Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 8
GESTUR ÓLAFSSON forstöðumaður bifreiðaeftirlits ríkisins Fæddur 10. júní 1906. Dáinn 23. sept. 1971. Gerð hefur verið útför Gests Ólafs sonar, forstöðumanns Bifreiðaeftir lits ríkisins, en hann andaðist í Kaupmannahöfn 23. sept. eftir stutta sjúkdómslegu. Fór hann þangað í skemmtiferð ásamt konu sinni síðari hluta ágústmánaðar, glaður og reifur að vanda, að loknu miklu annatímabili í bifreiðaeftirlitinu frá því snemma í vor. Áttu þau hjón ánægjulegar samverustund- ir með góðum vinum í Dan- mörku, þar til að því kom skyndi- lega að flytja varð Gest í sjúkra- hús til rannsóknar. Kom þá fljót- lega í ljós, að hann var haldinn mjög alvarlegum sjúkdómi. Gestur Ólafsson var rúmlega 65 ára, er dauðann bar að garði. Hann fæddist 10. júní 1906 að Ána- brekku í Borgarhreppi í Mýra- sýslu. Gestur missti foreldra sína kornungur, en ólst upp hjá fóstur- foreldrum, Jóni Bjarnsyni bónda þar og konu hans, Guðlaugu Gísla- dóttur. Fluttist hann með þeim á ungum aldri að Þrándarstöðum 1 Kjós og alllöngu síðar til Reykja- víkur. Miklir kærleikar voru milli Gests og fósturforeldranna og minntist hann þess oft þakklátum huga, að þau höfðu veitt honum skjól og miðlað honum ástúðlegri umönnun, eins og um eigið barn væri að ræða. Eftir að Gestur komst á þroska- í sólarylnum drottning dyggða dásamlegu launin hlýtur. — Þú átt mínar þakkir mestar. þakkir, fyrir liðin kynni. Þínar, mér æ bænir beztar beina för, í eilífðinni. Með þökk og virðingu. Þórarinn Jónsson. , aldur stundaði hann fyrst í stað ýmis störf í sveit og á sjó, en árið 1925 gerðist hann bifreiðastjóri. Komst hann þar með í kynni við þau tæki, er lífsstarf hans var bundið við upp frá því. Bifreiða- stjórastarfinu gegndi Gestur næstu 15 árin. Ferðaðist hann víða um og kynntist öllum landshlutum og flestum vegum, sem þá höfðu verið lagðir og færir voru bifreið- um. Á þessu tímabili aflaði Gestur sér staðgóðrar landfræðiþekking- ar og persónulegra vinsælda, sem komu honum að miklu gagni, er hann tók við opinberu starfi. Árið 1941 var Gestur ólafsson skipaður bifreiðaeftirlitsmaður í Reykjavík og Suðurlandsum- dæmi, en fulltrúi við Bifreiðaeftir- litið varð hann árið 1956. Hann var skipaður forstöðumaður Bifreiðar eftirlits rí-kisins 1. nóvember 1962 og gegndi því starfi til æviloka. Vegna ytri aðstæðna átti Gest- ur Ólafsson ekki kost á langri skólagöngu svo sem hugur hans stóð til. Hann var þó víðlesinn og unni góðum bókmenntum. Aflaði hann sér góðrar þekkingar og reynslu á starfssviði sínu og gerði sér ávallt mikið far um að fylgjast náið með hinni öru þróun í fram- leiðslu og notkun vélknúinna öku- tækja. Fór hann m.a. oft utan til þess að kynnast nýjungum í störf- um bifreiðaeftirlitsmanna 1 ná- grannalöndum okkar. Gestur ÓJifsson átti sæti í ýms- um nefndu'ífl sem fjallað hafa um umferðar&'yggismál. Hann veitti forstöðu námskeiðum fyrir at- vinnupróf bifreiðastjóra, tók mik- inn þátt í undirbúningi vegna breytingar í hægri umferð hér á lanjji, var síðan skipaður í Umferð arráð er það var stofnað árið 1969 og tók virkan þátt í störfum þess frá upphafi. Gestur gegndi einnig margháttuðum trúnaðarstörfum fyrir starfsfélaga sína, enda bar hann hag þeirra ávallt mjög fyrlf brjósti. Hann var formaður Félags íslenzkra bifreiðaeftirlitsmanna i yrir 20 ár, sat í stjóm Sambands norrænna bifreiðaeftirlitsmanna um langt skeið og í stjóm Starfs* manna félags ríkisstofnana á árun* um 1954—1960. Þótti hann hvar* vetna eftirsóknarverður samstarfs- maður, enda lá hann aldrei á liði sínu og lagði ávallt gott til mála. Embættisstörf sln rækti Gestur af mikilli samvizkusemi. Hann var ötull og ósérhlífinn starfsmað- ur, er vildi greiða götu allra þeirra, sem til hans leituðu. Eins og margir aðrir þurfti hann að ráða fram úr ýmsum vandamálum, stundum undir gagnrýnissmásjá al mennings. Leysti hann slík mál jafnan með hagsmuni þjóðfélags- ins fyrir augum en þó með þeim hætti að hlutaðeigendur gátu vel við unað. Gestur var framfarasinn aður umbótamaður í starfi sínu og hafði ávallt það markmið að veita samborgurunum sem bezta þjónustu. -Gestur Ólafsson var tvikvæntur. Var fyrri kona hans Steinunn Sig- urðardóttir, ættuð úr Húnavatns- sýslu. Þau slitu samvistum. Sonur þeirra er Jón Már, starfsmaður í Vegagerð ríkisins, kvæntur Bjarn- veigu Valdimarsdóttur, en uppeldis dóttir Guðlaug Gunnarsdóttir, flug freyja hjá Loftleiðum. Síð§ri eigin kona Gests var Ragnhildur Þórar* insdóttir, gjaldkera og útgerðar- manns í Vestmannaeyjum, Gísla* sonar. Lifðu þau Gestur hamingju sömu lífi á fögru heimili í hópi barna.' barnabarna og annarra ást* vina. Er nú sorg I ranni, þegar heimilisfaðirinn umhyggjusami hefir verið burtu kallaður nær fyr irvaralaust. Með Gesti Ólafssyni hverfur af sjónarsviði drengskaparmaður, sem um langt árabil hefir helgað starfskrafta sína baráttunni fyrir « ÍCi cKir'iwft/\h *TTiD

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.