Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 14
r Jón Olafsson frá Katanesi Fæddur 12. maí 1896. Dáinn 22. desember 1971. Jón fæddist að Geitabengi í Svína- dal. Foreldrar hans voru Guðrún Rögnvaldsdóttir og Ólafur Jónsson, sem bjuggu þar stórbúi. Hann missti móður sína um fermingar- aldur og föður sinn ári síðar. Ryrjaði þá hans eigin lífsbarátta, er hann réði sig til sjós um vorið og var ýmist á vertíð eða við bú- störf til 19 ára aldurs og átti þá oftast heima í Reykjavík. En sjósókn féll honum síður. og þegar hér er komið tíma. ræður hann sig vinnumann að Þrándar- stöður í Kjós. Kvnnist hann þar konuafni sínu, Jónínu Jónsdóttur, sem er þar í vinnumennsku. Ganga þau í hiónaband þá um vorið, 12. maí 1920. Eru þau svo fyrst um sinn að Þrándarstöðum, þar til erfiðustu skilyrði, áður en vega- samband varð sæmilegt um Nes- ið. Síðustu árin var þrek hans og heilsa mjög þrotin, og gekk hann aldrei heill til skógar. Ættingjum hans. sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Þér gamli vinur minn, þakka ég alla okkar góðu sam- vinnu, og allar ánægjustundirnar. 'Nú ertu horfinn í hinzta sinn, þér fylgir í fjarlægð liugur minn, lanigt yfir móðuna miklu. Þung voru þín hinztu þrauta-spor, og þung fyrir alla þína. Éig þakika okkar samstarf ég þalkika þín spor, sem lágu við hliðina mína. Emma Þorsteinsd. ljósmóðir, Ólafsvik, Snæfellsnesi. 1922 að hann festir kaup á jörð- inni Katanesi á Hvalffarðarströnd og reisa þau sér þar bú. Eignast þau þrjú efnileg börn, Valgarð. Að- albjörn og Guðrúnu. En sorgin heimsækir alla fyrr eða siðar og svo fór hjá Jóni. hann missti þar konu sína að fjórða barni. í umsvifum bústarfa þurfti meiri orku en tvær húsmóðurhend ur gátu afkastað og því var það, að þau réðu til sín vinnukonu, Ólöfu Jónsdóttur. sem kunni vel til vebka á þessu sviði. og eftir frá- fall húsmóðurinnar tók hún við bú stjórn og varð síðar seinni kona Jóns. Annaðist hún börnin og heim ilið af umhyggju eftir því sem kost ur var. Eignuðust þau tvö börn, Jónínu Bryndísi og Ólaf. Hjá Jóni, sem mörgum öðrum, er alast upp í sveit, voru hestarnir í öndvegi huga hans. lét hann sig ekki muna um, <ef hann frétti af gæðingsefni í annarri sýslu, að bregða sér ríðandi um landið og ná eignarhaldi á kjörgripum þeim, ef falir voru, og öðrum þeim hest- um, sem hans glögga auga sá að bjuggu yfir æskilegum kostum. Þannig var hestamennskan hans hálfa líf, en á meðan stýrði hús- freyjan búinu og börnunum. Jarðarbætur gerði Jón miklar allt fram til ársins 1940. Þá er hann meðal annars búinn að grafa skurð milli vatns og sjávar, en í vatn- inu suðaustan við bæinn ótti hið nafnfræga Katanesdýr að hafa sézt mörgum sinnum. að vísu fyrir mögrum tugum ára, en nú þegar vatnið var horfið, sáust engin merki þess að skrímsli hafi átt þar dvalarstað. Að sjálfsögðu heíur dýrið orðið hrætt við Jón og flúið til sjávar, enda betra, því hann var ekkert lamb að leika sér við ef hörðu þurfti að beita. Á þessum árum byggir hann upp ibúðarhús og peningslnis úr steinsteypu og var það mikið átak, veit þar bezt liver hjá sér, — á hinum annáluðu ki'eppuárum, sem í slíku stóð. Sem hjá oss öllum snjáðust og slitnuðu umbúðir sálarinnar og eft jr 1955 >er Jón orðinn þreyttur á búsikapnum og er oft langdyölum í Reykjavík, stundar þar fasteigna- kaup og sölu, sem er honum mjög hugstæð. Kemur þar fram í eðli hans að hafa umsvif og fjárráð, enda oft haigsýnn með afbrigðum. Leggur hann þá frá sér hesta^ mennsku og búskap, hefur ráðs- mann um tíma, einnig hafa synir hans auga mieð búinu, en hús freyja hefur ekki þrek til að sinna búst.örfum og skilja þau þar með samvistum Ólöf og Jón. Gerist Jón þegar hér er komið bókagrúskari. ies mikið og kaupir ýmsar bækur, sérstaklega leggur hann stunda á ættfræði og á nckk- uð stórt safn aí slíkum bókum og skjölum Oig greiðir úr óskum ann- arra í slílkum efnum með kost- gæfni. Frá því Jón flytur til Reykjavík ur 1955 og þar til yfir líkur býr hann oftast í eigin húsi og heldur heimili. Skiptist það tímabil milli tveggja kvenna, sem önnuðust heilsu hans og heimili. Á fyrri hluta þess annaðist frú Katrín Guð- bjartsdóttir þessi störf af kost- gæfni og hugulsemi. en eftir að frú Katrín fluttist til Danmerkur fvr- ir þrem árum. fékk Jón frú Svan- laugu Pétursdóttir til að annast sig oig heimilið. Gjörði hún það af stakri nærgætni og umhyggju, 14 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.