Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 4
talka á ritvellinum. Margrét naut sín vel í þessum hópi, og lét síB an skálskapinn aldrei niður falla. enda var henni ljóðlistin í blóð borin. og í óbundnu máli gerðist hún mikilvirkur rithöfundur, 'eink um fyrir yngri kynslóðina. Mar* grét var alla tíð virkur félagi í stúku sinni, meðan henni entist heilsa, og era^au Ijóð ótalin, sem hún orti af ýmsum tilefnum í fé- lagsstarfinu. Mest lagði hún þó af mörkum í ritstörfum á vegum Góð templarareglunnar sem ritstjóri Æskunnar á árunum 1928—1942. og jókst útbreiðsla blaðsins á þeim árum að miklum mun. 'Ekfki vsrður saigt, að allur ævi- vegur Mangrétar hafi verið blóm- um stráður, en ætíð voru þó lióð hennar létt og Ijúf. Þar má stund- um finna viðkvæman streng, iafn- vel sársauka, en ætíð er það þó bjartsýnin, sem sigrar. trúin á vor ið og birtuna, hið góða og fagra. Þess vegna er það mannbætandi að lesa ljóðin hennar. Og þótt djúp alvara byggi i skapgerð hennar, þá var samt gleðin oft ofarlega í huga hennar, og brugðið á glettni í ljóð um og vísum. Það væri freistandi að birta ýmis vísubrot. er sýna bæði ljóðfimi hennar og léttleika, en hér verður látið nægja að vitna í niðurlagserindi eins kvæðis, sem ber undirfyrirsögn: Kveðið i veik- indum. 'Bráðum kemur sól og sumar, söngfuigl kveður dátt á grein. Ég verð aftur létt i lundu, laus við harma. kvöl og mein. Alltaf birtir upp um síðir, Isinn bráðnar, myrkrið dvín. Og með fangið fullt af blómum flýgur vorið inn til mín. Það er trú min, að nú hafi þessi spá hennar rætzt. Á efri árum gekk Margrét að eiga Magnús Pétursson kennara, og var það henni mifcið gæfuspor. H.ún naut með honum í ellinni kærleiksríkrar sambúðar, sem hún hafði ríka þörf fyrir. Aldur og sjúkdómar sóttu að. en hún átti vin, er stóð með henni, og hélt í hönd henni í seinustu þrekraun- inni. Hún andaðist á Borgarsjúkra- húsinu hinn 9. desember, og var jarðsett írá Fossvogskirkju þann 4 14. að viðstöddu fjölmenni. Kona mín og ég þökkum henni margar góðar minningar, og vottum manni hennar innilega samúð. Björn Magnússon. Snemma dags 9. desember barst mér andlátsfregn frændkonu minnar, Mangrétar Jónsdóttur dkáld konu, Þorfinnsgötu 4 í Reykjavík. Hún lézt í Borgarspítalanum eftir skamma sjúkrahúsvist þar, en lang vinna vanheilsu. Ekki er mér fært að minnast þessarar gáfuðu og gaignmerku konu svo sem vert er og vera ætti. Kýs ég þó að kveðja hana með fáum orðum og þakka henni igóð kynni á liðnum árum. Hún fæddist hinn 20. ágúst 1893 að Árbæ í Holtum. Foreldrar henn ar voru Stefanía Jónsdóttir, ættuð úr Vopnafirði, og Jón Gunnlaugur Sigurðsson, Skagfirðingur að ætt, þá sýsluskrifari, síðan bóndi á Hof görðum á Snæfellsnesi. Var þeim báðum um margt ágætlaga farið. Stefanía bráðgáfuð mannkosta- kona, sem kaus jafnan að láta lítið á sér bera, en Jón var skáldmælt- ur, mjög vel hagur og jafnan nefnd armaður í sveit sinni og héraði. Fljótt skildu leiðir þeirra Jóns og Stefaníu. Ólst því Margrét upp með móður sinni, fyrst ó Rangárvöllum og síðan í Reykjavík. Er Stefanía látin fyrir nokkrum árum. Átti hún heimili með dóttur sinni þar til yfir lauk. Snemma kom það fram. að Mar- grét var vel gerð. hávaxin. fríð sýn um og námgjörn í bezta lagi. Lauk hún ung námi í Kvennaskólanum í Reykjavík með mikilli sæmd, gerðist svo barnakennari nokkra vetur. Ber ég orð merks manns. Torfa Hjartarsonar, fyrir því, að hún hafi þá þegar reynzt ágætur kennari. Var Torfi nemandi henn- ar, ungur sveinn. þá er hún var heimiliskennari i Arnarholti. Get- ur Torfi þess, að henni hafi verið mjög vel lagið að laða til sín börn við fyrstu kvnni. Síðan sótti Mar- grét nám í lýðskóla á Fjóni. Síðar innritaðist hún í Kennaraskóla ís- laiíds og brautskráðist þaðan með mikilli sæmd. Dáði hún jafnan síð an séra Magnús HdJgason skóla- stióra og taldi si.g eig^ honum mik ið að þakka. Var það að vonum. því að þar fór saman frábær kenn- ari og mikilhæfur nemandi. E'ftir það var hún um langt skeið kenn- ari við Bamaskóla Reykiavíkur og iafnframt ritstjóri Æsikunnar. Skrifaði hún mifcið í blaðið, bæði frumsamið og þýðingar. Náði blað ið miklum vinsældum og var í góðu áliti. Naut þar kennarahæfni hennar og góðra rithöfundarhæfi- leilka. Kunnust er Margrét sem rithöf- undur i ljóðum og lausu máli. Þótt hún væri talin ágætur kennari að dómi merkra manna, siem nutu hjá henni skólavistar, þá náði hún til fleiri nemenda með bókum sínum, þótt með öðrum hætti væri. Frá henni komu nokkrar ljóðabækur, fögur ljóð og vinsæl. Einniig skrif aði hún nofckrar barnabækur — ekki færri en átta. Hefur þeirra bók verið að góðu getið í ritdóm- um. Man ég sérstaklega eftir um- sögn tveggja ritsnillinga, þeirra dr. Guðmundar Finnbogasonar og dr. Helga 'Péturss., sem töldu bæk urnar vera hinar merkustu og skrifaðar á svo fögru máli sem bamabókum hæfði. Segja má, að Margréti væri ætt- gengt úr Egils kyni að vilja hleypa heimdraganum að fara um ókunn- ar slóðir. Hún fór oft utan, bæði til 'Norðurlandanna og einnig suð- ur í hsim. Sá hún borgir og fcynnt ist skaplyndi margra manna. Hún sótti heim marga merka staði, sfcoðaði fornar minjar og naut sín þá ógætlega. Efcfci vil ég leyna þvi, að Margrét var stórbrotin og auðsærð. Eru það kynfylgjur úr föðurætt okk- ar. Olli sá eiginleiki henni óþæg- indum á stundum. En hrein og bein var hún í öllum samskiptum og drengileg. Krafðist hún hins sama af öðrum. Jafnan var hún fljót til sátta þar sem góðu var að mæta. Tryggðatröll var hún í vin áttu og vinum sínum hollvættur. Er mér einkar minnisstætt, hve kappsamlega hún veitti lið vinum sínum, ef þeir voru illa staddir. Munaði þá vel um fylgi hennar, því að hún fór hamförum. Það fór eftir öðru. Hvergi var hún hálf í verki. Margrét giftist haustið 1959 Magnúsi Péturssyni fcennara, Borg- firðingi að ætt. Var það henni mik íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.