Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 23
■BB Nl 13 G KETILL INDRIÐASON Á YTRA-FJALLI Ketill Indriðason á Ytra-Fjalli I Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu andaðist 22. september og var til moldar borinn 1. október. Hann liafði þá sjúkur legið frá því í sum- ar og lézt í sjúkrahúsi á Húsavík. Með honum er sérstæður og merkur maður genginn. Hann fæddist á Syðra-Fjalli 12. febrúar 1896, en ól nær allan aldur sinn á Ytra-Fjalli og þar var hann bóndi frá 1930 til dauðadags. Ketill á Fjalli var hár maður vexti, stórskorinn og djarfmann- legur, stundum fornyrtur og jafn- an kjarnyrtur. Hann var sjálfstæð- ari í skoðunum en almennt gerist, flestum mönnum íslenzkari í orði og athöfn, skapheitur, ræðumaður góður og ritfær í bezta lagi, lét sig þjóðmál og héraðsmál miklu varða og setti ekki ljós sitt undir mæli- ker þegar hann iiafði krufið mál til mergjar, og var þá öðrum frjáls ari, því að hann lét hvorki stjórn- málaflokka né almenningsálitið , hafa áhrif á skýrt mótaðar skoðan- ir sínar. Einlægur samvinnumaður var hann, jafnan vakandi og virk- ur í þeim málum, svo og öðrum félags- og menningarmálum, bæði heimabyggðar sinnar og þjóðarinn ar allrar, og kvaddi sér oft hljóðs um þau á opinberum vettvangi, svo eftir var tekið. Ketill Indriðason var skáldmælt- ur, svo sem hann átti kyn til. For- eldrar hans voru Indriði Þorkels- son, skáldbóndi og ættfræðingur á Ytra-Fjalli og móðir hans Kristín Friðlaugsdóttir frá Ilafralæk. En Ketill var elztur sinna systkina. Mörg af kvæðum Ketils vitna um djúphyggli, ásamt formfestu og hagleik 1 meðferð máls, og munu fæst þeirra hafa komið fyrir al- menningssjónir. Hann ritaði þróttmikla og lit- ríka sveitasögu,, mikið verk, er hann las börnum sínum á sökkur- stundum, þeim og sjálfum sér til dægradvalar. Fyrir fáum árum dvaldist Ketill á Akureyri að vetr- arlagi um tíma og kom þá stund- um heim til mín á kvöldin og las okkur hjónum úr þessu skáldverki sínu. Þau kvöld liðu fljótt og var fjölmiðla ekki saknað. Virtist mér þar gott bókarefni, en hann eyddi umræðum um útgáfu þess. Frá því sagði ég einhverju sinni, og vil endurtaka, að fyrir nokkr- um áratugum höguðu atvikin því svo, að ég vann við heyskap á bökkum Laxár, í landi Ytra-Fjalls, ásamt Þorgeiri Sveinbjarnarsyni, þá kennara á Laugum. Við bjugg- um í tjaldi en stundum hittum við Ketil bónda að máli og var hann okkur góður landeigandi og ná- granni, en annað var þó eftirtekt- arverðara. Hann talaði svo þrótt- mikið mál og meitlað, að hver setning var fullmótuð. Festum við málfar hans vel í minni. Tjaldvist okkar í hrauninu skannnt frá Laxá, varð eins konar málvöndunarskóli, og kennarinn var Ketill á Fjalli. Ketill á Fjalli var ungmennafé- lagi af lífi og sál, og ævina alla var hann þeim hugsjónum trúr, er ungmennafélögin lyftu hátt á fyrri árum, börðust fyrir með góðum árangri og gera enn. Hann var bindindismaður, unni íslenzkri tungu og færði hana í æðra veidi í ræðu og riti, ekki síður en í sam- ræðum, hélt í heiðri „fornum dyggðum“, unni heimasveit sinni flestum fremur, naut fegurðar hennar ríkulega og kaus að helga henni ævistarf sitt. Skógi vaxin hlíðin ofan við bæinn hans frífck- ar með ári hverju, er girt land og helgað af umhyggju bóndans og skáldsins og fjölskyldu hans á Ytra- Fjalli. Ekkja Ketils er Jóhanna Björns- dóttir frá Ytri-Tungu á Tjörnesi. Þeirra börn eru: Indriði. býr í föð- urgarði, ókvæntur, Ása, gift Hall- dóri Þórðarsyni bónda á Lauga- landi í Nauteyrarhreppi við fsa- fjarðardjúp, Birna, gift Helga 0. Konráðssyni múrarameistara á Ak- ureyri, Álfur. skrifstofustjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, kvænt- ur Margréti Stefánsdóttur og fvar, heima á Ytra-Fjalli, ókvæntur. Öll eru systkinin gerðarleg og góðum gáfum gædd, svo sem þau eiga kyn til í báðar ættir. Ketill Indriðason á Ytra-Fjalli var menntaður maður, án skóla- göngu, sérstæður persónuleiki og einn þeirra, er aldrei vék af verði, er honum sýndist þjóðmenningu okkar hætta búin — var sjálfur ágætur fulltrúi hennar og hluti af henni í lífi og starfi. Þökk sé honurn. Erlingur Daviðsson. t ÍSLENDiNGAÞÆTTIP 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.