Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 26

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 26
Guðmundur Pétursson frá Mel Fráfall Guðmundar Péturssonar á Mel í Hraunhreppi kom ekki neinum kunnugum á óvert. Hann lézt í sjúkrahúsi Akraness 2. okt. sl. Hann var búinn að þola erfið veikindi í áratug eða meir, og eng- inn hafði ráð til að lækna þau. Taugin sem tengdi hann lífi virt- ist óvenjulega sterk. Hann fékk í vöggugjöf stillt skap, það haggaðist ekki að jafn- aði. Á ógreiðri leið síðustu árin naut hann jafnvægis hugarfarsins. Samt hugsaði hann mikið um lífs- gátuna, vildi ráða í eyður sem hon- um fundust óumræðilega dular. Hann fagnaði hverjum áfanga sem hann náði, en fylltist aldrei óþreyju að ófarinni leið, hann var búinn eðliskostum hins greinda og ótruflaða alþýðumanns, — barns sveitarinnar, landsins gróna. Hann las mikið bækur, og var minnug- ur og fróður. Guðmundur átti mestalla ævina heima á Mel þar sem foreldrar hans bjuggu, og sinnti bústörfum þar. Þegar faðir hans dó fyrir mörgum áratugum, hélt hann éfram búrekstri ásarnt bróður sín- um Aðalsteini, og móður, og lifa þau nú bæði Guðmund. Guðmundur var búfræðingur hrepjps. Hann tók góðan þátt í fé- íagsskap bindindismanna á Flat- eyri meðan hann gat. Hann var al- þýðusinni í þjóðmálaskoðunum. Jón Guðmundsson varð fyrir miklu mótlæti og þungri æviraun. Samt var hann sá gæfumaður, að hann átti sér alltaf vini, sem hann batt falslausar tryggðir við, og þær tryggðir ræktí hann af heil- um huga. Þaðan var bjarminn á elliárunum. H.Kr. frá Hvanneyri, tók þátt í félagsmál um sveitar sinnar, sat í hrepps- nefnd, sjúkrasamlagsstjórn ofl., og gætti bókasafns lestrarfélagsins í sveitinni. Allir báru traust til hins gætna og góðlynda manns. Föður- leifð sinni vann hann allt hvað hann mátti, og ber hún bræðrun- um tveim fallegt vitni um vönduð handbrögð, menningarlega um- gengni og hirðu. „Gott er tún þótt grói á mel“ var kveðið um föður- inn, gamla bóndann á Mel. Pétur á Mel var talinn af sín- um nágrönnum vitur maður og góðgjarn, manna hógværastur, og kona hans, Guðrún, fyrirmannleg og vel gefin á alla lund. Synir þeirra, Aðalsteinn og Guðmundur, fóru aldrei frá þeim, nema Aðal- steinn um stundarsakir. Hjá þessu samhenta og óádeilna fólki leið tíminn hægt og eðlilega, án öfga. Af melöldunnl þar sem hús þeirra stendur, sér vel yfir meginhluta sveitarinnar niður af, og til fjalla í Hraundal og Hítardal. Melshraun liggur nærri túni, komið framan úr dal og nokkuð gróið. Tær og vatnslítil bergvatnsá, Meisá, liðast undir móbergi meðfram túninu, þar er víðsýnt til allra átta. Yfir þennan fallega stað hafa margir yndislegir morgnar runnið, óg átt kvöld í kyrrlátri gleði að loknu dagsverki bóndans. Vinur okkar Guðmundur óf þræðina í SÍna hljóðlátu sögu þarna, honum þótti vænt um þennan stað. Minnist ég nú Jónsmessunætur í dögg við jaðar hraunsins, og tún- ið allt grænt. Við sátum þarna tveir eða fleiri fyrir mörgum ár- um, í voraldarveröldinni miðri, sá- um líf þróast allt í kring, liina óstöðvandi uppsprettu einhvers reginafls í allri sinni smæð. Ég man að augu Guðmundur lýstu af mildu brosi. Lífið var nú hér. Það var hlýtt þarna þessa næturstund. Guðmundur fæddist á Saurum 2. marz 1907. Foreldrar hans voru Pétur Runólfsson frá Skiphyl og Guðrún Guðmundsdóttir frá Hjörs ey. Þegar Guðrún kveður nú son sinn, er hún að vei'ða níutíu og þriggja ára, og býr enn á Mel. Hóg- vær og ellimóð lítur hún æviþátt síns góða drengs runninn til enda, og sögulokin nálgast eins og okk- ar allra, en óveniulega falleg. s Valtýr Guðjónssou. f 26 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.