Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 17
smiðju iÞorsteins Jónssonar. Varð það honum að góðu gagni. Að öðru leyti var hann alveg sj'álfmenntað- ur í iðn sinni, en meistararéttindi féikk hann árið 1934, þá kominn hátt á fimmtugsaldur. Snemma á þriðja tug aldarinnar eða um það leyti, sem Kristinn var að verða fertugur, ibar hugvitssiami hans þann áramgur, sem nægja mætti til að geyma nafn hans í at- vinnusögu landsins. Honum tókst að finna upp „línurennuna“, sem nú í nálega hálfa öld hefur verið almennt notuð á íslenzka bátaflot- anum og raunar víðar, gerbreytti aðstöðu sjómanna við línuveiðar og hefur trúlega bjargað mannslífum á sjó, þó að ekki verði á það sönn- ur færðar né í tölum talið. Þessa uppgötvun sína gerði hann kunna og lét af hendi til þess að hún mætti verða öðrum að gagni, en eöcki varð af því, að hann fengi einkaleyfi það, er honum hefði bQr- ið, og ekki kom í hans hlut neitt af þeim verðmætum, sem hug- mynd hans átti þátt í að færa í þjóðarbúið. En á efri árum hans veitti Alþingi honum dálitla fjár- upphæð árlega í viðuriíenningar- skyni, og þó raunar smáræði eitt miðað við það, sem hann kynni að hafa átt rétt á frá íslendingum og öðrum, ef uppgötvun hans hefði hlotið laigavernd honum til ávinn ings. Línurennan varð sú uppgötvun islendingaþættir Kristins, sem mestan árangur bar, og kannske sú eina, sem ástæða er til að igera hér að umtalsefni. En hann glímdi við margt. Ýmis- legt af því, sem honum kom í hug, og framkvæmdi, var í sambandi við smiðjuna og vinnubrögð hans sjálfs. En þess minnist ég meðal annars, að hann reyndi að koma á framfæri hugmynd um nýja hey- verkunaraðfierð og gerði tilraun til að smíða bát, sem ekki gæti sókkið, svo að nokkuð sé nefnt. En Kristinn fékkst við fleira en smíðar og uppgötvanir á því sviði. Hann geymdi í minni og skráði ýmiss ikonar íróðleik sögulegs efnis. Sá fróðleikur var einkum tengdur við sveitina, þar sem hann var fæddur og ól aldur sinn allan og fólkið, sem byiggði þá sveit á öldinni, sem leið og framan af þess ari öld. Til er allmikið af óprent- uðum handritum hans um þessi efni. Af handritum hans, Sem ég hef lesið, skulu hér nefnd: þáttur um landnám í Leirhöfn, og úr sögu ýmissa Sléttujarða í seinni tíð, þáttur um Helgu Sæmundsdótt- ur, móður höfundar og um Krist- ján föður hans, þáttur um selveið- ar, þáttur um hvalreka á Sléttu, þáttur um bjarndýr, er gengið hafa á land á Sléttu, þáttur um refi og refaveiðar og annar um hreindýr og fjöldi frásagna um skipsströnd við Sléttu. Frá hans hendi er líka til lönig ritgerð með fyrirsögninni: „Smiðjan mín,“ en smiðjan hans var honum hugleikn- ari en flest annað lengst af. Kitstörf siín mun hann ekki hafa byrjað fyrr en hann var kominn á efri ár, og átti þá raunar ekiki hægt um vik. En þanniig var það, að rétt um 1940 eða um það leyti sem hann var hálfsjötugur að aldri fór honum að daprast sýn, fékk illt í annað augað og varð að nema það á brott. Á hinu auganu var gerð skurðaðgerð árið 1947, en bar ekki þann árangur sem vænzt var. Missti hann þá sjónina að mestu, en með því að nota sérstaka gerð gleraugna, gat hann haft nokk ur not af því auganu, sem eftir var, á mjög takmörkuðu sjónsviði, líkt og horft væri í igegnum mjóa pípu á það, sem þannig mátti greina. Um lestur og sikrift varð honum óbægt við þau skilyrði og reyndi þó hvort tveggja. Hann komst þá upp á lag með að „píkka“ á ritvél og varð það hon- um viðráðanleigra. En það mlin — þó einkennilegt kunni að virðast — einkum hafa verið eftir að sjón- Leysið gerði hann að miklu leyti óvinnufæran að hann fékk áhug- ann fýrir því að færa fróðleik sinn í letur, og kom því í verk við þau sikilyrði, sem nú hefur verið lýst. f meira en 20 ár átti hann við blinduna að búa ag kvarta'ði ekki yfir þeim „krossi“, sem þannig var á hann lagður. Jafnvel eftir að hann var kominn á níræðisaldurinn kallaði hann líkamshreysti sína í bezta lagi, ef sjónleysið væri frá- skilið. En hitt var honum áhyggju- efni, og oft svo mikið, að hann og aðrir höfðu raun af, að honum tæk ist ekki að koma í framkvæmd hug myndum sínum og öðrum áhuga málum, en þau voru mörg. Þeim, sem lengi lifir, getur stundum orð- ið örðugt að vera í „takt“ við tímann, sem líður. Að setj- ast í helgan stein var honum ekki að skapi. Skynjun augnanfla Var honum að mestu horfin, en því ðkarpari varð hin innri sjón hans og hið skapandi ímyndurnarafl, sem svo mætti nefna. Þegar fund- um okkar bar saman öðru hverju hin síðustu ár, igat ég ekki annað en dáðst að þessum blinda öldungi, hversu áhugi hans var brennandi og streymandi mælskan, er hann 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.