Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 5
Ingibjörg Björnsdóttir frá Gottorp Þegar óg núorðið á leið um Leifs götu í Reykjavík framhjá húsinu nr. 24, grípa mig jafnan stsrkar minninigar og ljúfsárar saknaðar- kenndir. Þarna bjuggu lengi á efri árum sínum stórmerk hjón, Ingi- björg Björnsdóttir og Ásgeir Jóns- son frá Gottorp, hinn landskunni garpur. Til þeirra var gott og þroskandi að koma, enda kvöddu þar margir dyra. Bæði eru þau nú brott gengið til dánarheima. Ásgeir andaðist 23. maí 1963 og var hans þá að verðleikum minnzt í blöðum. Ingibjörg lifði til 29. nóv. 1970 og hefi óg ekki orðið þess var, að um hana látna hafi nokk uð verið ritað. Getur það varla vanzalaust talizt hjá þjóð, sem halda vill scgulega til haga nöfn- um þeirra. er borið hafa ættarmót hins bezta, sem kynstofn þjóðar-. innar hefur átt í fari sínu. Ég var einn af mörgum. sem komu oft til hjónanna á Leifsgötu ið gæfuspor. því að Magnúsi er um allt vel farið: gáfaður mann- kostamaður. Áttu þau góða sam- leið og höfðu um margt sameigin legt mat á bckmenntum og æðstu verðmætum lífsins. Virtist mér sambúð þeirra vera hin bezta. Margrét var til moldar borin hinn 14. désember að viðstöddu fjölmenni. Að leiðaiickum þakka ég Mar- gréti. ásamt konu minni og dætr- um. órofa tryggð og góð kynni á liðnum árum. Leggur Sólveig. dóttir mín, sérstaklega áherzlu á þær þakkir að sínu leyti. Sendum við svo manni hennar. hálfsystkinum og sifjungum heil huga samuðarkveðjur. 15. desember 1971. Kolbeinn Kristinsson. 24 mér til slkemmtunar og fræðslu. Þar var höfðingja heim að sækja í þeirra orða fyllstu merkingu. Þióðleg fræði voru rak in, úr\'alsljóð þulin. ættir greind- ar, mannlýsingar fornar og nýjar gefnar á litríku máli og örlagasög ur fluttar með viðeigandi þunga. Léttleiki gamanmála og hláturs- efni heldur ekki vanrækt. Dýrasögur voru sagðar. Sam- skiptum manna og hesta — og þá fyrst og fremst góðhesta — gerð frásagnarskil af sannri lista- mennsku. Sauðfénu ekki gleymt né fylginaut manna hinum trygga hundi. Saiga íslands og barna þess var skoðuð í ljósi eigin reynslu og þess skilnings, er aðeins verður til fyr- ir ást á hinu lifanda lífi. Húsfreyjan, Ingibjörg, fylgdist gaumgæfilega með umræðuefn- um, án þess að trufla mann sinn með inn9kotum óbeðin. En kæmi það fyrir, að hinn frábæri minnis- þulur, Ásgeir, kæmi ekki fyrir sig ljóðlínu, mannsnafni eða atburða- röð, skaut hann venjulega máli sínu til Ingibjargar og brást þá varla að hún bætti samstundis úr. Á slikum stundum, gestagleði, sat Ingibjörg jafnan með handa- vinnu sína milli þess, að hún hlóð borð veizlukosti slíkra tegunda, sem lýst er hjá stórhöfðingjum fornaldar: riklingi, hákarli, reykt- um magálum, súrsuðu hnakka- spiki, sporðhval, selshreyfum o.s. frv., auk brauðmetis, osta og dýrra veiga. Af því að stofuborðið var ekki stórt, skipti húsfreyja oft um tegundir á því í smekklegri röð og þraut aldrei tilbrigði, þótt lengi væri setið. Yfir sveif menningarlegur andi umræðuefnanna og fyllti híbýlin hugþekkum, þjóðlegum áhrifum. Þarna var íslenzkt setur bændahöfð ingja inni í miðri höfuðborginni. — að vísu ekki stór salarkynni, en þau virtust hafa þá niáttúru að laga sig eftir hjartarúmi húsbænd anna, svo þar lsið öllum vihktavel. Ingibjörg Björnsdóttir fæddist 31. marz 1886 og því tíu árum yngri en maður hennar, sem fædd- ur var 30. nóv. 1876. Foreldrar hennar voru Björn Jóhannesson bóndi Vatnsenda og síðar Ásbjarn arnesi i Þverárhreppi í Vestur- Húnavatnssýslu og kona hans Rósa Magnúsdóttir ljósmóðir. Merk hjón og mikilhæf að sögn. Ingi- björg var yngst af níu börnum for eldra sinna. Þrjú börnin munu hafa dáið á ungum aldri. Hins veg ar ólu hjón þessi upp tvö eða þrjú fósturbörn, sem Ijósmóðirin misk- unnaði sig yfir og hafði heim með sér frá snauðum sængurkonum. Ingibjörg ólst upp h.iá foreldr- islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.