Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞATTIR 4. TBL. — 5. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 16. MARZ — NR. 71. TÍMANS Hannes J. Magnússon fyirverandi skólastjóri F. 22.3 1899 d. 18.2 1972 Hannes J. Magnússon var borinn og barnfæddur Skagfirðingur, hafði lokið námi i Eiðaskóla og Kennaraskóla, kennt i farskóla og i skóianum á Fá- skrúðsfirði, þegar við hittumst á Akur- eyri árið 1930, en hann gerðist þar kennari við barnaskólann hið sama ár og ég tók þar við skólastjórn. Við át tum þar þvi náið samstarf i 17 ár, og raunar lengur, þar sem hann tók við skólastjórn úr minum höndum, en ég við námsstjórn norðanlands til 1954. Langar mig nú til að varpa til hans fá- einum kveðjuorðum. Þegar við Hannes hittumst á Akur- eyri,munum við báðir hafa fagnað þvi að vera komnir nær æskustöðvunum og hugðum gott til samstarfsins, er lika jafnan reyndist hið bezta. Ég þótt- ist fljótt finna það, hvilikur þegnskap- armaður hann var i starfi, og að það var hugsjón og trú á gildi þess, sem bar það uppi. Þess vegna treysti ég honum til vandasamra verkefna og þar brást hann aldrei. Hann var lika einn þeirra, sem taldi uppeldisst. skól ans miklu varða, og þvi reyndi hann jafnan að flétta inn i kennslustarfið sem mest af þvi, er verða mætti nemendum hans sem mestur uppeldis- legur ávinningur. Og hann lét heldur ekki skólann einan um það. Snemma á þessum árum stofnaði hann barna- stúkuna Samúð og fórnaði henni miklu af fritima sinum. Og um likt leyti hóf hann útgáfu á barnablaðinu ,,Vorið”, sem Eirikur Sigurðsson frv. skóla- stjóri tók siðar þátt i. En hvorttveggja, bæði barnastúkan og blaðið, var þáttur i uppeldis- og umbótastarfi hans sem kennara og uppeldisleiðtoga. En jafn- framt þessu vann hann mjög mikið að málefnum og formannsstörfum i eldri deildum Góðtemplarareglunnar og ritaði geysimikið um bindindismálin yfir höfuð^og tók saman fræðslurit um þau efni. Snemma á samstarfsárum okkar Hannesar var mikið rætt um að koma á fót timariti um uppeldismál á vegum Kennarafélags Eyjafjarðar, sem stofnað hafði verið 1931, en hann var þar i stjórn með mér alla tið. Og um stofnun timaritsins var hannmestur á- hugamaður og vann þar langmest starf okkar allra, þegar að að lokum tókst að koma því á laggir. En það varð ekki fyrr en 1942,80 fjármála- örðugleikum var rutt úr vegi og tima- ritið „Heimili og skóli” hóf göngu sina. Þetta rit annaðist Hannes J. Magnús- son af frábærri atorku og umhyggju. t meir en aldarfjórðung var Hann rit- stjóri þess með hinni mestu prýði, við- aði að sér miklu og margþættu efni um uppeldismál og ritaði sjálfur fjöldann allan af bráðsnjöllum greinum, um þau efni, sem vöktu verðskuldaða eftirtekt. Ritið varð þvi vinsælt meðal lesenda sinna, og má telja vist aö það hafi varpað ljósi á margt vandmálið á sviði uppeldisins,og þvi orðið lesend- um sinum að góðu gagni. Annars er Hannes fyrir löngu þjóðkunnur fyrir ritstörf sin og bækur Og barnabækur hans hafa unnið sérveglegansess, enda mun mega telja þær i allra fremstu röð slikra bóka hér,og hið hollasta lesefni. Or kennarahópnum valdi ég á sinni tið Hannes J. Magnússon til yfirkenn- ara og eftirmaður minn varð hann 1947 er ég lét af skólastjórn, og gegndi þvi i 18 ár. Hann var starfsins maður, si- vökull og umbótasinnaður, er rækti hvert verk af kostgæfni og alúð. Og segja mátti#að i fari hans öllu og leið- sögn, i skóla og utan, bæði i raun og riti, væru þeir þættir sterkastir, sem beindust að guðstrú og góðum §iðum og hollustu við land og þjóð. Hannes J. Magnússon var kvæntur Solveigu Einarsdóttur, austfirzkri að ætt. Hún er afbragðs kona, sem reyndist manni sinum traustur lifs- förunautur og börnum þeirra hin bezta móðir. Þau eru 4 á lifi og hafa mannazt ágætlega. Með þessum örfáu linum kveð ég þennan gamla vin og samverkamann, þakka honum gamalt samstarf og bið honum eilífrar blessunar. En ást- vinum hans6endi ég einlægar samúð- arkveðjur. Snorri Sigfússon. I

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.