Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 10
r reiðaeftirlitið, og kva'ðst vera að fara til Norðurlandanna til að kynna þér nýjungar á starfssviði okkar bifreiðaeftirlitsmanna og þann tæknibúnað, sem starfsfélag- ar okkar á Norðurlöndum hafa. Þú tókst þessa ferð á hendur til þess að væntanleg skoðunarstöð, sem var þitt mesta áhugamál, yrði sem bezt búin. Ekki grunaði okkur þá að þetta yrði í síðasta sinn sem við tækj- umst í hendur og sá frískleiki og glaðværð, sem fylgdi þér alls stað- ar, væri frá okkur tekin. Við eigum eftir dýrmætar minningar um þig sem vin, félaga og ekki sízt hús- bónda. Við þökkum þér góða viðkynn- ingu. störf þín fyrir félag okkar og það, sem þú gerðir fyrir okk- ur hvern og einn. Við kveðjum þig nú með sökn- uði og vottum eiginkonu þinni, börnum, tengdadóttur, barna- börnum og öðrum ættingjum inni- lega samúð okkar. Hvíl þú í friði. t Fimmtudagirin 23. sept s.l. barst mér harmaíregn. Gestur Ólafsson var látinn. Hann þessi góði og mæti maður, traustur og trúr og trygg ur öllum sem þekktu hann og í sínu starfi sem var svo umsvifa- niikið, og hlífði sér hvergi. Það var mikið lán að dvelja á heimili þeirra hjóna, þar ríkti gleði og gestrisni. Alltaf var hann glaður, ræðinn. glettinn og gam- ansamur. Fyrst er ég sá Gest Ólafsson 1959 fannst mér hann ofurlítið kaldranalegur í fasi, sern fljótt fór að við nánari viökynningu. Þar sló heitt hjarta og göfugt í barmi, sem bar hag þeirra smáu er máttu sín lítils í þjóðfélaginu. Þannig var Gestur Ólafsson sómi sinnar þjóð- ar, hann galaði ekki um sín vanda- mál, en spurði þá fátæku um þeirra líðan, alltaf jafn fús á að greiða götu þeirra ef unnt var. Iíann var stórbrotinn persónu- leiki, en stærstur var persónuleiki hans er hann greiddi götu smæl- ingjanna. Og sem aldrei mun gleymast mér eða öðrum sem nutu greiðvikni hans. Ég sé hann í glöðum góðvinahópi, hrók alls fagnaðar taka lagið með sinni fallegu söngrödd sem alls MINNING Sigríður Magnúsdóttir Júlíkvöld, sól tekin að lækka á lofti, knúið er dyra. Þar er kom- in vinkona mín, Sigríður Magn- úsdóttir, úr langferð utan úr heimi og hefur meðferðis stóran vönd af rauðum rósum, er hún réttir mér. ' Loftið fyllist ilmi rósanna og hlýjum orðum gefandans. Hún er svo hamingjusöm að hafa fengið tækifæri til að njóta samfunda ætt- ingja og vina erlendis, en „mikið er samt gott að vera komin aftur heim“. Hversu skammt er ekki bilið milli tilverustiga okkar, því að næsta dag var hún horfin af þess- um heimi. Þungskilið er lögmál lífsins: „Það er af vindi vakin alda, er verður til og deyr um leið“. Þar er skarð fyrir skildi, er sann ur vinur var. Sigríður var stórbrot- inn persónuleiki, bar höfuð hátt á hverju, sem gekk, og af því meiri reisn, sem róðurinn var þyngri. Mann sinn, Jens Ögmundsson, missti Sigríður árið 1969, og son sinn, Magnús, fyrir tæpu ári. Eftir staðar hefði notið sín, en því mið- ur var hann of hlédrægur á að láta hana heyrast á almannavett- vangi, hann kærði sig ekki um hrós, aðeins gleðja aðra og gleðj- ast með glöðum. Þannig var Gest- ur Ólafsson. Blessuð sé minning hans. Dýpstu samúð votta ég eigin- konu hans Ragnhildi Þórarinsdótt- ur, syni hans og fósturdóttur og fyrri eiginkonu hans, tengdafólki, vinum og vandamönnum. Steinunn Guðmundsdóttir. lifa tveir synir hennar, Garðar og Þór Reynir. Hún fæddist á Fáskrúðsfirði 31. janúar 1902, af austfirzkum ættum komin. Ung stúlka fór hún til Kaupmannahafnar og dvaldist þar nokkur ár. Giftist síðan og bjó mest allan sinn búskap í Reykja- vík, um fjörutíu ára skeið. Hún andaðist 11. júlí og var jarðsett frá Fossvogskirkju 20. júlí. Sigríður mín, þú ert kvödd með söknuði ( af sonum þínum og tengdadóttur, sem þakka þér allt á liðinni tíð, og barnabörnin kveðja með trega sína góðu ömmu, er var þeim svo mikils virði. Við, slarfssystur þínar á þjóð- minjasafninu, þökkum margar góð ar stundir. Ég vona þér líði vel í hinu nýja heimkynnh Fuilþakkað verður þér ekki með nokkrum fátæklegum orðum vinátta þín fölskvalaus eins og rósirnar, sem þú færðir mér að skilnaði. ólöf Jónsdóttir. 1« ÍSLENDINGAÞÆTHR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.