Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 30

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 30
Stefán Sigurðsson frá Efri-Rauðalæk i Holtum um menn og málefni úr Biskups- tungum, Guðríður var mikill hvata maður að því og ritaði margar greinar í þau rit. IBækur þessar eru vei skrifaðar og skemmtileg- ar, og hafa að geyma margvísleg- an fróðleik. Guðríður var gestrisin og skemmtileg heim að sækja, við- lesin og margfróð. Hún var trygg í lund og unni ávallt sveit sinni, og gömlum sveitungum gleymdi hún ekki. Ég man hvað hún var glaðleg og vingjarnleig við okkur unglingana, sem komum til henn- ar, þegar hún bjó Ó Drumbodds- stöðum, gekk með okkur um blómagarðinn sinn, léði okkur bækur og sagði frá mörgu fróð- legu og skemmtilegu, sem hún hafði lesið. Hún var orðin gömifl 'kana, og lá á sjúkrahúsi allt síð- ast liðið sumar, svo segja má, að henni hafi verið hvíldin kærkom- in. Og nú er hún þá aftur komin heim í sína kæru sveit til dvalar um eilífð alla. Ég læt fylgja hér lítið kveðjustef. Mig langar. kæra frænka að þakka þér, þá vináttu, er auðsýndirðu mér. Þinn máttur var þín fölskvalausa tryggð og þráin að mega grátinn huga sefa. Hver unni heitar? Hver reyndi meira öðrum gleði að gefa? Það er svo gott að fá að fara heim, og finna aftur iglaða daga hreim. Mega um eilífð una í þeirri sveit, sem ungri gaf þér anda sinn og ást. Hér er sú byggð barnsauga þitt leit, sú byggð er aldrei vonum þínum brást. Þú hefur lokið langri gönguferð. lúnum er hvíldin kær og mikilsverð. Hinztu hvílu býr þér byggðin kær, Fæddur 23. sept. 1892. Dáinn 10. nóv. 1971. Kæri frændi. Mig langar að minnast þín með nokkrum fátæklegum orðum, þar sem þú ert þriðji bróð- irinn, sem ferð yfir móðuna miklu á sama árinu og síðastur systlkina þlnna. Hann fæddist á Efri-Rauðalæk í 'Holtum, sonur Sigurðar Ólafs- sonar bónda þar og Gróu Tyrfings- dóttur frá Jaðri í Þykkvabæ. Hann ólst upp hjá föður sínum og konu hans, Guðrúnu Bjarnadóttur. Var hún honum sem bezta móðir, enda minntist hann hennar ætíð með ást og virðingu. Eins var kærleik- ur milli systkinanna til dauðadags. Sautján ára fór hann að heiman að briósti vefur þreytta barnið sitt. Og móðir jörð. þó hylji hvítur snær, hlýju vermir legurúmið þitt. Við kveðjum þig, hver kveðiustund er sár, kannski falla af hvörmum okkar tár. Þá er svo gott að fá að fara heim, fyrir þann. sem líður sára raun. Og sveitin kæra höndum tekur tveim tryggum vini, það eru sigurlaun. Gamall sveitungi, Gróa Jóhannsdóttir, Galtarholti, Mýr. til að freista gæfunnar. Lá leið hans til 'Reykjavíkur fyrst, og vann hann til sjós og lands um tíma. Árið 1919, þegar hann var búinn að liggja mikið veikur á ísafirði í inflúensu, sem þá igeisaði hér, fór hann til Svíþjóðar og vann þar í þrjú og hálft ár. Hann kom heim aftur í kringum 1924, og hittumst við þá í Vestmannaeyjum. Hann var ekki lengi atvinnu- laus, enda ósérhlífinn og duglegur að koma sér áfram. Þar hitti hann Óskar Halldórsson, útgerðarmann, og fór að vinna hjá honum. Þeg- ar Óskar keypti íshúsið Herðu- breið, gerði hann Stefán að verk- stjóra. Þar var hann, þar til S.Í.S. tók við rekstri þess. í Sambandinu kynntist hann miklum drengskaparmönnum. Jón Árnason var þá forstjóri, og eign- aðist Stefán þar góðan vin, sem hann vitnaði oft til, þegar talað var um góða menn. Hann sagði einu sinni við mig, að hann hefði kynnzt mörgum snauðum en eng- um slæmum. Það hefði oft verið erfitt, þegar hann þurfti að fara niður að höfn til að fá verkamenn í viðbót. Það var lítil vinna þá, og menn litu bænaraugum til verk- stjóra, sem komu þangað. Þeir vissu hvað hann vantaði. Hjá Sambandinu var hann í 20 ór. 1926 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Ólafíu Bjarnadóttur. Hjá þeim var móðir hennar alla tíð. Tvo stjúpsyni átti hann, sem voru úr fyrra hjónabandi konu hans, Bjarna og Jón. Fljótt bætt- ust fleiri í hópinn, fjögur börn eignuðust þau: Sigríði, Dyljá, Guð- mund og Ásgeir. Öll eru þau nú gift, og sagði Stefán, að hann ætti góð tengdabörn. Móður sína tók 30 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.