Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 5
Pétur Siggeirsson frá Oddsstöðum Fæddur 15. april 1889. Dáinn 10. janúar 1972. Þeim fækkar óðum sem fremstir stóðu sem festu rætur i islenzkri jörð veggi og vörður hlóðu vegi ruddu um hraun og skörð. Börðust til þrautar, með hnefa og hnúum og höfðu sér ungir það takmark sett að bjargast af sinum búum og breyta i öllu rétt. D.St. Þessar ljóðlinur hins vinsæla og dáða þjóðskálds, Daviðs Stefánssonar eru mér i huga, er ég vil minnast ný- lega látins samferðamanns, um hálfrar aldar skeið, vinar og frænda, Péturs Siggeirssonar, frá Oddsstöðum i Presthólahreppi Norður-Þingeyjar- sýslu. Hann var i hópi aldamótamanna Islands, eins og það hugtak hefur verið bezt skilgreint, ekki einungis að tima- tali, heldur og i sál og sinni, i fremstu huga. Sömuleiðis veit ég að systkina- börnum hennar þótti mjög vænt um frænku sina, enda hafa þau eftir ástæðum notið góðvildar hennar og umhyggju. Við hjónin og börn okkar kveðjum þig kæra vinkona og frænka — þökkum dásamlega viðkynningu á skammri ævistund, og óskum þér fararheilla á fund Allifsföðurins, foreldra, systkina, frænda og vina. Guð blessi minningu þina. Páll llallbjörnsson, Veiga frá Ljárskógum er dáin — litla landið okkar er fátækara — hún var af þess beztu börnum. Nafnið hennar kemur þó liklega ekki til með að verða skráð stærra letri á blöð sögunnar en flestra okkar hinna, en það verður alltaf bjart i kringum það i sögu allra þeirra, sem urðu á vegi hennar gegn um árin. röð félagsmálamanna sins héraðs. Jafnan með stærsta þáttinn i að byggja vörður og vegi, i þeim málum, sem til hagsbóta horfðu og heilla sam- ferðamönnum, og þeim sem siðar vildu og mundu i slóðina feta. Hann mun þvi jafnan skipa veglegan sess i sögu aldamótamanna þessa héraðs, ef hún verður nokkurn tima skráð, nema i huga og hjörtu samferðamannanna. En þeim fækkar óöum, aldamótarmönnunum, og þeim, sem horfir á straum timans, fær ekki dul- izt, að það gerist ekki, að fullu, það sem á að gerast, að maður komi i manns stað. Viðhorfin til lifsins og samfélagsins hafa tekið svo tröll- auknum breytingum, að á morgni þessarar aldar, hefði slikt engum 1 getað til hugar komið, og margt er til mikilla umbóta, en ekki allt. Alda- mótafólkið, ásamt sonum sinum og dætrum, hefur byggt upp nýtt Island, i anda og efni, á örfáum áratugum, og skilað þvi þriðju kynslóðinni, ásamt fordæmi sinu, úr ungmennafélögun- um, samvinnufélögunum og fjöl- margra einstaklinga, þar sem ekki var, að jafnaði, alheimt daglaun að kvöldum, sem nú færist ört i vöxt, og Veiga var kona, sem allt sitt lif leitaðist við að gera öðrum gott, kær- leiksboðorðið mikla var hennar leiðar- ljós. Liklega á ég engri manneskju eins mikið að þakka og henni, næst á eftir foreldrum minum. Sú móðurlega umhyggja, hjálpsemi og vinátta, sem hún sýndi mér og minum alla tið, verður aldrei fullþökkuð. Elsku Veiga min, ég ætla ekki að vera orðmargur, enda er svo ótal margt, sem aldrei verður með orðum sagt. Ég get aðeins þakkað góðum guði fyrir að hafa fengið að alast upp með þig oftast svo nærri. Það gaf mér tæki- færi til þess að auðgast af þinu já- kvæða lifsviðhorfi, þinni miklu mann- gæzku, þinni miklu trú. Allt þaö veröur meðal mins dýrmætasta veganestis um ókomin ár. Guð blessi þig — þakka þér fyrir allt og allt. Nonni. telst var til framfara eða menningar- auka. Pétur Siggeirsson fæddist á Odds- stöðum i Presthólahreppi þann 15. april 1889. Foreldrar hans voru hjónin Borghildur Pálsdóttir og Siggeir Pétursson, sem bjuggu vænu búi á Oddsstöðum i full 40 ár, við rausn og lengst af f jölmennt heimili. Borghildur var dóttir Páls Guðmundssonar, Páls- sonar, frá Brúnagerði i Fnjóskadal S,- Þing. og Guðrúnar Soffiu Jónasdóttur frá Birningsstöðum i Laxárdal S.- Þing. Faðir Siggeirs var Pétur Jakobsson Péturssonar umboðsmanns á Breiðimýri i Reykjadal S.-Þing. Móðir Siggeirs var Margrét Hálf- dánardóttir Einarssonar prests að Sauðanesi á Langanesi N.-Þing. Móðir Margrétar Hálfdánardóttur var Hólmfriður Þórarinsdóttir Jóns- sonar frá Sveinsströnd i Mývatnssveit fædd 6. des. 1798.1 ættum þeim, sem að Pétri stóðu, hafa komið fram margir hæfileikamenn, og nokkrir alþjóö- kunnir. Nefni ég hér fáa, þá sem hæst bera. Pétur var þremenningur við Gunnar Gunnarsson skáld og rit- höfund, áttu báðir sömu langömmuna, Hólmfríði Þórarinsdóttir áður nefnda. Það kalla ég Oddstaðaætt. Hann var að þriðja og fjórða við Jónas Jónsson frá Hriflu, Brúnagerðisætt, eða Gr- jótárgerðis. Hann var fjórmenningur við skáldjöfur okkar Einar Benedikts- son, það kalla ég Sauðanesætt. Ýmsa fleiri mætti nefna, en verður ekki gert hér. Pétur ólst upp á fjölmennu heimili foreldra sinna á Oddsstöðum, ásamt fleiri ungmennum, þar á meðal einka- systur sinni Margréti, sem var aðeins 16 mánuðum yngri, og dvelur nú hjá börnum sinum i Reykjavik. Einnig tveir fósturbræður, sem þar voru frá frumbernsku. Sigurður Árnason, á svipuðum aldri og Margrét, nú til heimilis i Kópavogi, og Þorsteinn Stefánsson nokkuð yngri, látinn fyrir nokkrum árum i Reykjavik. Og siðar bættist i hópinn hálfbróðir Péturs, Friðgeir Siggeirsson, sem kom i heim- ilið um fermingaraldur, að móður sinni látinni. öll þessi ungmenni voru i heimilinu til fulls manndómsaldurs, íslendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.