Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 31

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 31
hann 1929, og var hún hjá þeim í 20 ár, og voru gömlu konurnar aldrei settar á elliheimili. Hjónin voru miög samhent með allt, sem gera þurfti, og þótt 10 manns væru í heimili, var alltaf rúm fyrir fleiri. Stefán kom oft með einn eða tvo i mat með sér, þegar hann kom heim. Stundum var ég einn af þeim. Fjóra ungl- inga höfðu þau að austan á heim- ili sínu að vetrinum, og voru þeir eins og börnin þeirra. Það var stór hópur. Stefán sagði að það væri 'bandið milli sín og heimahaganna. Tólf ár bjuggu þau í Þykkva- bænum, og voru allir þar eins og ein fjölskylda. 1967 misstu þau Guðmund son sinn frá konu og 5 Páll Pólsson Framhald af bls. 32. við Páll átt samleið. Fyrir austan átti hann aldrei sjálfstætt heimili en hugðist endurreisa eyðibýlið Móeiðarhvolshjáleigu með tilstyrk Nýbýlasjóðs. Á þeim árum kynnt- ist hann Þorbjörgu Sigurðardótt- ur, lagði hann hug til hennar og hafði löngun til að stofna með henni heimili. Úr því varð þó ekki, en með henni átti hann tvo syni, mestu dugnaðar- og myndar- menn. Reynir er garðyrkjumaður börnum og upp frá því sm'áhrak- aði heilsu hans. Ég læt nú staðar numið og bið guð að halda sinni verndarhendi yfir öllum hans ástvinum, konu, börnum, tengdabörnum, barna- börnum og barnabarnabörnum, og öllum hans vinum. Þinn frændi, G.O.Á. Kveðja frá bamabömum og bamabama börniun. Þótt hausti og húmi yfir í hjörtum minninig lifir svo mæt og muna hlý um afa, er aldrei igleymum, hans ást í huiga geymum, þótt harma núna skyggi ský. Þú breiddir ljós á brautir og burtu greiddir þrautir, sú minning ei er máð. Og brosið þitt hið blíða á brott rak allan kvíða, því aldrei bruigðust afa ráð. Nú kveðjum huga klökkum og kærleik allan þckkum þér, afi, um æviskeið, það er svo margs að minnast. — Við munum aftur finnast þá ævi hér er lokið leið. Það góður Guð oss gefur hans gæzka aldrei tefur, þótt lífs hér lokist svið. Nú þökkum allt sem áttum 1 afa, og vera máttum svo langa tíma hlið við hlið. Ó.Á. í Hveragerði og Einar bifreiðarstj. hjá Bæjarleiðum. Árið 1950 hefst nýr þáttur í ævi Páls, þá kvænist hann vestur- þýzkri konu, Hildi Maríu að nafni, hefur samleið þeirra verið farsæl og konan reynzt honum traustur og góður lífsförunautur. Þau hafa eignazt fjögur börn, elzt er dóttir, Guðríður að nafni, heitbundin Kristbirni Þorkelssyni, sem nýlega hefur lokið námi í húsgagnasmíði og eiga þau einn son. Halldór Árni 19 ára, hefur verið síðustu árin á Kirkjubæ á Rangárvöllum. 'Hjör- leifur 16 ára og Páll 14 ára eru enn í foreldrahúsum. Páll er sérstaklega barngóður og hjálpsamur og vill hvers manns vanda leysa, Það er gaman að sjá, hvað þessar hrjúfu og vinnulúnu hendur búa yfir mikilli hlýju og mýkt þegar börn eru annars veg- ar, en enginn finnur betur en börnin sjálf hvað að þeim snýr, það er mikill auður að eignast vin- áttu beirra. Páll er góður bridge-spilari og hefur gaman af að spila. Hann er harður í vörn og sókn og fundvís á veilur andstæðinganna. Djarfur er hann í sögnum og stundum er ákafinn meiri en geta spilanna leyfir. Páll kann vel að tapa og sízt sakar hann mótspilarann þótt illa gangi, um það get ég dæmt af eigin reynslu. Þegar vel gengur færist fjör yfir kappsfullan spila- garpinn, lyftir hann þá brúnum og hlær hressilega. Páll er með af- brigðum gestrisinn og höfum við starfsbræður hans notið þess í rík- um mæli á merkisdögum í lífi hans. Hann hefur ekki búið í bá- reistum höllum við allsnægtir af veraldarauði. en það finnur eng- inn sem heimsækir Pál, gestrisn- in er honum svo eiginleg að gest- urinn finnur það strax að hér er hann velkominn og gott er með góðum að dvelja. Ég tel mér það til ávinnings að hafa eignazt vináttu Páls, og vona ég að svo megi verða á meðan leiðir okkar liggja saman, og því má aldrei gleyma að uppskeran af striti þeirra eldri, er kjölfestan í þeirri velmegun, sem við búum við í dag. Við hjónin óskum þér og þínum til hamingju með sjötugsafmælið og þökkum allt sem liðið er. Ég hef kynnzt þér þannig að þú ert vinur vina þinna og bregzt ekki því trausti sem þér er sýnt. Ráll tók á móti gestum í Átthagasal Hótel Sögu á afmælisdag sinn og var þar fiölmennt. Ég þakka vináttu þína og það traust, sem þú hefur sýnt mér á liðnum árum. Megi sá sem öllu ræður gefa þér ibjart og fagurt ævikvöld. Jakob Þorsteinsson. islendingaþættir 31

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.