Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 24

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 24
Sveinn Sigurðsson á Skeiði Sæmdargarpur í val fallinn í æviþáttum mínum, sem ég nefni „Parðina frá Brekku“, minn- ist ég Sveins Sigurðssonar, ásamt fleiri, sem unnu með mér í Stærra Árskógi sumarið 1907 og dái þar dug hans og þrek. Þá var gaman að lifa, og átti Sveinn sinn þátt í því það sumar. Hann var eigi aðeins frábær du'gnaðarmað- ur. heldur og eigi síður afbragðs- félagi á alla grein. En svo skildu leiðir um langa hríð og hafði ég aðeins spurnir af Sveini og vissi nokkuð um hvílfe- ur drengur hann reyndist. En hin síðustu ár sá ég hann við cg við, og nú síðast í sumar þrotinn að heilsu og kröftum eftir langan vinnudag. Og nú um jólin fékk hann lausn úr þeim fjötrum og of- urþunga ellinnar, sem þjafiaði hann. En ánægjulegt var að sjá live mikla ástúð og umhyggju frændfólk hans og venzlalið sýndi honum, svo sem verðugt var. 'Sveinn Sigurðsson var borinn og barnfæddur Svarfdælingur. f. 22. marz 1882. Voru foreldrar hans hjónin Sigurður bóndi Sigurðsson og Sigríður Jóhannesdóttir, sem lengi bjuggu á Auðnum. og unnu það afrek, að koma upp 10 mann- vænlegum börnum á rýrðarjörð, faðirinn hæggerður maður og verk drjúgur. en konan skörungskona að allri gerð. Vöndust börnin snemma vinnu. Mikill hagleikur bjó í ættinni, er snemma kom í ljós hjá sumum þeirra, og allt um- hverfið efldi til starfs og dáða, svo að nóg var við að fást. Þarna fremst í sveitinní voru jarðirnar fremur smá- ar, en v-el nýttar, eftir því sem þá gerðist. En á sl. öld haíðí þar þróazt mikil heimaiðja, einskonar iðjuver. Þar voru tré- smiðir, sem heima unnu. og húsa- gerðarmenn sem víða fóru, smiðir 24 margskonar búsáhalda, rokka smiðir og spónasmiðir. Og þar voru málmsmíðar af ýinsu tagi eít irsóttar, svo sein beizlisstengur, ístö'ð. gjarðahringjur ofl. ofl. Og þar var spunnið og prjónað af miklu kappi, cg ofnir dúkar og vaðnvál eigi aðeins fyrir suma sveit' unea, lieldur og líka heimili utan- sveitar. Þarna var þv-í nóg að gera, enda undu menn þar glaðir við sitt og sýndu það og sönnuðu á sinni tíð. því að þar var.starfsþrá og starfsgleði ríkjandi. svo að eft- irtekt vakti, og átti það efcki sízt víð um frændlið Sveins. sem þar var æðimargt ,.í dalnum frammi". Og það er í sem stytztu máli af Sveini að segja. að hann vex upp með foreldrum sínum. yngst- ur bræðra, og tekur snemma í hönd sér öxi og sög og gerist srnið ur og liinn vaskasti maður á alla grein, fríður sýnum og geðþekkur, broshýr og góðmannlegur á svip, en glettinn og gamansamur. Hann kvæntist ekki, en stundaði smið- ar o,g byvggingarvinnu af ýmsu tagi og hayskap við og við, telur sig jafnan til heimilis á Auðnum, og eins eftir að bróðir hans Sigur- hjörtur er þar tekinn við búi, og að sjálfsögðu drýpur þangað margt úr hendi Sveins í bú hins fátæka barnamanns heima. En um fertugsaldur verða þátta- skil í lífi Sveins. Þá kaupir hann jörðina Skeið, sem er næstfremsti bær i austanverðum Svarfaðardal, cg setur þar saman bú með tveim ógiflum systrum sínum. Og um svipað leyti missir Sigurhjörtur bróðir hans konu sína. þá orðinn fremur heilsuveill, oig flytur að Skeiði til Sveins með börn sín, þá sum nokkuð uppkomin, og gera þoir bræður með sér félagsbú og bjuggu þar saman meðan 'báðir lifðu, og í innilegasta sambýli, en við hafa svo tekið börn Sigurhjart- ar og búa þar nú. Þar á Skeiði mun Sveinn jafnan hafa verið sá. sem mest kom við sögu um handleiðslu alla cg verk- stjórn. meðan heilsa entist honum, og fátt þar gerzt í þeim efn- um að eigi væri undir hann bori’ð. Og um heimilið mátti segja, að kunnugra dómi. að þangað leit- aði margur liðsinnis við eitt og ann að, því að hjálpsemi Sveins, og þeirra svstkina og frænda. var við- brugðið, þótt efcki væri mikið um slíkt fjasa'5, eða á orði haft. Og að Skeiði loitaði einnig annar bróð- ir Sveins undir ævilokin. Slík hjálparhella reyndist hann alla tíð og frábær mannkostamað- ur. Því er að slíkum mönnum mik- il eftirsjá. ..En enginn stöðvar tím ans þunga nið“, Hann hafði unnið af d'áðríkri sæmd me'Jan dagur var. Og því ^kal hann nú af kær- leiksþeli kvaddur, og öllu frænd- liði bans sendar samúðaikveðjur. Snorri Sigfússon. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.