Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 15
MINNING Guðríður Þórarinsdóttir frá Drumboddsstöðum Fædd 5. september 1888. Dáin 31. október 1971. Kynslóðir koma. Kynslóðir fara. Þó eru engin raunveruleg skil milli kynslóðanna. Einstaklingur kemur og einstaklingur fer. Þeir, sem lifðu bernsku síha og æsku um og eftir aldamótin síðustu, hafa verið nefndir aldamótakynslóðin og eng inn er í efa um hvað við er átt. Svo skörp voru skilin, er urðu í tíð þeirra í ljóðlífinu öllu. Þeir tóku með opnum huga við straum um mennta og umbreytinga í störf um og háttum, er bárust utan úr heimi. Lyftu grettistaki við hin erf iðustu skilyrði í framsókn sinni til betra lífs. Þessari kynslóð til- heyrði Guðriður Þórarinsdóttir frá Drumboddsstöðum, vinkona mín, er andaðist 83 ára gómul 31. októ- ber s.l. Ung drakk hún í sig, og tileinkaði sér hugsjónir aldamót- aði hann eftirtektarverðar greinar. Jónas Oddsson var fríður maður sýnum, skarpgreindur, tillögugóð- ur á vettvangi f élagsmála og þeirra mála er til framfara horfðu, hik- laus og stefnufastur þegar á reyndi. í langvarandi og þjáningarfull- um veikindum sínum, sem bæði reyndu á þolinmæði og karl- mennsku, virtist þó lífsþróttur hans svo rriikill, að erfitt var að trúa hinni óvæntu helfregn, að hann væri allur og lífsstarfi hans lokið. Ég er þakklátur fyrir það, að hafa kynnzt slíkum híánni, er Jón- as Oddsson læknir vair. Yfir þeirri kynningu er sú heiðríkja, sem að- eins lýsir farinn veg hinna beztu drengja. Ástvinum Jónasar Oddssonar sendi ég samúðarkveðjur. Erlingur Davíðsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR anna og allt til þess síðasta hafði hún vakandi áhuga á öllu, sem til heilla horfði. Guðríður giftist aldrei, en bjó á bernskuheimili sínu með tvíbura- bróður sínum fjölda ára. Drumb- oddsstaðir eru í miðri sveit, Bisk- upstungum. Þar var tvíbýli og margt af ungu fólki í æsku Guð- ríðar og eftir að hún tók við búi með bróður sínum. Hjá þeim syst- kinum ólust upp, eða dvöldust ár- um saman, nokkur ungmenni og nutu aðhlynningar bennar og þeirra beggja. Á þessu heimili sköpuðust því ákjósanleg skilyrði til félagslegrar vakningar og for- ystu. Á áliðnu sumri 1906, sama ár og fyrsta ungmennafélag lands- ins var stofnað á Akureyri, hofðu þau Drumboddsstaðasystkin for- göngu um stofnun unglingafélags í eystritungunni, með svipuðu markmiði og ungmennaféögin síð- ar, enda rann það saman við ung- mennafélag sveitaitaiar, þegar það var stofnað tveimur árum seinna. Lestrarfélag var í eystritung- unni um mörg ár, með aðsetri á heimili þeirra systkina. Þegar við þetta bættist alúð og gestrisni þeirra húsbænda, fór ekki hjá því að fleiri ættu erindi að Drumb- oddsstöðum, en framhjá. Benda þessar ljóðlínur, er einn sveitungi duðríðar reit í gestabók hennar, til fyess: „Sezt ég við og les og les lítið sinni flestum hér er komið vaf stur og ves olg vitlaust allt í gestum eins og væri öS' í búð' á lestum". Vm sama leyti og unglingafélag- ið var stofnað lagði eldri Ibróðir Guðríðar grundvöllinn að litlum skrúðgaroi, þeim fyrsta í sveitinni, að ég ætla. Fljótlega tók hún við FramhaldAbls. 28. Svava Guðrún Mathiesen Fædd 20. marz 1909. Dáin 9. október 1971. Kveðja frá Svavarl. Fagurt sumar með sólskinsdaga, blómajurtir og bjarkailm. Geymast í huga glaðar raddir þeirra indælu óskastunda. Þannig var líf þitt, listelska kona bjart, fagurt og blómum vafið. Þó að ógnuðu úrsvalir vindar sigraði hlýr sólarbjarmi. Kosið hef ðum lenigur leiðsðgn þína, vel þú snerist við vanda hverjum. Ró þín og f esta á fundi hverjum skapaði þér virðuilgtt og vinaf jölda. Skarð er fyrir skildi skuggar þéttast, vetur í vændum veður breytast. Bót er þó í máU að minning vakir og að þú bíður bak við tjaldið. Þ.S. 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.