Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 24

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 24
HANS SIGURÐSSON, ODÐVITI HÓLMAVÍK Ég samgle'öst þér vinur að svo fljótt var för þln greidd tilfagurheima. Er þeim. sem athöfn í eðli ber, sængurvist löng sízt að skapi. Svo er nú skipt sköpum þínum, sem við sjúkleik sáran barðist að brotið er helsið bjart um veginn og léttum fótum framstígið. Margs er að minnast frá manns ævi. Barn að leik, bóndi að störfum sótt til fanga á sjó út, og runnið um fjöll á refaslóðum Tekið var i tafl á tómstundum, en hugðarefni margt á haka sat, olli braut grýtt og gengi valt, en mannlund og þrek þar um bætti. Því fór svo að þér fólust forystustörf í félagsmálum. En þeim er flestum sem þar uro skipa lof og last lítils virði. Hitt var þér meir f mun fast að vinna af trúnaði tekin störf, og láta gott leiða af liðsemi þinni hvívetna í hverju máli. Greindur varstu vel og verkhagur, hugvitsamur og handlaginn, hispurslaus og hreinlyndur, á málþingum harður f horn að taka. Því mun mörgum — er manninn þekktu — vera sjónsviptir er sést þú eigi meðal heimbúa Hólmavíkur og finnast staðurinn fátækari. Hér ert þú hvaddur kveðjum hlýjum, með þökkum beztu þinna sveitunga. Kveðja þig vinir og vandamenn. Verði þér allt vel á vegi nýjum. Jör. Gestsson, Hellu. EGILL SIGURÐSSON Egill Sigurðsson fæddist á Stokkseyri 14. nóvember 1915. For eldrar hans voru Sigurður Magn- ússon trésmiður þar og kona hans Hólmfríður Gísladóttir. í æsku stundaði Egill sjómennsku, vann síðan við mjólkurflutninga, unz hann gerðist bifreiðustjóri hjá Bifreiðastöð Reykjavíkur. Árið 1947 réðst hann tii Reykjavíkur- borgar sem bifreiðastjóri borgar- stjóra og 1959 til fjármálaráðuneyt isins sem bifreiðastjóri ráðherra. Síðustu árin var hann húsvörður í Arnarhvoli. 5.snóvember 1938 kvæntist Egill Guðríði Aradóttur frá Ólafsvík, mikilli myndarkonu, dóttur hjón- anna Ara Bergmanns og Friðdóru Friðriksdóttur. Eignuðust þau tvær dætur. Steinunn Kolbrún meina- tæknir er gift Hauki Hergeirssyni rafvirkja og Hrafnhildur stúdent gift Garðari Briem tæknifræðingi. 24 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.