Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 7
Pétur Sigurðsson í>ú ert horfinn kæri vinur, hef- ur kvatt kveðjunni hinztu. Ég sakna þín og syrgi„.þig af heilum hug, sem einlægan'tryggan vin og drengskaparmanrf. Við andlátsfregn þína strsyma minningarnar fram, minningar frá 66 ára kynnum, og um langt skeið nánu samstarfi. Þökk er mér efst í huga. 'Þú varst ungur og glæstur er ég sá þig fyrst. Þú varst þá innan við tvítugt, éig var 7 ára. Þú hafðir stundað nám við gagnfræðaskól- ir hennar, — með óbrigðulli festu og næmu ástríki og voru þau Stein- þór maður Þorgerðar samvalin um það. Bæði skildu þau, að persónu- legt sjálfstæði var rííkur þáttur í hamingju Ingibjargar oig kunnu að vera bakhjallar þess sjálfstæð- is hennar. Þannig liðu árin. Ingibjörg beið á Leifsgötu 24, ellifögur og virðu- leg. eftir að mega fara til brúð- gumans aftur. Hún mátti heita heilsugóð lengst af. Fékk rólegt andlát 29. nóv. 1970 eftir mánað arlegu á sjúkrahúsi. Minningar- athöfn fór fram í Fossvogskirkju 5. desember. En 12. desember var Ingibi.örg Björnsdóttir borin til hvíldar að hlið manns síns í graf- hýsi þeirra að Gottorp — með kirkjulegri viðhöfn. Voru þau þar með bæði komin heim að Gottorp aftur. Líf þeirra hafði um margt verið líkt hrífandi ævintýri. í því hafði verið mikil þesskon- ar rómantík, sem er gildisauki fyr- ir mannlífið. Stækkar þann virki leika, sem mannsskjan á kost á sér til þroska og lífsnautnar. Eitt atr iði í þessu ævintýri var hinn kjörni legstaður í grafhýsi að Gottorp. islendingaþættir frá Oddsstöðum ann á Akureyri, hrifizt af eldi ung- mennafélagshreyfingarinnar, sem þá var að nema hér land, og mun í byrjun e.t.v. hvergi hafa orðið þróttmeiri en á Akureyri. Un'gir menn stigu á stokk og strengdu heit að fornum sið. Jóhannes Jósefsson og Lárus Rist, vöktu hrifningaröldu með íþróttaafrek- um sínum. Heima í héraði gerðist þú forvíigismaður og brautryðjandi þessarar hreyfingar. Ungmennafé- lag var stofnað á heimili þínu, Oddsstöðum. Þú varst sjálfkjörinn Ég hygg að ævisöreið þessara hjóna sé einn af beztu efniviðum frá þessari öld í íslendingasö'gu. „Hver einn bær á sína sögu, sig- urljóð og raunabögu“, segir þjóð- skáldið 'Matthías Jochumsson. Gottorp fór í eyði eftir að Ás geir og Ingibi.örg brugðu búi og fluttust þaðan 1942. Það var í sam- ræmi við straumfall tímans. Sárt tók Ásgeir þetta og ekki síður Ingibjörgu, en gátu ekki við ráðið, eins gömul og þau voru orð- in. Þetta var „raunabaga11. En svo gerist það, að hjónin Steinþór Ásgeirsson, sem er verk- taki búsettur í Reykjavík og Þor- gerður Þórarinsdóttir, fósturdótt ir gömlu hjónanna, fá eyðibýlið til eignar og hefja þar landnám nýrra tíma af ræktar^emi við gömlu hjón in og fósturfoldina. Það er nokkuð löng seiling í frí stundum úr höfuðborginni norður í Þverárhrepp í Húnavatnssýslu, en slílk seiling tekst tveimur, þegar lífsrómantíkin er nógu mikil. Það hafa þessi hjón sýnt. Tveir þriðj- ungar af landi jarðarinnar hafa verið afgirtir með traustri girð- ingu. formaður sökum margháttaðra yfirburða. Ég var á þessum fundi, þar fóru allir frá mínu heimili, enda skammt að fara. Hrifningu minni mun ég aldrei gleyma. 'Ég drakk í mig allt, sem þarna fór fram, ræðuhöld, kvæðaupplestur og íþróttir. Ég hreifst af þessu öllu. Mikið fj.ör var í félaginu framan af. íþróttir voru efstar á baugi, þar skipaði íslenzka glíman öndvegið. 'Mangt fleira var um hönd haft, jafnvel grísk rómversk glíma. Þú varst fræknasti glímu- Túnið, sem var lítið og að meiri- hluta ógreiðfært, er nú orðið 25 ha að stærð, rennislétt og í góðri rækt. Miklir framfærsluskurðir á engj- um og högum. Gömul hús jöfnuð við jörðu. Vandað íbúðarhús reist. Vatnsleiðsla lcgð heim um langan veg. Um eins km. akvegur gerður milli þjóðvegar og heimahlaðs. Þetta eru stef í „siigurljóði". Grafhýsið stendur þar sem hæst ber innan girðingarinnar og út sýn er víðáttumest og fegurst. Skammt þar frá er Blesi heygð- ur, frægasti gæðingur Áágeirs. Allri geðþekkni er til skila hald- ið með tilliti til fortíðarinnar. Þorgerður Þórarinsdóttir og Steinþór Ásgeirsson hafa með hinu nýja landnámi .búið jörðina undir komandi tíma af aðdáanlegum drengskap og lífstrú. Það má líta svo á, að þeirra verk sé framhald ævintýris Ingibjargar og Ásgeirs, um leið og það er ein- stakt eftirmæli, — ljóðaljóð fjöl- skyldutryiggðar og 'ástar á ættjörð inni. Karl Kristjánsson. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.