Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 6
Helga Sæmundsdóttir Á Melrakkasléttu, vestan Leir- hafnarfjalla stendur bærinn Leir- höfn. Ofanvert viS bæinn rís brött en lág fjallsbrekka, en neðanvert við bæinn er Leirhafnarvatnið, sem prýði er að. Flatneskja er á milli vatnsins og sjávarins. Úr Leirhafn- arvatninu, vestanverðu, liggur mjódd nokkur, sem kölluð er „Rófa“. Bendir lækur þessi á, að þarna kunni að hafa verið ós, sem fjaraði og flæddi um. En nú er allbreið landsspilda á milli vatns og sjávar. Leirhafnarvíkin er all- stór um sig. Þar er trygg höfn fyr- ir skip og báta þegar inn er kom- ið. Haldbotn góður fyrir legufæri skipa. » Skerjagarður lokar víkinni, nær hann alllangt út. Á honum brýtur hafaldan í norðanstormum og er orðin máttlaus með öllu, þegar skerjagarð þennan þrýtur. Heiman frá bænum, Leirhöfn, er víðsýnt mjög til vesturs. í suðri byrgir Snartarstaðanúpur útsýn, og Hvammafjöll og Rauðunúpar til norðurs. í vestri sést Tjörnes og framundan því sjást Kinnarfjöll, mikilfengleg og úfin, hvíthödduð. í góðum sjónauka sjást fleiri fjöll og fjallgarðar koma í sjónmál greinilega. Fullyrt er, að tveir hnjúkar sjáist miklu fjær í sjón- auka þá skyggni er sem bezt. Mun þar vera um að ræða fjallshnjúka vestur í Strandasýslu. Má því segja, að víðsýnt sé í Leirhöfn, séð til vesturs og norðvesturs. Það mun hafa verið vorið 1914, að sveinstauli kom að Leirhöfn. Átti drengur sá að vera þar smali um sumarið, var hann sá hinn sami og þessi orð ritar, þá 13 ára. Lítill var drengur sá og lágur í lofti. Ég lagði leið mína heim til bæjar- ins, sem lá og liggur enn við þjóð- braut, ef farið er um Melrakka- sléttu. Mér var boðið inn í stofu í nýlega byggðu húsi, sem byggt var úr steinsteypu, vandað mjög að efni og hið prýðilegasta, enda sérstæð bygging í því byggðarlagi í þá daga. Hús þetta stendur enn. Sýndist mér í sumar, er ég átti þar leið um, að húsið sómdi sér vel enn, — sumarið 1971, en íbúð- arhús það, sem hér um ræðir, var byggt 1911. Er ég sat þarna inni í stofunni í Leirhöfn, þá ófermdur, og leit í kringum mig í húsakynnum, sem mér þótti mikið til koma, þá hafði ég lítinn tíma til umþenkingar um það efni, því stofudyrnar opnuðust og inn kom koná, sem hlaut að vera húsmóðirin. Konan var í meðallagi há, þétt- yaxin og góðleg. Ég stóð upp og heilsaði konunni, sem tók kveðju minni með svo fölskvalausri hlýju, að af mér hvarf öll feimni. Ég man enn orðin sem hún sagði við mig eftir að hafa tekið kveðju minni, sem fyrr er frá sagt. „Þetta mun vera nýi smalinn minn. Vertu velkominn“. Röddin milda og hlýja og bjarti og hreini svipurinn, færði mér, drengnum, traust. Mér fannst ég vaxa við þess ar hlýju móttökur, sem kölluðu á það bezta í fari mínu. Á því augnabliki hét ég því með sjálfum mér, að reynast trúr í starfi og eignast traust þessarar konu. Reyndar leiddist mér hjáset- an, hafði kynnzt því starfi tvö síð- ast liðin sumur. Þannig bar fundum okkar Helgu Sæmundsdóttur fyrst saman. Ég var oft búinn að heyra þessa konu nefnda. Ég kveið ekki fyrir því að fara að Leirhöfn. Um það heimili hafði ég margt heyrt talað, en að- eins heyrt umtal, sem vitnaði um reisn, myndarskap og drenglund. Nú sat ég þarna í stofunni. Hús- móðirin sat þarna líka og spjallaði við mig eins og gamlan kunningja, glöð og góðleg. Ég fann strax, að þarna myndi ég eignast vin, sem yrði mér í senn húsmóðirin virðu- lega og einnig myndi hún reynast mér sem væri hún móðir mín, bæði í umhyggjusemi og alúð. Þetta reyndist rétt síðar meir. — Helga Sigríður hét hún fullu nafni, var fædd að Presthólum í Núpa- sveit 19. desember 1856. Faðir hennar var: Sæm- undur Sigurðsson frá Halldórsstöð um í Kinn, voru þau systkin 23, var eitt þeirra Helga, móðir Sigurð ar búnaðarmálastjóra, en hún var hálfsystir Sæmundar, því Sigurður faðir þeirra var tvíkvæntur. Helga Sæmundsdóttir missti föð- ur sinn um fermingaraldur. Á þeim árum átti margur erfitt upp- dráttar. Reyndi Helga Sæmunds- dóttir snemma á ævinni, hvað fá- tækt var, en þrek hennar og þol- gæði bugaðist aldrei, á hverju sem gekk. Sumarið 1883 giftist Helga Sæm undsdóttir Kristjáni Þorgríms- syni, bónda I Leirhöfn. Kristján Þorgrímsson var ekkjumaður og átti börn uppkomin. Er dætur Kristjáns giftust og einnig sú, sem hafði verið bústýra á búi föður síns, vantaði Kristján bústýru. Þar sem hann hafði frétt um mann kosti og dugnað Helgu Sæmunds- dóttur, sem lengi liafði verið vinnu kona á Sigurðarstöðum á Mel- rakkasléttu, þá leitaði hann til Helgu er giftist Kristjáni, sem fyrr greinir. Fluttist Helga þá að Leir- höfn og móðir hennar Kristín Sig- urðardóttir með henni. Hafði Krist- ín, móðir Helgu, átt við vanheilsu að stríða og dó þá um haustið. Þau Kristján Þorgrímsson og Helga Sæmundsdóttir, kona hans, eignuðust sex sonu, sem allir urðu þekktir að atorku og dugnaði. Urðu þeir móður sinni stoð og styrkur, er þeir þroskuðust, enda áttu þeir eftir að gera garðinn frægan. Helga Sæmundsdóttir missir mann vsinn 14. maí 1896, eftir tæpra 13 ára sambúð. Þá syrti í lofti fyrir ekkjunni er stóð ein uppi með sex syni sína. Jóhann, þann elzta, tæplega tólf ára. Þann yngsta, Helga, eins og hálfs árs. En bænakonan Helga Sæmunds- dóttir bugaðist ekki. Bænin var henni styrkur. Trúin varð henni 6 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.