Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 11
Kristinn Kristjánsson Fæddur 17. ágúst 1883. Dáinn 7. ágúst 1971. Kristinn Kristjánsson er einn aí Jieim mönnum, sem minnast ber, enda skilllr hann eftir aðeins góð- ör minningar. Kristinn Kristjánsson var orö- Jnn maður háaldraður, er hann lézt, þá nærri orðinn áttatíu og sex ára. Maður, sem lifað hefur hér I ‘átta áratugi og nærri því sex ár- Um betur, hlýtur að hafa markað flögg spor í sand tímans. — Svo ar um Kristin vin minn. — Krist- Inn Kristjánsson var hár maður Vexti, lítið eitt lotinn í herðum, Um 29 ára aldur er ég sá hann jyrst. Kannski hefur þetta stafað af því að lúta yfir steðjann seint og énemma dags. Kristinn, í Leirhöfn, eins og sagt var um hann í þá daga, var járn- smiður að iðn, lærði þá iðngrein suður f Reykjavík. Ekki veit ég um nafn þess manns, sem Krist- inn lærði hjá. Þegar sá er þetta ritar, kom að (Leirhöfn, þá þrettán ára, var Krist- inn orðinn fullnuma í iðn sinni og jhafði byggt hús, heima í Leirhöfn yfir starfsemi sína, bæði smiðju og leinnig vélaverkstæði, mjög full- komið, að þeirra tíðar hætti. Bar þetta vott um baráttuvilja og stórhug að ráðast í slíkt þarna norður við Dumbshaf, — en Krist- inn í Leirhöfn reiknaði dæmið rétt. Leirhafnarvíkin hafði upp á það að bjóða er þeir bezt gátu kosið, er þangað sigldu bátum með biluð spil og aflvélar, sem þurftu við- gerðar við. Þarna var og er ágæt höfn, þeg- ar inn er komið, og haldbotn góð- ur. Brátt va, á orði hve Kristinn Kristjánsson væri snjall viðgerðar- maður, himkvæmur, vandvirkur og einnig hu^þpkkur maður. Þegar Sæmundur Kristjánsson, bróðir Kristins, seldi nýbýli sitt, byggt í Leirhafnarlandi, þá keypti Kristinn það og flutti sig þangað. Byggði þar nýtt hús yfir starfsemi sína. — Þegar þarna er komið sögu er Kristinn kvæntur Sesselju Benediktsdóttur, dugnaðarkonu og mannkosta manneskju. Nýbýli þessu gaf Kristinn heitið Nýhöfn. Þarna bjó Kristinn alla ævi. Hann stundaði járnsmíði og vélaviðgerðir af miklum dugnaði, var þó bóndi og varð að sinna hey- skap. Kristinn Kristjánsson var einnig hugvits og uppfinninga- maður. Um hann hefur áður verið margt ritað, á fleiri en einum stað. Má hér nefna það, að Krist- inn í Leirhöfn fann upp línurenn- una, sem auðveldaði lagningu lín- unnar, og flýtti fyrir því verkl. Sá er þessar línur ritar hafði ekk ert af Kristni Kristjánssyni að segja, eftir að hann hætti sam- eignarbúskap með bræðrum sín- um. En þess minnist ég, að á þeim árum, sem ég átti heima f Leir- höfn, komu margir fiskveiðibát- ar inn á Leirhifnarvík. með biluð línuspil og vegr.a vélabilana. Þá voru vélaviðeerðarverk- stæði ekki eins víða staðsett og nú er. — Kristinn Kristjánsson hafði fullkomið vélaverkstæði til við- gerðar, sem fyrr getur. 'Og ekkí skorti þekkinguna, manndóminn, né hugkvæmnina, til úrbóta þeim vanda, sem við var að etja hverju sinni, í véltækninni. Um Kristin, í Nýhöfn mætti skrifa margt og mikið umfram það sem um hann hefur áður skráð verið. — Hann var hjálparhella í sínu byggðarlagi og þótt víðar væri leitað, um allt það er að járn- sinni í véltækninni. Um Kristin í Nýhöfn mætti maður og víðlesinn, hagorður vel og orti mörg kvæði, þótt fátt hafi verið birt af því sem hann orti. Kristinn og Sesselja Benediktsdótt ir áttu sex börn, fimm drengi og og eina stúlku. Hjónaband þeirra Kristins og Sesselju var farsælt. Heimili þeirra rómað fyrir gest- risni og góðan viðurgjörning. — Bæði voru þau hjónin, Kristinn og Sesselja, stór vexti og dugleg mjög. Um Kristin Kristjánsson, í Nýhöfn hefur hér fátt eitt verið ritað, sem vita má. Þó hefur ögn verið minnzt á hann sem vélavið- gerðarmhnn. Þess má og geta, að hann gat meira en gert við hlut- ina, sem þó þurfti þekkingu og tækni til. Kristinn var einnig lista- smiður, aðallega á hluti úr málmi. — Slíkur athafnamaður, sem Krist inn Kristjánsson var, hlaut að eign ast konu sem einnig hafði tækni og hugvit til að bera á sínu sviði, ef að vel átti að fara með sam- búð þeirra hjóna. Þarna var forsjónin Kristni hlið- holl. Sesselja, kona hans, var saumakona, og vel að sér í þeirri mennt. þar að auki átti Sesselja til að bera ljúfa lund og hugþekka framkomu. 1 fáum orðum sagt, þau hiónin, Kristinn og Sesselja, voru hvort öðru samboðin, enda var sambúð þeirra til fyrirmvndar. Vinur minn Kristinn Kristjáns- son. — í sumar, á því herrans ári 1971, nánar tiltekið 14. júlí. kom ég að Nýhðfn. Ég gekk með þér yfir að fjárborginni og heim aftur. — Þessi spor urðu þau síðustu, ÍSLENDINGAÞÆTTIR 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.