Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 22

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 22
að hún var laus við taugaveiklun. En hugsunin um ólokið verk, sem einhvers staðar kynni að bíða henn ar, igat ekki viikið fra henni. É'g hef dvalizt hér við þá eigin- leika í fari Jóhönnu, sem bezt lágu í augum uppi og engum duldust, er kynntust henni. Því fer þó fjarri, að henni sé lýst með því einu, enda yrði henni seint gerð skil jafnvel ekki í löngu máli, svo sérstæð var hún um margt. Hún var hvorki skólagengin né víðles- in. Samt var hún gagnmenntuð. Hún hafði lært að þekkja sinn heim og þroskazt af honum betur en margir, sem fleira hafa numið af bókum. Hún var eklki laus við feimni. Samt var hún einörð og ákveðin í fasi og framkomu og igerði sér aldrei mannamun. Hún gerði miklar Ikröfur til sjálfrar sin og ætlaðist raunar til hins sama af hverjum þeim, sem hafði fulla heilsu og nægilegt starfssvið. Þó var hún hvorki tilleitin né af- skiptasöm um annarra hagi >— nema þá til hjálpar, ef hún vissi hennar þörf, þá var hún jafnan með þeim fyrstu á vettvang. Hún átti afar bágt með að horfa á aðra aðgerðarlausa, ef hún vissi þá eiga skyldum að gegna. Þó var hún um- burðarlynd og skildi slíka menn flestum öðrum betur, Hvert það verk sem hún vann, varð stórt af þeirri alúð, sem bún lagði við það. Jóhanna giftist ung og fluttist úr föðurgarði. Umhyggja hennar og ræktarsemi við foreldra sína og yngri systkin var þó söm alla ævi. Hugur hennar var jafnan við bú foreldra sinna og síðar bræðra í Stóru-Sandvík. Þar vann hún öll sumur meira eða minna, og hag þess bar hún fyrir brjósti sem sinn eiginn. Og þegar hún veiktist s.l. haust af höstugri lungnabólgu, •átti hún þá ósk heitasta að komast svo fljótt á fætur, að hún gæti starfað að gulróínauppskerunni. Að þeírri ósk varð henni, og enn igekk hún að hverju verki með sömu lífsgleði og áður, þótt nokk- uð muni hún hafa tekið að kenna heilsubilunar síðustu vi'kurnar. Enginn bilbugur varð þó á henni fundinn. Á Þorláksmessu naut ég gestrisni hennar síðast eins og svo mangoft áður. Enn var jafngott að 22 Kristinn Indriðason á Skarði , Kristinn Indriðason, bóndi á Skarði á Skarðsströnd, andaðist á jólaföstunni seinustu, 84 ára að 'aldri, f. 10. nóv. 1887. Hann var sonarsonur Indriða Gíslasonar, bónda á Hvoli í Saurbæ, en Indriði var sonur Gísla Konráðssonar sagnaritara og þyí Skagfirðingur að ætt. Árið 1914 kvæntist Kristinn heimasætunni og staðarerfingjan- um á Skarði. Elínborgu Bogadótt- ur, og hófu þau búskap á jörðinni sama ár. Móðir Kristins var af ætt- stofni Skarðsættar komin. og voru þau Kristinn og Elínborg skyld að fjórða og fimmta. Var Kristinn síðan bóndi á Skarði til dauðadags, eða í 57 ár. Skarð er það höfuðból landsins, þar sem sama ættin hefur lengst setið samfellt. eða næstum frá upp bafi byggðar og fram á þennan dag. Lengst af voru þarna auðævi ræða víð hana, og óvenjumargt bar á góma. Hún var jafnkvik og skýr í hugsun sem áður. Enn haf ði hún gamanyrði á vörum, enda kunni hún einkar vel „að finna kímni í kröfum skaparans/og kank vís bros í augum tilverunnar". Hún var sátt við alla, bar ekki kala til nokkurs manns. Hún gat litið til baka yfir langa og giftudrjúga starfsævi. Henni var etkkert að van- búnaði til að leggja upp í ferðina miklu, sem við eigum öll fyrir höndum. Hún naut jólahelgi og jólagleði með ástvinum sínum. Á jóladagskvöld spilaði hún vist. Um miðnætti gekk hún til hvílu og vaknaði ekki aftur til þessa lífs. Alla ævi hafði hún tekizt óhrædd á við erfiðleika lífsins, og alltaf hafði hún sigrað — og vaxið við hverja raun. Og í síðasta spilinu hafði hún gert alslemm í grandi. Jóhanna giftist 22. sept. 1922 Katli Finnboga Sigurðssyni, sýslu- slkrifara & Eyrarbakka og síðar bankafulltrúa í Reykjavík. Mann sinn missti hún 1959. Þau eignuð- ust 5 börn: Hannes, skurðlæknir við Landspítalann, kvæntur Helgu Lárusdóttur úr Grundarfirði, Sig- ríður, dó 12 ára gömul, mesta efnis- stúlka að allra sögn, tvíburarnir Kristján Júlíus, kvæntur Þórunni Bjarnadóttur frá Flateyrí, og Sig- urður, kvæntur Margréti Guð- mundsdóttur frá Isafirði, en hún lézt á s.l. ári langt um aldur fram. Þeir Kristján og Sigurður eru báð- ir vélstjórar að mennt og reka nú saman stillingaverkstæðið Bagi h.f. í Reykjavík. Yngst systkinanna er Elísabet. húsfreyja á Flókagötu 14, gift Gunnari Óskarssyni, móttöku- stjóra á Hótel Sögu í Reykjavík. Öllum börnum Jóhönnu, tengda b.örnum og barnabörnum, sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Einkum leitar hugurinn til Elísabetar, manns hennar og barna, en þeim var hún nánast tengd síðustu ævi- árin. Og henni sjálfri þakka ég og fjölskylda mín allt. sein hún var okkur og kenndi með lífi sínu. Kristiun Kristmundssou. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.