Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 9
Bjarni Eyjólfsson 'Bjarni á Steinsmýri var hann lengstum kallaSur í lifanda lífi, Bjarni frá Steinsmýri siðustu árin. Suðaustan til á íslandi er land- myndun enn í fullu fjöri. Eldfjöll grúfa þar undir jöklum, en eyði- sandar og apalhraun aðgreina fag- urgrænar og fríðar byggðir hverja frá annarri. Um sandana flæmast á sumrin sitt á hvað stóreflis vatnsföll, af jökulbráðinni, er lfkj- ast fjörðum er að fjöru dregur, en aðrar ár týnast í hraununum og komast síðan fram undan þeim sunnanverðum í lækjum er falla saman, og mynda stórá jafnvel. Svo er það að minnsta kosti um Eldvatn í Meðallandi, er rennur með suðurrönd Skaftáreldahrauns austanverðs, en sveigir við suð- austurhorn þess til sjávar. Er það vatn lítt reitt og skilur norðaust- urhorn Meðallandsins svo tilfinnan lega frá megni sveitarinnar, að samgöngur þess hluta hennar, Steinsmýrabæjanna svonefndu, urðu, áður en tæknin mikla settist einnig þar að völdum, öllu frem- ur við suðurhluta Landbrotsins en eigið hreppsfélag. Og liggur sveit- in Landbrot fyrst beint norður af Steinsmýrabæjunum, milli Land- brotsvatna og austurbrúnar Eld- hraunsins, en síðan til vest- urs, sunnan undir Skaftá, en hún leggur mest til Landbrotsvatna. Norðan við Skaftá er vesturhluti Síðu og nefnist Út-Síða, og eru þar víðlendar heiðar og grösugar, með fc^r”rn hömrum m? fossnm og gróðursælum brekkum niður að Skafta. .\orðurhiuti Landbrotsins liggur allur á gömlu hrauni og er fremur hrjóstrugur, en súðurhlut- anum fylgja víðlendar mýrar og eru þar góðar engjar, að þvi leyti sem ekki hefur verið breytt í tún. Þar fyrir sunnan tekur við vötnótt á Steinsmýri sandsvæði suður að engjum og hög um Steinsmýringa, en engjar voru þar grösugar mjög framan af þess ari öld, en svo er landið flatt orð- ið, þegar niður í Meðalland er komið, að vatn úr hinum miklu ám flæðir sitt á hvað og flæmist undan foksandinum, sem á upptök sín í eldgosunum og ótæmandi forðabúr í sandbeltinu með endi- langri ströndinni. Hefur grasbelt- ið og þar með byggðin í Meðal- landinu, svo langt sem sögur ná, verið á sífelldu flökti undan sand- inum og vatninu. og lágu ekki hvað sízt hinar kafloðnu Steinsmýra- engjar, og hagar þeirra jarða, und- ir áganginum á öðrum þriðjungi þessarar aldar, og jafnvel tún hinna syðri þessara bæja, en nú orðið munu Landgræðsla ríkisins og náttúran sjálf hafa breytt þessu mjög til batnaðar. En þarna eru — eða voru að minnsta kosti — fjölbreyttar lands nytjar. Á hinar löngu brimfjörur rak alls konar við og stundum hrannir af síli o| ósjaldan fullorð- inn þorsk. Og stundum stranda þar akip, en mannbjörg yfirleitt góð, og eru heimilin þá nokkra daga þéttsetin af strandmönnum, en síðan lögðu bændur þeim til hesta og fylgdu þeim til Reykja- víkur, en uppboð haldið á björg- uðu strandgóssi. Áður fyrr var út- ræði sums staðar af skaftfellsku f j.örunum. í ánum, smáum og stór- um, er stóreflis silungur, sem í hinum stóru er veiddur með sér- stckum og karlmannlegum hætti. í árósunum, og kringum þá, ligg- ur selur fyrir silungnum, og stund um fóru menn að veiða hann, marg ir eða fáir i senn. Og þarna á Steinsmýrasvæðinu er óvenjulegur fjöldi fugla og fuglategunda og þar á meðal ýmsir sjaldgæfustu gest- irnir frá öðrum löndum, — og sumir Steinsmýringa lögðu tölu- vert fyrir sig fuglaveiði, en fleiri létu sér nægj a að skoða hið skemmtilega fuglalíf — og veiða ál, er mjög var þar á flækingi eft- ir keldum í mýrunum milli kíla eða út í vötn. Þess á milli litu menn á Öræfaiökul eða Lóma- gnúp, hæst standberg á íslandi, er gæfa í austnorðaustri, og til Síðufjalla og -heiða með hinum fríðu og fjölskrúðugu bröttu brún- um niður að grösugu undirlendi. — En á söndunum, heima fyrir, eru sums staðar flákar melakolla, sem áður fyrr gáfu lágsveitamönn- um hið næringarríka villikorn. Slíkt var umhverfi það, sem Bjarni Ásgrímur Eyjólfsson óx upp í og bjó siðan við á sjöunda áratug samanlagt, áður en hann fluttist til Reykjavíkur, vorið 1954. Bjarni Ásgrímur Eyjólfsson islendingaþættir 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.