjallabúarnir, sem ég hef kynnzt í efstu byggðum íslands. Menn segja, að hliðstæðu við Bjart í Sumarhúsum, hinn stór- brotna persónuleika i sögunni „Sjálfstætt fólk“ eftir Halldór Kilj an Laxness, megi finna hvar sem er á landinu. Ég hef ekki þá skoð- un. Bjartur er tákn þeirrar mann- gerðar, sem stórbrotið umhverfi heiða og háfjalla eitt getur alið. Einkennin eru sjálfstæðishvöt og sjálfsbjargarviðleitni, æðruleysi i erfiðleikum, þrautseigja og þol- gæði. Fjallabúinn, hvort sem hann ræður yfir víðum löndum og á gilda sjóði og margt gangandi fé, eða aðeins litla heiðarkotið og fá- ar kindur í kofa, er gæddur þess- um eigindum. Á sólbjörtum sumardögum er hann sem frjáls konungur í ríki fjallanna, en á vetrum harðvítugur baráttumaður við helkalda jökul- auðnina, einangrun og veðraham. Þar þýddi ekki griða að biðja. Baráttan ein bauð upp á sigur. Ef til vill báru þessir menn ekkert of mikla virðingu fyrir lágsveitalýðn- um — það þurfti svo sem enga sérstaka stríðshörku til þess að skrimta þar. Gestrisni og greiðasemi fjallabú- anna mun lengi viðbrugðið. í heið- arkotið og á stórbýlið var öllum gott að koma, jafnt ríkum sem snauðum. Það þótti viss frami fyrir ungt fólk, að komast í sumarvinnu á há- fjallabæina, t.d. Möðrudal, enda var það svipmikið, fastmótað heim ili. Þurfti víða að leita til að kynn- ast öðru, er framar stæði. En Vet- urhúsabóndinn leit á sig sem full- kominn jafningja Möðrudalsbónd- ans, þótt fjáreign þeirra væri ekkl jöfn. Innri maður beggja krafðist slíkra samskipta. Að sitja veizlu i Möðrudal hlaut að verða minnisstætt. Þar var veitt af rausn i hefðbundnum rammís- lenzkum stíl, og leild.8 opinskátt af fullri djörfunig. Annars voru bændur i Norður- Múlasýslu stórir í sniðum meðan þeir gátu selt sauði sína fyrir brezkt guíL Sem dæmi gestrisni og greiðasemi þessa fólks, gæti ég nefnt það, að eftir að synir mínir þurftn að fara ferða sinna um f jöll in, máttu þeir sem næst telja sig komna heim á Vopnafjörð, næðu þeir með einhverjum ráðum að Möðrudal. Jón bóndi sá um það. Enn hann var bara einn úr hópn- um og garður hans liggur um þjóðbraut þvera. — Hver annar hefði í sömu sporum verið jafnfús. Mér hefur orðið tíðrætt um fólk- ið á Jökuldalnum og í heiðinni, enda þótt ég hefði minnst sam- skipti við það sem læknir. Ég hef ávallt dáð þessa hálendismanna- gerð, frumstæðan kjarna íslenzkr- ar bændastéttar...“. Þannig lýsir hinn glöggskyggni og gagnmenntaði læknir kynnum sínum af fjallabændunum og fólki þeirra. Öll þau einkenni háfjalia- manngerðarinnar, sem hann minn- ist á, átti Jón í Möðrudal í ríkum mæli. Sjálfsbjargarviðleitni hans og þrautseigja dugði honum ekki að- eins til að greiða þau 500 lambs- verð, sem Möðrudalur kostaði, heldur og til að koma þar upp stórbúi. Æðruleysi hans og þol- gæði ásamt óvenjulegu, nær óbug- andi þreki og kjarki, entist honum til að hafa í fullu tré við margvís- lega erfiðleika á langri ævi. Hug- kvæmni hans var höfð á orði, og 1 gestrisni sinni oig hjálpfýsi sást hann lítt fyrir. — Og svo kunni hann að hefna sín, eins og andlegir höfðingjar einir kunna. í kringum 1940 fóru sikólanem- endur frá Seyðisfirði í ferðalag norður í land í fylgd með skóla- stjóra sínum, og svo sem venja var, kom hópurinn við í Möðrudal og þáði. þar góðgerðir. Þegar skóla stjórinn vildi gera upp greiðann, var ekki við það komandi aðeins sett það skilyrði að komið yrði við í bakaleiðinni. Var svo gert og voru allar veitingar nú enn rausna legri en í fyrra skiptið, því vitað var um komu Seyðfirðínganna til baka. Þegar nú sikólastjórinn vill gera upp reikninginn segir Jón, aö hann sé þegar greiddur og segir skólastjóranum eftirfarandi sögu. Hlustaði bílstjórinn á frásögn Jóns en hann saigði mér. Það hafði ver- ið einhvern tíma fyrr á árum, þeg- ar Jón átti í sem mestu basli í sam- bandi við kaupin á Möðrudal. Þau kaup voru á hágengistíma ís- lenzkra landbúnaðarafurða en greiðslur þurfti að inna af hendi er þær voru komnar í algert lág- mark og lánsfé lá ekki á lausu. Jón reyndi þá að selja fé sitt gegn staðgreiðslu og rak hann því fé sitt á haustin þangað, sem hana var helzt að fá. í þetta sinn var ferðinni heitið til Seyðisfjarðar. Á Fjarðarheiði skall yfir hið versta veður, öskubylur og átti Jón í mikl um erfiðleikum með að koma fénu yfir beiðina. Um nóttina kemst hann þó með það út í kaupstað og af ótta við að missa féð úr höndum sér út í nætursortann og bylinn, byrgði hann það í fjárrétt um nótt- ina. Sjálfur var hann orðinn ör- þreyttur en honum tókst ekki að fá neins staðar inni og lá því úti. Um morguninn sleppir hann út fénu. Þegar hann kemur tii baka er hann kallaður fyrir sýslumann, en honum hafði borizt kæra á Jón fyrir illa meðferð á fénu, og var honum gert að greiða smásekt fyr- ir athæfið. Sagði Jón, að sér hefði runnið ákaflega í skap, þar sem hann taldi sig vera kunnan aö því að fara vel með skepnur sínar. „Hét ég því þá, sagði hann, „að hefna mín á Seyðfirðingum við fyrsta tækifæri“. Bilstjóri sá, er flutti skólastjór- ann og börnin, hlustaði á þessi orðaskipti og sagði mér. Þetta var fyrsta tækifærið, og svona fór Jón að því að hefna sín. Það var þessi Jón í Möðrudal, sem vinir og nágrannar kvöddu í MöðrudalSkirkju í ágúst síðast lið- inn, fjallabóndann og tryggðavin- inn, mann, sem átti engan sinn lík- an. Listamaður — uppreisnarmaður Ein er sú eigind háfjallamann- gerðarinnar, sem enn er ótalin, sjálfræðishvötin. Jón var gæddur henni í ríkari mæli en flestir aðrir. Því olli listamannseðli hans. Þegar þessi hvöt til sjálfræðis og frelsis blandaðist ólgandi listamannsblóði, 4 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.