Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 21
engu síður. Því sr rétt — og raun- ar skylt — að se'gja þessa óvenju- legu sögu hennar í fáum orðum. Segja mætti, að Jóhanna Hannes dóttir hafi aldrei alveg farið að heiman frá Stóru-Sandvík. Ung stofnaði hún þó heimili með manni sínum skammt undan. niður á Eyr arbafcka. Á þeim árum hafði hún noikkrar skepnur, sem hún heyjaði fyrir á sumrin uppi í Breiðumýri. Gafst henni þessi heyskapur vel, enda dró hún ekki af sér við vinn- una. Varð henni það mikið yndi að annast um búpening sinn, enda igaf hann henni góðan arð, og un- un var að sjá. hve þessir málleys- ingjar voru hændir að henni — og hún eins að þeim. Árin á Eyrarbakka liðu, og þau Jóhanna og Finnbogi 'fluttu til Reykjavíkur. En Jóhanna gat ekki slitið siig frá sveitastörfunum, slík ur víkingur var hún til vinnu og svo hænda að skepnum, að e'kki gat hún hugsað sér sumarið líða án nokkurrar sveitavistar. Því bygigðu þau hjónin sér sumarbú- stað í Stóru-Sandvík og nefndu Garð. Þar dvaldi Jóhanna öll sum- ur síðan, röskiega 30 ár, cg fór svo, að austur hér var hún brátt kennd við staðinn, kölluð Jóá í Sandvík eða Jóa í Garði. Hvergi fannst Jóu betra að dvelja en á Garði. Þar fékk hún notið mik- illar starfsorku sinnar, sem entist henni ævina út. Ekiki var setið auð- um höndum, ef hún sá verk að vinna. Auðvitað var meginveikefn- ið fyrstu árin að sinna eigin börn- um. því að þau hafði hún að sjálf- sögðu öll með sér austur, meðan þau þurftu móðurhandar með. Þá tóku við barnabörnin hin síðari ár, og var þá stundum ærið fjölmennt kringum hana. En henni dugði það ekki. heldur hafði hún oft vanda- laus börn og fólk til umsjár sum- arlangt. og þótti sem engin ábót á þau verk, er hún vann skylduliði sínu. Það var einnig liennar sigur að sjá Stóru-Sandvík vaxa og bvggjast upp til að vera eitt mesta svsitabýli á íslandi. Þar gekk hún svo sann- ariega heilshugar að veiki með móður sinni. svstkinum og tengda- fólki. Hennar verk fólust helzt í því að hlúa að málleysingjunúm. Þar var lambíéð á vorin hennar yndi, »g reyndar ærnar allan árs- ins hring. Jóa hafði afbragðs fjár- auga, scm ekki aðeins heimilisfólk hennar í Stóru-Sandvík naut, held- ur og aliir grannarnir í kring. En hún tók líka höndum til við hvaða verk annað. sem til féll á einu sveitaheimili. Ókunnugum. er séð hefði tii .Tóu að erfiðustu heyverk- um, við að hreinsa fjós eða við rófnaupptciku á hausti. hofði vart til hugar komið. að sú ötula verka- kona væri valinkunn embættis- mannsfrú í Reykjavík. En fyrir henni var ekkert gott venk öðru æðra eða fínna. Allt, sem var í þjónustu lífsins og jarðarinnar, leit hún á sem þarft og gott, oig sann- arlega var enginn, sem ég þ:kkti til, betur að því korninn en Jóa í Sandvík að vera talinn í þjónustu lífsins. Það taldi hún einnig lífslán sitt að mega fylgjast með sveitinni sinni, Sandvíikurhreppum. sem hún unni og blessaði alla tíð. Þar tók hún meiri þátt í gleði og soigum hreppsbúa en nokkur annar burt- fluttur sveitungi. Það var fyrst eins og vorið væri komið, er liún kom austur. Það fannst einnig ná- grönnum hennar, og heim í hvern bæ í grenndinni fór hún haust sem vor að hyggja að skepnunum, fylgj ast moð umbótum og glaðjast yfir hverju því, sem þar væri unnið til heilla. Jóhanna mátti ekkert aumt sjá. Hún vildi rétta öllum nágrönnum sinum hi'álpariiönd og styðja þá, sem aðstoðar þurftu með. Alltaf tók hún svari þeirra, sem henni þótti hallað á, oig færði allt til betri vegar. Til þess var tekið mörgum sinnum, að hún tck að sér heimili þar sem farsóttir herjuðu eða húsmóðir lá á sæng. Þar skiptu verklaunin engu: ,.Ég tek ekki tvo aura fyrir", sagði hún eitt sinn. er hún hafði annast lieim ili. þannig komið, í viku. Jóhanna Hannasdóttir var óv?nju hreinskilin og blátt áfram í hátt- um. eins og séð verður af þessari lýsingu hennar. Samt var hún meiri höfðimgi í gerðinni en margir þeir, sem hreykja sér með skarti og skrúðyrðum. Þegar hún hefur nú lokið hinu mikla starfi sínu og ikvatt þetta líf, þá finnum við bezt, hvað hún hefur verið ckkur liinum mikill styrkur. Því þökkum við þér, Jóa, allar samverustundirnar með þér. Þær minningar veiða ekki frá okkur teknar, þótt dauð- inn sikilji samvistir um sinn. Lýður Guðmundsson. Aðfaranótt annars jóladags sl. andaðist Jóhanna Sigríður Hannes- dóttir að heimili sínu, FTókagötu 14 í Reykjavík. Útför hennar var gerð frá Fossvogskapellu 30. des. Þau fáu minningarorð, sem hér fara á eftir, eru því síðbúnari en Skyldi. Jóhanna fæddist í Stóru-Sand- vik 4. maí 1897. Hún var elzt þeirra 12 barna hjónanna Ilannes- ar Magnússonar og Siigríðar Jó- hannsdóttur, er upp komust. Átta þeirra systkina eru enn á lífi. Lát- in eru, auk Jóhönnu, Ari Páll bóndi í Stóru-Sandvík d. 1955, Oddur rafvirki í Hafnarfirði d. 1968 oig Sigríður húsfrú í Kaup- mannahöfn, d. 1970. Elzta barn í stórum systlkinahópi hlaut á þeim árum, sem hér um ræðir, að venjast við mikla og þrotlausa vinnu. Jóhanna bar þess þó engin sýnileg merki, að hún hefði ofgert sér í uppvexti, enda var henni gefið óhemjuþrek með kappi. Hins vegar mun hún þegar á barnsaldri hafa lært að meta gildi vinnunnar og að þakka að verðleikum þá dýrmætu gjöf, góða heilsu og starfskrafta. Þess bar hún menjar alla ævi, henni féll aldrei verk úr hendi. enda var hún óvenjuvel verki farin. Ég held ég hafi engan þekkt, sem átti jafn- erfitt og hún að vera aðgerðar- laus. Það var henni beinlínis kvöl, ef hún neyddist til að sitja auð- um höndum. Því var það t.d., að ævinlega var bezt að ræða við hana, ef hún starfaði að ein- hverju um leið. Það gat verið un- un fyrir latan mann og værukær- an að sitja á eldhúsbekknum hjá henni, þar sem hún var sívinnandi og ræddi um alla heirna og geima, ætíð af hófsemi og réttsýni, þrátt fyrir ákveðnar skoðanir. En bæri svo ólíklega til, að hún settist nið- ur án þess að hafa nokkuð fyrir stafni, var miklu fremur eins og hún týndi þræði { samtali. Allir, sem þekktu hana, vissu þó vel, íslendingaþættir 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.