Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 32

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 32
75 ÁRA: Guðmundur Jónsson, verzlunarmaður GuíSmundur Jónsson frá Veðrar- á, verzlunarmaður á Flateyri varð 75 ára 17. september s-1. Hann fæddist á Krappsstöðum í Önundarfirði. Jón, faðir hans, var Dalamaður, sonur Guðmundar bónda á Ketilsstöðum í Hvamms- sveit Pantaleonssonar bónda í Tún- garði á Fellsströnd.Jón var bú- fræðingur frá Ólafsdal en Torfi í Ólafsdal hafði oft milligöngu um að ráða nemendur sína til búnað- arstarfa í fjarlægar sveitir, því að búnaðarfélög og einstaklingar, sem vildu fá búfræðinga til vinnu, leit- uðu oft til hans. Slík voru tildrög þess, að Jón Guðmundsson frá Ket ilsstöðum gerðist Önfirðingur. Kona Jóns búfræðings Guð- mundssonar en móðir Guðmundar verzlunarmanns, var Guðrún Jóns- dóttir á Veðrará ytri Halldórsson- ar, en hann var bróðir Torfa skip- stjóra Halldórssonar á Flateyri. Kona Jóns Halldórssonar var Ingi- björg Eiríksdóttir á Hrauni á Ingj- aldssandi Tómassonar. Þær systur á Veðrará, dætur Ingibjargar og Jóns Halldórssonar, voru þannig nákomnar kunnu atgjörvisfólki í báðar ættir, enda gerðarlegar kon- ur sjálfar. Þau Jón búfræðingur og Guðrún bjuggu fyrst á Krappsstöðum en síðan á föðurleifð Guðrúnar, Veðr- ará ytri. Þar ólust börn þeirra upp og við þann bæ voru þau og börn þeirra kennd. Þess hef ég orðið var, að ýmsir átta sig ekki á bæjarnafninu Veðr- ará, en lærðir menn segja, að það sé dregið af orðinu veður, sem er hrútur, og beygist eins og róður og er það eins og fleira, auðlært og auðskilið, þegar okkur hefur einu sinni verið sagt það. Guðmundur Jónsson stundaði nám í Samvinnuskólanum einn vet ur 1919—1920. Síðan stundaði hann búfræðinám á HvtlRneyri og lauk prófi þaðan vorið 1922. Eftir það var hann heima á búi foreldra sinna. Hann kvæntist 20. febrúar 1927 Ástu Þórðardóttur frá Breiða- dal. Hún er dóttir Þórðar Sigurðs- sonar í Breiðadal, en hann var Borgfirðingur að ætt og uppruna en gerðist Önfirðingur þegar séra Janus Jónsson fluttist frá Hesti í Borgarfirði að Holti í Önundar- firði 1884. Þórður var þá á 16. ári og hafði verið hjá séra Janusi um skeið og hjá honum var hann þar til hann kvæntist haustið 1894, en kona hans og móðir Ástu var Krist ín Kristjánsdóttir í Breiðadal. Þórð ur Sigurðsson var lengi vegavinnu- verkstjóri. Hann var frábærlega vel að sér um íslenzka sögu og hef ur þar eflaust búið að uppeldis- áhrifum frá séra Janusi en auk þess las hann jafnan sögulegan fróðleik svo sem kostur var á. Þau Guðmundur og Ásta bjuggu á Veðrará í sambýli við foreldra Guðmundar 1927—1934. Guðmund ur var liðgóður maður í félagsmál- um, vann snemma gott starf í ung- mennafélagi og lestrarfélagi og var hreppsnefndarmaður í Mosvalla- hreppi 1928 og þar til að hann fluttist til Flateyrar. Þess má og geta, að hann var endurskoðandi kaupfólags Önfirðinga 1923 og þar til hann gerðist starfsmaður félaga ins 1934. Síðan Guðmundur Jónsson flutt- ist til Flateyrar hefur hann etokl mikið skipt um atvinnu en alltaf unnið í kaupfélaginu. Lengi fram- an af var hann afgreiðslumaður en á síðari árum hefur hann unnið á skrifstofunni en allt af sérstakri trúmennsku. Gamla verzlunarhús- ið á Flateyri, þar sem kaupfélagið starfaði 1928—1956 stendur enn. Nú er mér það undrunarefni, hvernig hægt var að koma fyrir í gömlu búðinni öllu því, sem þar varð að vera. Það var áreiðanlega betra að hafa hirðusaman og þrif- inn búðarmann í þeim þrengslum. Þar vann Guðmundur Jónsson gott starf og reyndist vel. Fyrir alþingiskosningar 1934 sögðu andstæðingar okkar Fram- sóknarmanna, að frambjóðandi okkar, Jón Eyþórsson veðurfræð- ingur, fengi aðeins 2 atkvæði á Flateyri. Það var reyndar ekki rétt, því að 4 munu þau hafa verið. En þessi tvö, sem engir efuðust um, voru atkvæði Guðmundar og Ástu. Ég rifja þetta upp hér vegna þess, að það var ómetanlegt að eiga svo örugga liðsmenn, ekki sízt þegar erfiðlega árar og upplausn er í lið- inu. Þá er gott að eiga þá að, sem standa jafnvel með sínum málstað hvort sem fleiri eða færri verða samferða. Framsóknarflokkurinn á sitthvað að þakka á heimili þeirra Ástu og Guðmundar. Þó að ekki sé gerð tæmandi upp- talning á félagsstörfum Guðmund- ar frá Veðrará, sæmir ekki annað en að geta þess, að hann var lengi trúnaðarmaður Búnaðarfélags ís- lands við úttekt jarðabóta. Eins Sminnist ég hans með þakklæti frá starfi bindindismanna á Flateyri. Þau einkunnarorð, sem mér eru ríkust í huga um Guðmund frá Veðrará eru, að hann er traustur maður og öruggur, samvizku sinni og sannfæringu trúr. H. Kr. 32 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.