Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 27

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 27
Þorbjörg Hilmarsdóttir Fædd 1. janúar 1968. Dáin 6. september 1971. Lítil stúlka brosir ekki lengur, hoppar ekki framar og hlær í glöðum leik. Ljóminn er horfinn úr augum, líkaminn nár. Við segj- um, að hún sé framliðin. Eitt orð býr einatt yfir djúpstæðum sann- indum. Við tölum um „að horfa fram á veginn“ — hún, sem er liðin fram, er komin þangað, sem leið okkar allra liggur að lokum, komin svo langt á undan okkur á veginum, að um sinn er hún horf- in okkur sýn. Eftir standa ungir foreldrar og þrjár litlar systur harmþrungin, finna að ekkert kemur hennar í stað, enginn stendur þeim nær en einmitt hún, sem var yndið yngsta og bezta í systrahópnum friða. Miskunnarlaus, ólæknandi sjúk- dómur hreif hana brott á ótrúlega skömmum tíma. Hún var einkar blíðlynt barn og hændist mjög að móður minni (Jenný), sem hún kallaði ætíð ömmu. í sumar, þeg- ar hún kom hér síðast, skrafaði hún margt við „ömmu“ ein í horni og sagði henni sögur, sem allar báru vott um óvenju skýra hugs- un svo ungs barns samfara heill- andi hugarflugi. Flestar voru sög- urnar um litlar stúlkur, sem allar voru svo einstaklega duglegar og útsjónasamar að hjálpa mömmu. Barnsröddin skæra gæddi orðin lífi með eftirminnilegum hætti. Það er trú mín, að þótt sögu- konan okkar litla sé horfin okkur sýn um sinn, þá haldi hún áfram að yrkja eitthvað gott og fagurt inn í líf ástvinanna hér á jörðu. Eftir er ekki aðeins dýrmæt minn- ingin um yndislegt og ástfólgið barn, heldur einnig áframhald sögu um litla stúlku, sem alla vill gleðja og öllum hjálpa og þó helzt elsku góðu mömmu og pabba og systrunum þremur. Ekki gleymir hún heldur afa og ömmu og öll- um góðum vinum. Þá sögur igetur enginn sagt okkur í heyranda hljóði, en hún heldur eigi að síður áfram að gerast — ekki bara í ímyndun okkar —heldur bak við huliðstjaldið blátt, í raun og veru. Elsku góða barn — guð blessi þér framtíðarveginn. Maja. Þú varst sem glaður geisli og bros þitt var svo blítt og'bjart og hreint var allt á þinni leið. í þessum heimi er ekkert svo . ýndislegt sem barn, sem er að renna lífsins fyrsta skeið. Haraldur Guðmundsson er lát- inn. Hann var forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins á árunum 1938 —1957. Eigum við, sem störfuðum undir hans stjórn, margs að minn- ast frá þeim tíma. Haraldur var stjómandi svo af bar. Á það bæði við hinn óvenju- lega hæfileika hans til þess að gera sér grein fyrir aðalatriðum mála og greina frá aukaatriði, svo og hve glöggur hann var á tölur og staðreyndir. Var og haft á orði, að þegar menn almennt sæju tvær hliöar á máli, sæi Haraldur hundr- að, sem athuga þyrfti. Má vera, að hin víða yfirsýn, sem hann hafði um málefni, hafi stundum tafið störf hans, þar eð hann gat aldrei sætt sig við neitt annað en vel grundvallaða niðurstöðu. Verk hans tala sínu máli, svo sem frum- kvæði hans að alþýðutryggingum ó íslandi og síðar almannatrygg- Mig langar til að þakka þér, ljúfa vinan mín, sem lýstir snöggvast dapran sorgarrann. Ég geymi þig í minningunni góða, fagra barn. Hvað getur jafnast á við kærleikann? En lífitS heldur áfram, þó kveðjast hljótum hér, það liúmar aldrei dýrðarlandi á. Og faðminn muntu breiða móti vinum þínum þar, sem þjáning ekki skilja vini má. Þ.S. Jenný. ingum, sem eru mesta átak í fé- lagsmálum þjóðarinnar, en vænt- anlega verður þess nánar getið af öðrum. Það, sem við, fyrrverandi starfs- menn Haraldar, viljum frekar minn ast, er maðurinn Haraldur Guð- mundsson, persónuleiki hans og ráðhollusta, hvenær sem á reyndi. Hann lét sig gjarna litlu skipta smámál, en var þeim mun betri til að leita, ef raunverulegt vandamál bar að. Á þennan hátt kom jafn- an fram, hvert mikilmenrii hann var, sem jafnan bar höfuð og herð ar yfir aðra, þegar á reyndi. Við, sem áttum þess kost að kynnast Haraldi sem heimilisföð- ur, megum taká þau kynni sem góð an lærdóm. Haraldur hafði mikið yndi af ferðalögum og sérlega gott auga fyrir náttúrufegurð og þeim töfr- um, sem grípa menn á víðáttum landsins. Má margs minnast um Haraldur Guðmundsson ÍSLENDINGAÞÆTTIR 27

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.